Okkar á milli - 01.10.1988, Side 9

Okkar á milli - 01.10.1988, Side 9
Kassettur og bók um Gosa Kassettur Bók Nr.: 2232 2231 Fullt verð: 2.380 kr. 1.480 kr. Okkar verð: 1.995 kr. 1.245 kr. Sagan um spýtustrákinn Gosa er fyrir löngu oröin sígild og einn af hátindum barnabókmennta heims. Gosi er eftir ftalann Carlo Lorenzini, sem notaði dulnefnið Collodi. Saga hans birtist fyrst sem framhaldssaga í barnablaði, en kom síðan út í bókarformi 1883, og hóf þegar í stað sigurför sína um víða ver- öld. Aftur í tísku íslendingar kynntust Gosa árið 1921, en nú hefur þessi stór- skemmtilega saga komist í tísku aftur fyrir tilverknað Þor- steins Thorarensens. Hann þýddi Gosa á nýjan leik úrfrum- málinu, ítölsku, og er það fyrsta heildarþýðingin á verkinu sem til er á íslensku. Bókin kom út með nýjum teikningum eftir ítalskan myndlistarmann síð- astliðið haust, og um áramótin voru Þorsteini veitt barnabóka- verðlaun Reykjavíkurborgar fyrir þýðingu sína. Fjórar kassettur En Þorsteinn gerði meira. Hann las söguna í útvarp við ótrúlega góðar undirtektir, og vegna fjölda áskorana var upplestur hans gefinn út á fjórum kassett- um. Veröld býður nú félags- mönnum sínum á tilboðsverði bæði bókina og kassetturnar um hinn óviðjafnanlega Gosa og furðuleg ævintýri hans. Leikir, þrautir og föndur fyrir börn Nr.: 2269 Okkar verð: 388 kr. í Tómstundabókinni er flest það að finna, sem krökkum þykir skemmtilegt að gera í tóm- stundum sínum. í henni eru leikir, þrautir og völundarhús, og lausnirnar eru á öftustu síð- unni; lýsingar á leikföngum og gjöfum, sem börnin geta sjálf búið til; punktateikningar og myndir sem á að lita, og myndir sem á að Ijúka við að teikna. Síðast en ekki síst eru þarna sígild ævintýri eins og Rauð- hetta og Hans og Gréta, sem krakkarnir lita um leið og þau lesa sjálf eða láta lesa fyrir sig. Þetta er nýleg bók; kom út hjá Setbergi fyrir jólin í fyrra. Hún er prentuð í Frakklandi, en Hörður Haraldsson þýddi textann. í fá- um orðum sagt: Stór og skemmtileg barnabók, sem endist lengi. OKKAR Á MILLI 9

x

Okkar á milli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.