Okkar á milli - 01.02.1988, Síða 6

Okkar á milli - 01.02.1988, Síða 6
Kæru félagsmenn! Mánaðarbókin nú í febrúar ætti að verða vinsæl hjá félagsmönnum, því að um 70% þeirra eiga fyrstu bókina í flokknum, Þeir settu svip á öldina. Þeim sem ekki eiga fyrstu bókina og taka bók mánaðarins, bjóðum við hana á aðeins 450 kr. Eins og þeir vita sem eiga fyrstu bókina þá er hér um að ræða verk sem er ómetanlegt framlag til íslandssögunnar og ætti að vera til á hverju heimili. Bókina Arnór bestur í Belgíu ættu allir áhugamenn um fótbolta að eignast, því að hér er á ferðinni saga drengs sem átti sér háleitan draum sem svo vissulega rættist. Bókin Stjörnumerkin og kynlífið er spánný bók sem margir munu fagna, því að hún rekur áhrifamátt stjarnanna út frá dálítið öðru sjónarhorni en við eigum að venjast. Barnabókin Sumar á Brattási er alveg einstaklega hugljúf og falleg saga myndskreytt stórum og falleg- um Ijósmyndum; bók sem mun heilla barnið þitt. í bókinni Smásögum eftir Svövu Jakobsdóttur munu lesendur geta notið ritsnilldar eins fremsta sagnahöfundará íslandi. Enginn mun verða svikinn af bók- inni Ég veit af hverju fuglinn í búrinu syngur, enda er hún af mörgum talin ein besta lýsingin á hörmulegu kyn- þáttamisrétti, sem til er í bandarísk- um bókmenntum. Lítið hefur komið út af matreiðslubókum að undan- förnu svo að allir sælkerar munu fagna bókinni Nýir eftirlætisréttir, en í henni eru eftirlætisréttir 50 þjóð- kunnra íslendinga. Af öðrum tilboðum má nefna nýj- ustu bókina hans Adam Hall, Hver mun svíkja í Sinkiang og ritsafn Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi. Með bestu kveðjum, t> y a.*j d. o VV C v Kristín Björnsdóttir framkvæmdastjóri Nýir verðlaunahafar Dregið hefur verið í september- og október- getrauninni, og eftirfarandi félagsmenn höfðu heppnina með sér: Rósa Aðalsteinsdóttir, Reykhúsum, Hrafnagilshreppi, og hún hlaut fallega Miele-ryksugu í verðlaun. Gestur Hallbjörnsson, Greniteigi 22 í Keflavík, en hann hrepptitværgrafíkmyndir eftir Örn Þorsteinsson myndlistarmann. Næst verður dregið í nóvember- og des- ember-getraununum, en vinningar voru þá Grossag-brauðrist og vöfflujárn - og loks þrír gullfallegir demanthringir í jólablaðinu. Strax Nr. Fullt verð Okkar verð Plata 3187 899 764 Kassetta 4132 899 764 Geisladiskur 3188 1.399 1.189 Dirty Dancing Plata 3189 699 594 Kassetta 4133 699 594 Geisladiskur 3190 1.199 1.020 Rick Astley Plata 3191 699 594 Kassetta 4134 699 594 Geisladiskur 3192 1.199 1.020 Á gæsaveiðum Geisladiskur 3193 1.399 1.189 Þrjár góðar plötur — og einn geisladiskur Plöturnar sem við bjóöum aö þessu sinni eru allar spánnýjar og eftirsóttar. Fyrst ber að nefna plötuna Strax með samnefndri hljómsveit, en í henni eru fjórir Stuðmenn: Ragnhildur Gísladóttir, Jakob Magnússon, Valgeir Guðjónsson og Þórður Árnason. Að þessu sinni eru textarnir fluttir á ensku, þar sem platan er ætluð til útflutnings. Hinar tvær plöturnar eru Dirty Dancing og er þar komin tónlistin úr samnefndri kvikmynd, sem notið hefur mikilla vinsælda, og nýj- asta plata Rick Astley. Hann skaust upp á stjörnuhimininn á síðasta ári og á um þess- ar mundir þrjú lög á íslenska vinsældalist- anum. Geisladiskurinn ersvo Stuðmanna- platan góðkunna Á gæsaveidum, og á hon- um eru tvö lög, sem ekki er að finna á plötunm: Baktai og Spilaðu lag fyrir mig. 6

x

Okkar á milli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.