Leo - 01.12.1986, Side 6

Leo - 01.12.1986, Side 6
6 — LEO Þó að fingur sé höggvinn af nirfli, blæðir ekki Jólin hennar Kötu Einu sinni endur fyrir löngu átti lítil stúlka, sem hét Kata, heima í borg einni í Kanada. Uppáhaldstími ársins hjá Kötu voru jólin. En í ár hlakkaði hún óvenjuléga mikið til þeirra. Þessi jól yrðu alveg sérstök, því að nú var hún í fyrsta skipti nógu gömul til þess að taka þátt í helgileiknum í kirkjunni. Á hverju ári komi allir nánustu ætt- ingjar hennar í heimsókn, til að vera um jólin.-Hver hafði sitt hlutverk á heimilinu. Amma átti annríkt við baksturinn og eins við að undirbúa steikina. Afi myndi ná í kalkúninn, sem hann hafði verið að fita allt áriö. Pabbi hennar og bræður hans færu út í skóg, til þess að höggva stærsta tréð sem þeir gætu fundið. Það yrði sko ekki amalegt jóla- tré. En Kata, ásamt frændum og frænkum, myndi búa til poppkorn og svo myndu þau gera skreytingar til þess að hengja á jólatréð. Mamma hennar og móðursystur myndu skreyta allt húsið með Kristsþyrni og mistil- teinsgreinunum. Allir kæmist í reglulegt jólaskap. Og svona varð þetta. Kata var svo himinlif- andi glöð. Hún fór að hugsa um Santi Kláus. Santi Kláus var jólasveinn allra barnanna í Kanada. Hann flaug um stjörnubjartan himininn á jólanótt og lét gjafir handa börnunum í sokka, sem þau höfðu hengt upp við arininn. En einmitt nú í ár kom dálítið hræði- legt fyrir. Á aðfangadag bilaði kirkjuklukkan. Hún gat ekki hringt. En kirkjuklukkan gegndi miklu hlutverki á jólanótt. Það var siðvenja í borginni hennar Kötu að hringja kirkjuklukkunni um miðnætti á jólanóttina, til þess að segja Santi Kláusi, að öll börn borgarinnar væru háttuö og sofnuð, og einnig, að þau hefðu verið þæg og góð. En ef klukkan hringdi nú ekki, myndi Santi Kláus halda, að börnin væru óþæg og væru ekki sofnuð enn. Kata hafði mjög mikl- ar áhyggjur af þessu með kirkju- klukkuna, en enginn í borginni virtist vita hvað að væri. Kata sagði viö pabba sinn og mömmu: - Ef Sankti Kláus heyrir ekki í kirkjuklukkunni, kemur hann ekki og það er ranglátt, því að öll börnin hafa verið svo dæmalaust þæg og góð, allt árið. Mamma Kötu sagði: - Elsku Kata mín hafðu ekki svona miklar áhyggjur, þetta hlýtur að lagast. Farðu nú bara að hátta og sofa eins og öll hin börnin. Kata gekk upp stigann. Hún var að hugsa um, hvað hún gæti gert. Og þegar hún hengdi upp sokkinn sinn við arininn, svo að Sankti Kláus gæti sett í hann gjafirnar, fór hún með dálitla bæn, til viðbótar við þær venjulegu. - Góði Guð, ég veit að þú heyrir til mín. Þú veist, að allir krakkarnir hafa verið þægir og góðir í ár. Viltu nú ekki láta kirkjuklukkuna hringja, svo að Santi Kláus heyri, þá fer hann ekki framhjá borginni okkar, og börnin verða ekki fyrir vonbrigðum á sjálfan jóladaginn. Kata sat viö gluggann og horfði út. Nóttin var mjög fögur. Stjörnurnar glitruðu hátt uþþi á himninum, og yfir jörðinni lá nýfallin mjöllin eins og skínandi ábreiða. Landið leit þt eins og mynd á jólakorti. Kötu fannst tíminn standa I stað. Það var komið miðnætti. En rétt í sama bili og Kata fór upp i rúmið sitt, heyrði hún hlukknahljóm. Þetta var kirkjuklukkan, sem hringdi. Og eins og í fjarlægð heyrðist í sleöabjöllum, og hljómfagra röddin hans Santi Kláusar óskaði öll- um börnum gleðilegra jóla. Litla stúlk- an sofnaði með sælubros á vörum. Nú vissi hún að allt yrði eins og það átti að vera á jóladagsmorgni. En hvað það var, sem kom klukkunni til að hringja, yrði víst alltaf leyndarmál. Vinsælasti maður Islands l ' l .jl'l llji „Ég er búinn aft i]á ivo margt »ð !|j|'|j||||l| j| l!'l!|||| I'' i' Ómar getur sko bara alveg hætt að láta sog dreyma um að vera áfram eitthvað toppnúmer! Láttu ekki nokkurn mann heyra til þín strákur. Jafnvel beljurnar pá Hallested kunna að baula á skandinavisku góði! Markmið okkar er fiölbreytt oq vönduð framleiðsla IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS 602 Akureyri - Glerárgólu 28 - Póslhólf 606 - Simi 21900 Kaupið Lintiu-konfekt. Tryggið ykkur Lindu-konfekt fyrir jóiin. Gómsætt Lindu-konfekt svíkur engan. Veljum íslenskt. Akureyri Helgarferðir - Leikhús - og Operuferðir Gistiferðir í miðri viku á Hótel Loftleiðir fyrir hagstætt verð. Gerum verðtilboð fyrir hópa Ráðhustorg 3, Akureyri Tel.: 25000 FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR HF.

x

Leo

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leo
https://timarit.is/publication/847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.