Okkar á milli - 01.07.1988, Side 3

Okkar á milli - 01.07.1988, Side 3
Einu spendýrín sem lifa eingöngu í s jó Þaö er skemmtilegt, aö í nýjasta bindinu af Undraveröld dýranna skuli vera fjall- aö um hvalinu, því aö fá dýr eru meira til umræðu nú á dögum en einmitt þeir. Sérhæföasti hópurinn Hvalir eru lang sérhæfðasti hópurinn innan spendýrafylkingarinnar. Aö vísu má benda á ýmsa aðra hópa, sem líka hafa sérhæft sig aö óvenjulegum lífs- háttum, svo sem leðurblökurnar með hinum afar sérkennilegu flughæfileikum sínum. En þaö sem gerir hvalina svo sérstæöa er þaö, að þeir hafa slitið allt samband sitt við þurrlendiö, sem er hið eiginlega lífssvið spendýranna. Þeir hafa algerlega lagaö sig aö sjávarlífi, og er furðulegt aö kynnast því, hvílíkum ráðum náttúran getur beitt til aö gera þá sem hæfasta á því sviði. Óvenjulegir eiginleikar Hvalir eru að allri líkamsstarfsemi raun- veruleg spendýr. Þeir eöla sig meö venjulegum hætti í sjónum, fóstriö þroskast í legi móöur, sem fæðir kálfinn og gefur honum fossandi mjólk úr spena. En hvalir hafa þroskaö meö sér marga óvenjulega eiginleika, sem tengjast sjávarlífi. Sem dæmi má nefna, hvaö þeir geta kafað ofan á mikiö dýpi og eru á því sviði jafnvel færari en flestir fiskar. í hvölum eru sérstök líffæri, sem þekkjast ekki í öörum dýrum, en gera þá hæfa til aö þola hinn mikla háþrýsting hafdjúpanna. Kafnar á þurru landi Hvalir eru einu spendýrin, sem ala allan sinn aldur í sjó. Þótt sækýr séu mjög aðlagaðar sjávarlífi, þurfa þær þó aö koma svolítinn tíma á ári hverju í land, og selirnireru enn háöari landi, þarsem öll æxlun og ungauppeldi þeirraferfram á landi. Ef hvalur lendir hins vegar á þurru landi, uppi í fjöru, er úti um hann. Hann kemst ekki út aftur; hann er svo þungur, þegar hann kemur upp úr vatn- inu, aö hann getur ekki andaö og kafnar því. 3

x

Okkar á milli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.