Okkar á milli - 01.10.1988, Síða 10

Okkar á milli - 01.10.1988, Síða 10
Eitt meginverk enskra bókmennta Alís í Undralandi lesin í útvarpið Þorsteinn Thorarensen Um þessar mundir er Þorsteinn Thorarensen aö lesa í útvarpið söguna um Alísu i Undralandi, sem er eitt meginverk enskra bókmennta. í tilefni af því býöur Veröld bókina í vandaðri við- hafnarútgáfu með glæsilegum litmyndum. Þetta er bók í flokki með Gosa; sígilt snilldarverk, sem hafið er yfir alla aldurs- greiningu. Bátsferðin fræga Það var 4. júlí árið 1862, sem Charles Lutvidge Dodgson fór í bátsferð með þremur litlum stelþum um ána Temsu. Hann var menntaður maður og stundakennari í stærðfræði við háskólann í Oxford, en var lík- amlega bæklaður, heyrnar- skertur og þjáðist auk þess af stami. Hann var alla ævi pipar- sveinn, en afar bacngóður og hugmyndaríkur. I umræddri róðrarferð tók hann að segja stelpunum ævintýri eins og hann var vanur - og allt í einu varð sagan um Alísu í Undra- landitil. Snjöll þýðing Lengi vel var sagan aðeins til í munnlegri geymd höfundar og telpnanna. En ein þeirra og að- al söguhetjan, Alice Liddell, nauðaði í Charles að skrifa hana niður, þar til hann gaf henni handrit að þessu óborg- anlega ævintýri í jólagjöf. Þetta handrit var síðar gefið út undir dulnefninu Lewis Carroll og er nú varðveitt í British Museum sem þjóðardýrgripur. íslenska þýðingin er eftir Ingunni E. Thorarensen, móður Þorsteins, og hún gaf syni sínum hana að gjöf endur fyrir löngu. Þetta er óstytt og snjöll þýðing -og nú er hún loksins komin fyrir almenn- ingssjónir í fallegri bók. Nr.: 2270 Fulltverð: 1.480 kr. Okkarverð: 1.245kr. Vaxtarrækt fyrir konur og karla Fjör og frískir vöðvar er bók um vaxtarrækt eftir Andreas Cahl- ing, en Gísli Rafnsson og Sig- urður Gestsson hafaséð um is- lensku útgáfuna. Um 120 Ijós- myndir fylgja æfingunum og eru til mikils hagræðis fyrir þá sem nota bókina. Hentar vel Þessi bók er alhliða fræðslurit og hentar því vel öllum þeim mörgu sem vilja styrkja líkama sinn nú á dögum og halda hreysti sinni eins vel og mögu- legt er - og skiptir þá ekki máli hvort æft er heima eða í æfing- arstöð. Einnig birtast í bókinni upplýsingar um mataræði, hita- einingaþörf og brennslu við hin ýmsu störf og íþróttir. Atvinnumaður Andreas Cahling, höfundur bókarinnar, er sænskur að ætt en búsettur í Bandaríkjunum og er þar atvinnumaður í vaxtar- rækt. Hann hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum og haldið hér námskeið, fyrirlestra og sýningar. Margir telja, að hann hafi átt stóran þátt I að gera vaxtarrækt eins vinsæla og hún er nú orðin hér á landi. Nr.: 2271 Fullt verð: 663 kr. Okkarverð: 299 kr. 10 OKKAR Á MILLI

x

Okkar á milli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.