Okkar á milli - 01.07.1988, Side 4

Okkar á milli - 01.07.1988, Side 4
1 : Kæru félagsmenn, Það er okkur sönn ánægja aö geta boðið fimmtu bókina úr bókaflokknum Undraheimur dýr- anna og það bók sem fjallar um hin fallegu spendýr, hvalina. Fé- lagsmenn hafa beðið með óþreyju eftir nýrri bók og getum við glatt þá með því, aö tvær aðr- ar nýjar bækur verða í boði á þessu ári, ein í september og önnur í nóvember. Bókapakkarnir hjá okkur eru allt- af jafn vinsælir og því bjóðum við nú tvo bókapakka á einstaklega góðum kjörum. Má þar fyrst nefna unglingabókapakkann, en þar eru í boði 7 úrvals bækurfyrir aðeins 1.745 kr. Einnig bjóðum við ástarsögupakka sem á alveg örugglega eftir að gleöja marga í sumarfríinu, en í honum eru 7 spennandi ástarsögur eftir ís- lenska höfunda fyrir andvirði einnar nýrrar. Og þeim sem taka bók mánaðarins gefst kostur á að fá ástarsögupakkann með 300 kr. afslætti. Af öðrum tilboðum má nefna kassetturnar með upplestri Þor- steins Thorarensen á hinni sí- gildu og skemmtilegu sögu um spýtukarlinn Gosa. Bókin Við feður, eftir Bill Cosby, er að von- um einstaklega skemmtileg bók, enda hefur hún verið efst á met- sölulistum erlendis í næstum heilt ár. Það er því vonandi nóg af góðum og hagstæðum tilboðum sem henta vel í sumarfríið. Með bestu kveðju, jóydo Kristín Björnsdóttir framkvæmdastjóri OKKAR Á MILLI — Fréttablað Veraldar. Útgefandi: Bókaklúbb- urinn Veröld. Ábm.: Kristín Björnsdóttir. Ritstjóri: Gylfi Grön- dal. Ljósmyndari: Magnús Hjör- leifsson. Prentverk: Steinmarksf. Metsölubók um allan heim Fyrirmyndar- faðirinn Bill Cosby Nr.: 2230 Verð: 425 kr. Allir þekkja Bill Cosby af sjónvarpsþáttun- um um Huxtable-fjölskylduna, en þeir eru hér á landi sem annars staðar í heiminum í efsta sæti á flestum vinsældalistum. En Cosby skrifar líka bækur, sem njóta ekki síður vinsælda en sjónvarpsþættirnir. Bráöskemmtileg Fyrir síðustu jól kom ein þeirra út á íslensku hjá Vasaútgáfunni í þýðingu Guðna Kol- beinssonar og Þorsteins Thorarensen. Við feður nefnist hún og fjallar um nútímahlut- verk heimilisföðurins. Hún er bráðskemmti- leg aflestrar, eins og við er að búast, en leiðir okkur einnig fyrir sjónir, hvert raun- verulegt hlutverk föðurins er í breyttu þjóð- félagi nútímans. Rúmteppi frá versluninni Stíll Hverfisgötu 39 Þetta glæsilega hjónarúmsteppi frá ítalska fyrirtækinu Missoni, sem verslunin Stíll flyt- ur inn, er í verðlaun nú í júlí-getrauninni. Rúmteppinu er hægt að snúa við þannig að í raun má segja að tvö rúmteppi séu í verð- laun. Sá heppni þarf aðeins að uppfylla tvö skil- yrði: að vera skuldlaus og geta svarað spurningunni rétt, en hún hljóðar svona: Hver las inn á kassetturnar um spýtukarlinn Gosa? Skrifaðu rétta lausn á svarseðilinn á bls. 7 og sendu okkur eða hringdu inn rétta lausn. Grillið fór vestur Birgir Bjarnason, frá Miðdal við Bolungar- vík, var sá heppni í apríl-getrauninni hjá okkur og er eflaust byrjaður að grilla með nýja Grossag-grillinu sínu. Veröld óskar honum til hamingju og vonar, að grillið komi að góðum notum. 4

x

Okkar á milli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.