Leo - 01.12.1986, Síða 17
LEO Ö-IÍL7 -
Sá sem.Meliir-geitiiaMer.ekkbSauðaþjó&trM\ tíiu'. óf, \=>
;
James Thurber:
Prinsessan og máninn
Einu sinni var lítil prinsessa, sem hét Lenóra. Hún átti
heima í konungsríki við stóra hafið og var tíu ára gömul.
Einn góðan veðurdag varð Lenóra veik. Hún hafði borðað
of mikið af plómutertu og varð að leggjast í rúmið af því að
hún hafði svo mikla kveisu.
Hinn konunglegi líflæknir var sóttur. Hann mældi hitann
og þreifaði á lífæðinni og svo lét hann hana reka tunguna
langt út úr sér. Hann varð mjög áhyggjufullur og lét sækja
konunginn, pabba hennar Lenóru. Og konungurinn kom
strax til þess að vita hvernig dóttur sinni liði.
„Ég skal gefa þér allt sem þig langar til að eiga,“ sagði
konungurinn. „Er nokkuð, sem þig langar til að eiga?"
„Já, ég vildi gjarnan eiga mánann," sagði prinsessan.
„Ef ég gæti bara fengið mánann yrði ég strax frísk aftur."
Og konungurinn fór upp í hásætissalinn og togaði fjór-
um sinnum í klukkustrenginn. Hann togaði þrisvar sinnum
lengi og einu sinni stutt, og þá kom hirðmarskálkurinn strax
inn í salinn. Það var stór og feitur maður með þykkt gler í
gleraugunum sínum svo að augun í honum sýndust
helmingi stærri en þau voru í raun og veru. Og af þeirri
ástæðu sýndist hirðmarskálkurinn líka helmingi vitrari en
hann var.
„Ég óska að þú útvegir Lenóru prinsessu mánann,"
sagði konungurinn. „Ef hún fær mánann verður hún frísk
aftur. Útvegaðu mér hann í kvöld eða í allra síðasta lagi
snemma í fyrramálið."
Hirðmarskálkurinn þurrkaði sér um ennið með vasaklútn-
um og snýtti sér síðan með braki og brestum. „Ég hef
útvegað yðar hátign marga hluti," sagði hann. „Og það vill
svo til að ég hef hér skrá yfir þá.“ Hann dró langa þókfells-
rullu upp úr vasanum. „Látum okkur nú sjá." Með hrukkur á
enni las hann listann. „Ég hef útvegað fílabein, apaketti,
rúbína, ópala og smaragða, svört brönugrös, Ijósrauða
fíla, kolibrítungur, englafjaðrir, einhyrningshorn, risa,
dverga og hafmeyjar, reykelsi og myrru og ambra, eitt
pund af smjöri, tuttugu egg og fullan poka af sykri. . . Ó,
afsakið, þetta er eitthvað sem konan mín hefur skrifað."
„Já, þetta er allt saman gott," sagði konungurinn. „En nú
er það máninn, sem ég þarf á að halda."
„Það getur hreint ekki komið til mála að ná í mánann,"
sagði hirðmarskálkurinn. „Hann er 50.000 kílómetra í
burtu og stærri en herbergið, sem prinsessan sefur í. Auk
þess er hann úr bráðnum kopar. Ég get ekki útvegað yðar
hátign mánann. Látum vera með bláan loðhund - en ekki
mánann."
Konungurinn varð fokvondur og sagði hirðmarskálknum
að hafa sig í burtu en senda hirðtöframanninn til sín í
staðinn. Hirðtöframaðurinn var lítill maður og magur og
ákaflega langleitur. Hann hafði háan uppmjóan hatt á
höfðinu skreyttan silfurstjörnum og gekk í bláum kyrtli,
sem á voru saumaðar uglur úr gulli. Hann tölnaði upp
þegar konungurinn sagði honum að hann vildi fá mánann
handa dóttur sinni, og að hann byggist við að hirðtöfra-
maðurinn gæti náð í hann.
„Ég hef framið mörg töfrabrögð fyrir yðar hátign um
mína daga," sagði hann. „Og það vill svo til að hérna í
vasanum hef ég lista yfir þau öll. Látum okkur nú sjá. Ég
hef dregið kanínur út úr hörðum höttum, og harða hatta út
úr kanínum. Ég hef töfrað blóm, bjöllubumbur og dúfur út
úr engu og ekkert út úr blómum, bjöllubumbum og dúfum. Ég
hef útvegað yður töfrastafi, óskakvisti og kristallskúlur
sem hægt er að sjá framtíðina í. Ég hef bruggað handa
yður töfradrykkinn minn, sem gerður er af úlfafótum,
náttskugga og uglutám, og verndar gegn seiðskröttum,
djöflum og hlutum sem menn rekast á í myrkri. Ég hef
gefið yður sjö skó, viskusteininn og ósýniskuflinn.
„Ósýniskuflinn dugði illa," sagði konungurinn. „Ég rakst
jafn illa á húsgögnin eftir sem áður.“
„Kostir kuflsins eru þeir að gera yður ósýnilegan, en
hann getur ekki varnað því að þér rekið yður á,“ sagði
hirðtöframaðurinn. „Ég hef útvegað yður bláma úr norður-
Ijósunum og slæðu úr álfheimum, regnhlíf frá Óla lokbrá
og gull úr regnboganum. Auk þess eina rúllu af tvinna, og
bita af býflugnavaxi og eitt bréf af saumnálum . .. Afsakið.
Þetta er eitthvað, sem konan mín hefur skrifað, til þess að
ég keypti handa henni."
„Þetta er allt saman mikið gott," sagði konungurinn. „En
nú er það máninn, sem ég þarf að fá. Lenóra prinsessa vill
fá hann, og þegar hún fær hann verður hún frísk."
„Enginn getur náð í mánann," sagði hirðtöframaðurinn.
„Hann er 200.000 kílómetra í burtu og búinn til úr grænum
osti, og svo er hann helmingi stærri en höllin hérna."
Konungurinn varð aftur fokvöndur og sendi hirðtöfra-
manninn heim í hreysi sitt. Síðan lét hann kalla á hirð-
reiknimeistarann, sköllóttan, nærsýnan mann með
kollhúfu á höfðinu og blýant á bak við eyrað.
„Ég kæri mig ekkert um að heyra þig þylja upp alla þá
hluti, sem þú hefur reiknað fyrir mig síðan 1907," sagði
konungurinn. „Aftur á móti óska ég þess að þú reiknir
samstundis fyrir mig hvernig hægt er að ná í mánann
handa Lenóru prinsessu."
„Það gleður mig að heyra yðar hátign minnast á alla þá
hluti, sem ég hef reiknað fyrir yður síðan 1907," sagði
hirðreiknimeistarinn. „Af tilviljun hef ég hérna skrá yfir þá
hluti. Ég hef reiknað út fjarlægðina á milli A og Ö. Ég hef
einnig mælt hvað langt er upp og hvað mikinn tíma þarf til
þess að komast burt og hvað hefur orðið af því sem er
horfið. Ég hef reiknað nákvæmlega út lengd sæslöngunn-
ar og verðmæti þess ómetanlega. Ég veit hvar yðar hátign
eruð stödd þegar þér eruð ruglaðir, og ég veit hve margar
eintölur, hvað marga fugla hægt er að veiða með öllu því
salti, sem til er í hafinu - það eru eitthundrað áttatíu og sjö
milljónir sjö hundruð níutíu og sex þúsundir eitt hundrað og
þrjátíu og tveir, ef þér hafið gaman af því að vita það."
„Svo margir fuglar eru bara alls ekki til," sagði konungur-
inn. „Og hvað sem því líka líður þá er það nú máninn, sem
ég þarf á að halda í þetta skipti."
„Máninn er 500,000 kílómetra f burtu," sagði hirðreikni-
meistarinn. „Hann er flatur og kringlóttur eins og peningur,
en er annars búinn til úr asbesti, og hann er jafn stór og
hálft konungsríkið. Enginn getur náð í mánann."
í þriðja skipti var konungurinn bálvondur og sagði hirð-
reiknimeistaranum að snáfa í burtu. Síðan hringdi hann á
hirðfíflið, sem kom hoppandi inn í stofuna með fíflshúfu sína
og bjöllur og settist við fótskör hásætisins.
„Með hverju get ég þjónað yðar hátign?" spurði
fíflið.
Lenóra prinsessa vill fá mánann," sagði konungurinn
angurvær. „Og hún getur ekki orðið frísk fyrr en hún fær
hann. I hvert skipti sem ég bið einhvern um mánann færist
hann lengra í burtu og stækkar. Þú getur ekki annað fyrir
mig gert en að leika eitthvert sorgarlag á lútuna þína."
„Hvað stór segja þeir að máninn sé?“ spurði hirðfíflið.
„Og hve langt er hann í burtu?"
„Hirðmarskálkurinn segir að hann sé 50.000 kílómetra í
burtu og stærri en herbergið hennar Lenóru Hirðtöfra-
maðurinn segir að hann sé 500,000 kílómetra í burtu og
jafn stór og hálft konungsríkið mitt."
Hirðfíflið glamraði ofurlítið á hljóðfærið sitt. „Þeir eru
vitrir menn allir þrír," sagði hann, svo þeir hafa vafalaust
allir rétt að mæla. Og ef þeir segja allir satt þá hlýtur
máninn að vera alveg nákvæmlega jafn stór og jafn langt í
burtu og hver maður trúir að hann sé. Þess vegna ríður á
því að fá að vita hvað stór Lenóra prinsessa heldur að
hann sé og hvað langt í burtu hún heldur að hann sé."
„Þetta hefur mér aldrei dottið í hug," sagði konungurinn.
„Ég ætla að fara inn til hennar og spyrja hana að þessu
yðar hátign."
Lenóra prinsessa varð glöð yfir því að sjá hirðfíflið, en
hún var ákaflega föl og rödd henna var óstyrk.
„Færir þú mér mánann?" spurði hún.
„Ekki ennþá," sagði hirðffflið. „En ég skal sannarlega
útvega þér hann. Hve stór heldur þú að hann sé?"
„Hann er ofurlítið minni en nöglin á þumalfingrinum á
mér, því að þegar ég ber þumalfingursnöglina fyrir mánann
get ég rétt falið hann."
„Og hvað langt er hann í burtu?" spurði hirðfíflið.
„Hann er tæplega eins hátt uppi og toppurinn á stóra
trénu úti fyrir glugganum mínum, því að stundum hangir
hann fastur í efstu greinunum á því."
„i nótt, þegar máninn hangir fastur í greinum trésins,
skal ég klifra upp í það og ná í hann handa þér," sagði
hirðfíflið. Svo datt því allt í einu nokkuð annað í hug. „Úr
hverju er máninn búinn til prinsessa?" spurði hann.
„Úr gulli auðvitað! Ert þú svo heimskur að vita það ekki
einu sinni?"
Hirðfíflið fór til hirðgullsmiðsins og fékk hann til að búa til
gullmána sem var ofurlítið minni en þumalfingursnögl Lenóru
prinsessu, og hann lét setja mánann á gullkeðju svo að
prinsessan gæti borið hann um hálsinn.
„Hvað er þetta eiginlega sem ég hefi búið til?" spurði
hirðgullsmiðurinn.
„Þú hefur búið til mánann," svaraði hirðfíflið.
„Já, en . . . já, en . . .“ sagði hirðgullsmiðurinn. „Máninn
er 80.000 kílómetra í burtu og búinn til úr bronsi og auk
þess hnöttóttur eins og marmarakúla."
Já, því trúir þú,“ sagði hirðfíflið og fór með mánann.
Hirðfíflið færði prinsessunni mánann og hún varð himin-
glöð. Næsta dag var hún orðin frísk og gat farið á fætur og
leikið sér niðri í hallargarðinum.
En konungurinn vissi að máninn mundi skína á himnin-
um aftur þá um kvöldið, og ef prinsessan sæi það mundi
hún skilja það að máninn, sem hún bar um hálsinn var
ekki hinn rétti máni. Þess vegna sagði hann við hirðmar-
skálkinn: „Við verðum að sjá um það að prinsessan sjái
ekki mánann á himninum í nótt. Finnið þér eitthvert ráð."
Hirðmarskálkurinn bankaði á ennið á sér með vísifingr-
inum. „Við getum látið hana ganga með svört gleraugu."
Þá varð konungurinn mjög reiður. „Ef hún gengur með
svört gleraugu þá rekur hún sig á alla hluti og dettur um
þá, og þá verður hún veik aftur." Og svo kallaði hann á
hirðtöframanninn, sem byrjaði á því að standa á höndun-
um og síðan á höfði en að lokum á fótunum.
„Ég veit hvað við skulum gera," sagði hann. „Við strengj-
um svart flauel yfir allan hallargarðinn eins og sirkustjald."
Konungurinn varð nú svo reiður að hann veifaði hand-
leggjunum í kringum sig. „Svarta tjaldið mundi loka hreina
loftið úti og þá yrði prinsessan veik á ný.“ Og hann lét kalla
á hirðreiknimeistarann til sín.
Hirðreiknimeistarinn gekk fyrst í hring, síðan í ferhyrning
og stóð svo kyrr. „Ég hef fundið ráðið!" sagði hann. „Við
brennum flugelda á hverri einustu nóttu. Við búum til fjölda
margar sólir og gullregn og þegar það springur fyllist loftið
svo af neistum að Lenóra prinsessa getur ells ekki séð
mánann."
Konungurinn varð svo bálreiður að hann hoppaði eins
og gúmmíknöttur. „Flugeldar mundu halda vöku fyrir prins-
essunni alla nóttina og þá yrði hún veik aftur." Og svo
vísaði hann hirðreiknimeistaranum á dyr.
Þegar hann leit út um gluggann sá hann að orðið var
dimmt og að máninn var að gægjast upp fyrir sjóndeildar-
hringinn. Hann stökk á fætur óttasleginn og hringdi á
hirðfíflið. „Leiktu eitthvað sorglegt fyrir mig," sagði hann.
„Þegar prinsessan sér mánann verður hún veik aftur."
Hirðfíflið glamraði á lútuna sína. „Hvað segja hinir vitru
menn yðar?"
„Allar uppástungur þeirra hníga að því að fela mánann
og það yrði bara til þess að prinsessan yrði veik á ný,"
sagði konungurinn.
Hirðfíflið lék enn eitt lag. „Þegar spekingar yðar hátignar
geta ekki falið mánann þá verður hann ekki falinn," sagði
hirðfíflið. „En hver gat sagt okkur hvernig við ættum að
fara að því að ná í mánann? Það gat Lenóra. Þess vegna
er Lenóra miklu vitrari en allir spekingar konungsins og
veit meira um mánann en þeir. Þess vegna ætla ég að
spyrja hana." Og áður en konungurinn gat stöðvað fíflið var
það horfið hljóölaust burtu úr hásætissalnum og upp
breiðu marmaratröppurnar sem lágu upp í svefnherbergi
Lenóru.
Prinsessan lá glaðvakandi í rúminu og horfði út um
gluggann á skínandi mánasigðina sem hékk á himninum. í
hönd hennar lýsti máninn, sem hirðfíflið hafði látið búa til
handa henni. Hún var mjög sorgbitin á svipinn og tárin
stóðu í augum hennar.
„Lenóra prinsessa," sagði hirðfíflið í angurblíðum rómi.
„Segðu mér hvernig stendur á því að máninn skín á
himninum og hangir þó í gullkeðju um hálsinn á þér?"
Prinsessan leit á fíflið og hló. „Það er auðvelt að skilja
flónið þitt. Þegar ég missi tönn vex ný í staðinn. Er það
ekki rétt? Og þegar garðyrkjumaðurinn sker blóm af runn-
anum í garðinum vaxa ný í þeirra stað."
„Já, þetta hefði ég átt að geta sagt mér sjálfur," sagði
hirðfíflið, „því svona er það líka með dagsljósið."
„Já, og svona er það líka með mánann," sagði prinsess-
an. „Og svona er það víst með alla hluti í heiminum." Rödd
hennar var veik og hún dró af henni, og hirðfíflið sá að hún
var fallin í væran svefn. Með varúð og nærgætni sveipaði
hann teppinu betur utan um hana.
En áður en hann fór út úr herberginu hennar, gekk hann
út að glugganum og drap tittlinga framan í mánann, - því
að hirðfíflinu fannst að máninn hefði gert það framan í sig,
- af fyrra bragði.