Neisti


Neisti - 03.06.1936, Side 1

Neisti - 03.06.1936, Side 1
Útgefandi: Jafnaðarrr.annafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, miðvikudaginn 3. júní 1936 19. tbl. Bæjarútgerð togara Fyrir bæjarstjórnarkosningarnHr í Reykjavík 1934, barðist Alþýðu- býðuflokkurinn fyrir því að bær- inn keypti og gerði út 10 nýtísku togara. Andstöðuflokkarnir allir, beittu sér gegn þessu. íhaldið komst i meirihluta og framkvæmd- ir á þessu sviði urðu engar. í vetur var af hálfu Alþýðu- flokksins borið fram á þingi frum- varp til laga um ríkis og bæjar- rekstur togara. Frumvarpið náði ekki fram að ganga á því þingi, en það mun verða haldið áfram að berjast fyrir því máli, þar til það nær fram að ganga. Pörfin á endurnýjun togaraflotans er öllum almenningi ljós, og íhaldið eða aðr- ir andstæðingar, þora ekki til lengd- ar að vera á móti. í þremur kaupstöðum, þar sem jafnaðarmenn hafa meirihlutaaðstöðu það er í Hafnarfirði, ísafirði og Neskaupstað, er nú komin bæjar- útgerð togara og verða allir þeir baeir mikið betur settir, hvað at- vinnu íbúanna snertir, heldur en hinir, *em ekki hafa ráð ásvoetór- virkum atvinnutækjum. í grein sem eg reit í Neista í Vetur um togarafrumvarpið, benti eg á það, hvo mikil nauðsyn væri fyrir Siglufjörð að eiga ítök í tog- ttrum og þá sérataklega í sambandi við karfaveiðar og vinnslu og skal það skýrt nokkuð nánar heldur en gert var í áminnstri grein. t*ó að af karfavinnslu hafi ekki °rðið hér að þessu sinni, fyrir öfl- uga mótspyrnu íhaldsútgerðarmann- anna, (Kveldúlfur lét togarana liggja beldur en að láta þá til- karfaveiða h'ngað fyrir 5,00 málið). Pá eru öll líkindi til þess að karfavinnsla geti orðið og muni verða, stórkost- legur atvinnuaukandi og arðberandi atvinnurekstur. Ef Siglufjarðarbær hefði í vor haft ráð á þremur togurum. eru ekki líkur á öðru, en að karfa- vinnsla hefði hafist, því bærinn hefði skilyrðislaust látið togarana fara á karfaveiðar til þess um leið að skapa atvinnu í bæinn. Eg hefi heyrt menn segja: Af hverju fást ekki þeir togarar sem jafnaðarmenn hafa ráð á, til þes* að veiða karfa hingað, t. d. Hafn- arfjarðartogararnir? Pví er til að svara, að jafnvel þótt meiri reikn- ingslegur ágóði hefði verið fyrir togarana sem slíka, að veiða hing- að karfa, heldur en að veiða þorsk, þá var það svo miklu meiri hagur fyrir bæjarfélagið, fyrir Hafnfirð- inga alla, að togararnir veiddu í salt, kæmu með aflann til verkun- ar og sköpuðu þar með mikla at- vinnu fyrir bæjarbúa, að það gerði mikið meira, en að vega upp reikn- ingslegan ágóðamismun. Ef Siglufjörður hefði haft togara, þá hefði það verið heimska ein, að lát'a þá veiða í salt, þar sem hér er engin saltfiskrerkun, í stað þess að láta þá til karfareiða og tryggja þar með atvinnu fyrir 2—3 hundruð manns í lengri tíma. Hver er munurinn á útgerð í höndum einstaklinga og útgerð í höndum bsejarfélags eða ríkis? Með einstaklingsrekstri á atvinnu- tækjunum er aðeins hugsað um atundarhagnað. Um atvinnuþörf verkamanna og sjómanna eða hag fjöldans er ekki hugsað. Eigendur eða umráðamenn halda atvinnu- tækjunum því aðeins gangandi að þeir hafi einhverja von um hagn- að fyrir sjálfa sig, Séu atvinnutækin rekin af bæ eða ríki, þá er fyrst og fremst hugs- að um hag fjöldans. r Utgerðinni er hagað þann- ig, að hún sé sem mest til hagsbóta fyrir verka- fólkið og þá um leið fyrir bæjarféiagið eða ríkið sem heild. Dæmi: Ef fyrirsjáanlegt 50 þús. krónu reikningslegt tap yrði á ein- um togara yfir árið með 9 mán- aða rekstri, mundi einstaklingurinn ekki gera út. Aftur á móti mundi bærinn gera út, vegna þess, að fyrir þessar 50 þús. krónur, kæmu inn í bæinn 250—300 þús. kr. í vinnulaun til verkamanna og sjómanna. Bærinn mundi gera út vegna þess, að það væri hagur fyrir heildina. Með bæjarútgerð togara er hagur verkafólks ogsjómannabetur tryggð- ur, heldur en ef togararnir eru gerðir út með fyrirkomulagi einstaklings- rekstursins. Hér á Siglufirði virðist vera að koma skriður á þessi mál. Arnþór Jóhannsson er farinn suður til Reykjavíkur til þess í og með að athuga um hvort togarar muni fá- anlegir og með hvaða kjörum. Arnþór hefir brennandi áhuga fyrir þvl, að hingað fáist togarar, til þess, að þar með verði lagður grundröllur undir aukna atvinnuog þá ura leið bætta fjárhagslega af- komu fjölda manna, og er því víst að hann mun gera það sem hægt er til þess að togarar fáist.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.