Neisti


Neisti - 17.04.1936, Blaðsíða 3

Neisti - 17.04.1936, Blaðsíða 3
NEISTI 3 \ NÝJA-BÍÓ Sýnir föstudagskr. 17. apríl kl. 8i. Stolna barnið. Tal- og bljómmynd í 10 þátt- ura. Aðalhlutverkin leika : Dorothea Wieck og Baby LeRoy. Til Pórodds Guð- mundssonar. í sambandi við atkvæðagreiðslu um það, hvort bærinn ætli að leita aðrtoðar Kreppulánasjóðs til þess að ná samningum um skuldir sínar, létu kommar bóka all ósvífna árás á hina stjórnmálaflokkana. (Petta gerðist áð- ur en svarta samfylkingin var fullskip- uð). Eg leyfði mér að láta einnig bóka nokkrar setningar og benti með- al annars á það, að sumstaðar þar sem kommar væru vinnukaupendur, settu þeir það sem skilyrði fyrir vinnu að verkamennirnir lofuðu því að gefa helminginn. Út af þessu lýsti Þór- •oddur yfir því, að hann mundi stefna mér, og næstu daga á eftir var hann að segja frá því sem þýðingarmikl- um fréttum að stefnan yrði birt þenn- an eða hinn daginn. Eitt sinn spurð- ist eg fyrir um það á fjárhagsnefndar- fundi hvað stefnunni liði, og gaf Pór- oddur mér þá þær upplýsingar, að stefnan værí þegar skrifuð og mundi •send hið bráðasta. En með þvi að nú er liðið á annan mánuð síðan þetta skeði og stefnan ókomin, er íyllsta ástæða til að ætla, að eitthvað alvarlegt hafi komið fyrir, sem orsaki þennan óeðlilega drátt. Mér dettur helzt í hug, að það standi í einhverju þrefi milli stefnuvottanna og Pói odds, REYKIÐ J. G R U N O ’ S ágæta hollenzka reyktöbak, VERÐ: AROMATISCHER SHAG . . kostar kr. 1,05 i|20 kg. FEINRIECHENDER SHAG — — 1,15--- Fæst í öllum verzlunum. S k a t t a s k r á i n. Skrá yfir tekju- og eignaskatt i Siglufjarðarkaupstað '' fyrir árið 1935, liggur frammi — almenningi til sýnis — á ] skrif- stofu bæjarfógeta næstu tvær vikur. Á sama stað og tíma liggur frammi skrá yfir iðgjöld til Lífeyrissjóðs íslands, samkv. lögum nr. 26. 1. febr. 1936. Kærur yfir skattinum eða iðgjaldinu skulu vera komnar á skrifstofu bæjargjaldkera fyrir kl. 12 á hádegi laugardaginn 25. þ. m. Siglufirði, 10. apríl 1936. Skattanefndin. t. d. þannig, að slefnuvottarnir vilji hafa full laun fyrir sína vinnu, en Þóroddur, annaðhvort af vana eða af „princip“-ástæðum, vilji aðeins greiða helming. Ef þessi tilgáta mín skyldi vera rétt, læt eg Pórodd hérmeð vita, að eg er fús að greiða stefnuvoítun- um þann hluta vinnulaunanna, sem hann, af fyrgreindum ástæðum, telur sig ekki geta greitt. J. F. G. ítalir þykjast nú langt komnir að gersigra Abessiniumenn En takist þeim það hafa þeir einnig sigrað Pjóðaþandalagið. Páskaákvörðun! Á laugardagskvöld fyrir páska hélt Framsóknarfélag Siglufjarðar fund, til þess, meðal annars, að taka ákvörðun um það, hvort standa ætti við, eða rjúfa, áður gerða samninga við Alþýðu- flokkinn um Vinnumiðlunarskrifstofuna. Á þessum sama fundi var kosið 12 manna fulltrúaráð. og var þessu máli vísað þangað til fullnaðarúrslita. Full- trúaráðsfundur var svo haldinn að heimili Pormóðs Eyólfssonar síðast- liðinn þriðjudag og stóð hann yfir í 3 klukkustundir. Var þar samþykkt nieð 7 gegn 4 atkvæðum að rjúfa fyrgreinda samninga. Með samn-

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.