Okkar á milli - 01.02.1988, Síða 2

Okkar á milli - 01.02.1988, Síða 2
 Skemmtilegt verk sem segir frá lífi og starfi pf/lDVJ IX merkra manna og veitir góða innsýn í atvinnusögu UnJ MÁNAÐARINS Islands Þeir settu svip á öldina Islenskir athafnamenn Bók mánaöarins aö þessu sinni er Peir settu svip á öldina, en þaö heiti hljómar væntanlega kunnuglega í eyrum margra félagsmanna Veraldar. Fyrir fáum árum var í boöi hjá okkur bókin Þeirsettu svip á öld- ina - íslenskir stjórnmálamenn, og hún hlaut afburðagóðar viðtökur. Nú er haldiö áfram þar sem frá var horfið og hafið aö segja frá íslenskum athafnamönnum. Spor í þjóöarsögu í þessu fyrsta bindi eru þættir um nítján mikilvirka athafnamenn á þessari öld. Ýms- ir kunnir menn hafa verið fengnir til aö skrifa um þá, en ritstjóri verksins er Gils Guö- mundsson. Þessir athafnamenn eiga þaö sameiginlegt, aö þeir létu til sín taka á ýms- um sviðum þjóðlífsins og skildu eftir sig spor í þjóöarsöguna. Sumir brutu sér leið úr fátækt af eigin rammleik, en aðrir voru bornir til auös og metorða. Nöfn sumra þessara manna eru enn alþekkt, en önnur láta ekki eins kunnuglega í eyrum. Þó eiga þeir allir skilið, aö verk þeirra gleymist ekki; slíkt var framlag þeirra til mótunar íslensks nútímaþjóöfélags. Hverjir voru þessir menn? Já, hverjir voru þessir menn? Hvaö var þaö sem greindi þá frá fjöldanum og geröi þá aö umsvifamiklum athafnamönnum, fram- vöröum nýrra tíma til sjávar og sveita? Þaö ríkti engin lognmolla í kringum þessa menn, og margir þeirra voru umdeildir á sinni tíö. Hver mun dómur sögunnar veröa um þá? Hvaða augum sem viö kunnum aö líta þessa menn veröur því ekki á móti mælt, að þeir settu svip á öldina hver á sinn hátt. íslensk atvinnusaga verður ekki skrifuö nema þeirra sé getið, og góö innsýn í hana fæst meö því aö lesa þessa bók. Þeir settu svip á öldina er ómetanlegt framlag til íslandssögunnar. Hér er um að ræöa verk, sem þarf aö vera til á hverju heimili. Bók mánað- Fullt verö: 2.480 kr. arins Okkar verö: 1.980 kr. 2

x

Okkar á milli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.