Okkar á milli - 01.02.1988, Side 3

Okkar á milli - 01.02.1988, Side 3
Gils Guðmundsson er rítstjórí íslenskra athafnamanna Mikilvirkur og vinsæll rithöfundur Gils Guömundsson er ritstjóri þeirra þriggja binda af verkinu Þeirsettu svip á öldina, sem fjallar um íslenska athafna- menn. Þaö er sannarlega gleðiefni, aö hann skyldi fást til að taka aö sér þetta( verk, því aö reynsla hans og þekking á söguþjóðarinnartryggirgóðan árangur. Kennsla og ritstörf Gils Guömundsson erfædduráriö 1914 í Hjarðardal innri, Mosvallahreppi í Ön- undarfirði. Hann lauk kennaraprófi áriö 1938 og stundaði um skeið kennslu víöa um land; í Haukadal í Biskupstungum, Garöi og Sandgerði. Að því búnu stund- aöi hann um langt skeið blaöamennsku og ritstörf og var m.a. ritstjóri Sjómanna- blaðsins Víkings, tímaritsins Ritlist og myndlist og Alþýöuhelgarinnar, sem var fylgirit Alþýöublaösins. Forseti Sameinaös þings Gils Guðmundsson varö kunnur fyrir stjórnmálaafskipti sín, þegar Þjóövarn- arflokkur íslands kom til sögunnar, en hann var fyrst ritari hans og síðan vara- formaöur. Árið 1953 var hann kosinn á þing fyrir Þjóðvarnarflokkinn sem þing- maður Reykvíkinga. Síöar varö hann þingmaður Reyknesinga á vegum Al- þýðubandalagsins og var um skeiö for- seti Sameinaðs þings. Gils Guð- mundsson rithöfundur vió skrif- boró á heimili sinu aó Laufásvegi 64 i Reykjavik Mánasilfur og Gestur Gils Guðmundsson er mikilvirkur og vin- sæll rithöfundur, og eru verk hans fleiri en svo aö talið veröi upp í stuttri kynn- ingu. Frá ystu nesjum ersafn vestfirskra þjóösagna í sex bindum, sem kom út á árunum 1942 - 53, og Skútuöldin er tveggja binda verk, sem kom út 1944 og 1946. Þá má nefna Öldina okkar i tveim- ur bindum og tvö bindi af Öldinni sem leið, en fá rit hafa notið meiri vinsælda hér á landi. Hin síöari ár eru kunnustu rit hans Mánasilfur og Gestur, en hvort tveggja eru vinsælar ritraöir, sem Gils hefur annast og félagsmenn Veraldar þekkja. Fyrsta bindið er ennþá fáanlegt Aðeins örfá eintök til Fyrir þá sem taka bók mánaðarins. Nr.: 1682 Fulltverö: 1.888 kr. Okkar verö: 450 kr. Fyrsta bindiö í ritrööinni Þeir settu svip á öldina haföi aö geyma sögu sextán ís- lenskra stjórnmálaskörunga eftir sextán þjóökunna höfunda. Þessi bók hlaut mjög góöar undirtektir bæöi almennings og gagnrýnenda, enda fjallar hún um menn- ina, sem segja má aö hafi veriö mestir áhrifavaldar í lífi okkar. Þeir mótuðu ís- lenskt nútímaþjóöfélag og lögöu horn- steina, sem ísland framtiðarinnar mun byggja á. Ritstjóri þessa bindis var Sigurður A. Magnússon, og enn eru nokkur eintök af því fáanleg hjá Veröld - á aöeins 450 krón- ur fyrir þá sem taka mánaðarbókina. 3

x

Okkar á milli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.