Okkar á milli - 01.01.1986, Qupperneq 3

Okkar á milli - 01.01.1986, Qupperneq 3
LIF OG .FURÐUR A HVERRI SIÐU! Iþúsund og eina nótt segir hin ráðsnjalla og hugrakka Sjerasade soldáninum Sjarjar sögur til að hann gleymi því heiftúðuga áformi sínu að eiga hverja konu aðeins eina nótt og lífláta hana að morgni. Af fádæma listfengi vefur Sjerasade sögu saman við sögu, þannig að aldrei er hægt að hætta, ein tekur við af annarri og áður en ein getur endað þurfa sögupersónur að segja nýjar og nýjar sögur. Úr verður ævintýralegt völundarhús fjölbreytilegustu sagna og soldáninn grimmi getur ekki annað en hlustað hugfanginn í þúsund og eina nótt, rétt eins og milljónir lesenda um víða veröld hafa um aldir látið heillast af framand- legum Ijóma þessa gríðarlega sagnabálks. Enginn veit með vissu hvernig þessar sögur urðu til eða hver steypti þeim saman. Að þaki liggur gróin og aldalöng sagnalist sem hefur slípast á löngum tíma áður en hún náði fullkomnun. Sagnabálk- urinn geymir úrval dæmisagna, ævintýra, ferðasagna og ástarsagna og er upprunninn í skáldskap Araba á miðöldum. Hann verður til á árunum 570 og fram á 13. öld, runninn úr svipuðum jarðvegi og Kóraninn þótt siðaboðunin hér sé ólíkt mildari og manneskjulegri en þar. Sögurnar sjálfar koma víða að: Frá Persíu, Kína, Indlandi, Sýrlandi, Grikklandi og Egyptalandi. Hámenning hinna fjarlægu Austurlanda setur svip sinn á þær og hvergi skortir skrautið í þeim, yfir öllu er glitrandi gleðibragur, gáskafullur léttleiki og óvíða í heimsbók- menntunum er holdsins lystisemdum lýst með fagurlegri Ijóðrænu en einmitt í þessum sögum. Þetta er sannkallaður ævintýraheimur með glæsilegum höllum, aldingörðum, glæsimeyjum, risum, öndum sem búa i lömpum og ótrúlegum mannraunum vaskra sveina en alls staðar býr að baki mannúð og virðing fyrir viskunni, ást á iðjusemi og dyggðugu líferni en hatur á rangsleitni og hræsni. Þetta er því holl lesning fyrir alla aldurshópa. Þýðing Steingríms Thorsteinssonar, öndvegisskálds 19. aldarinnar, er eitt af snilldarverkum íslenskrar tungu og segir Hannes Pétursson skáld um hana í ævisögu sinni um Steingrím að hún hafi engu glatað „af seiðmætti sínum né ferskleik." Um tungutak Steingríms í þýðingunni segir Hannes að það sé „19. aldar mál af fegursta tæi, kliðmjúkt og blæfagurt, tiktúrulaust með öllu" og að hann sameini farsællega alþýðumál og skáldlegan stíl. í öðru bindi sem nú kemur út er að finna margar sögur sem allir þekkja og nægir að nefna söguna um Aladín og töfralampann eða söguna af Ali Baba og ræningjana fjörutíu, en auk þeirra koma við sögu i bindinu kóngssynir og kóngsdætur, vezírar, sæbornar drottningar, töfrahestar og grænir fuglar, fjölskrúðugt lif og furður á hverri síðu.

x

Okkar á milli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.