Neisti


Neisti - 09.06.1936, Blaðsíða 4

Neisti - 09.06.1936, Blaðsíða 4
6 NEISTI m NÝJA-BÍÓ BH sýnir í kvöld kl. 8^: Casanova. Stórfengleá tal og hljómmynd í 10 þáttum um æöntýri hins heimsfræga flagara. Aðalhlutverkið leikur Ivan Mosjukin. Kartöflur fáum vér með Novu þann 12. þ. m. er seldar verða á 0,30 pr. kg. Kaupfél. Siglfirðinga. Harðfiskur og Ryklingur nýkominn, Kaupfél. Siglfirðinga. AÐVÖRUN. Grjót- og malartaka í Staðar- hölslandi er stran£le£a bönnuð. Peir, sem ekki sinna banni þessu verða látnir sæta ábyrgð lögum samkvæmt. Siglufirði, 5. júní 1936. SteindórHjaltalin. H. Christiansen. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JÓN SIGURÐSSON. Kauptaxti Sjömannatélaésins „VÍKINGUR“ um lágmarkskjör háseta og matsveina á herpinóta- og rekneta- veiðum sumarið 1936. 1. gv. Á herpinótaveiðum: a) Línugufubátar yfir 100 rúmlestir, 35 prc. af veiðinni er skiftist í 18 staði, b) Línugufubátar undir 100, niður í 60 rúmlestir, 35 prc. af veið- inni er skiftist i 17 staði. c) Línugufubátar undir 60 rúmlestum og mótorskip sem taka upp báta, 35 prc. af veiðinni er skiftist í 15 staði. d) Skip, er draga báta, 37 prc. af veiðinni er skiftist i 15 staði. Hver háseti hafi einn hlut, en matsveinn hafi 1 og £ hlut og fæði sig sjálfir. Falli háseti úr á vertíð og komi ekki maður í hans stað, skiftist sá aflahlutur niður á hina hásetana. 2. gr. A reknetaveiðum: 35 prc. af veiðinni, er skiftist í jafnmarga staðí og menn eru á skipinu. Hásetar fæði sig sjálfir, en matsveinn fái kr. 50,00 á mán- uði í fæðispeninga. Aukaþóknun til skipstjóra, stýrimanns, véla- manna og matsveins greiði útgerðarmaður hvort sem skipið er á herpinot eða reknetum. 3. gr. Ný síld til söltunar greiðist sjómönnum með minnst kr. 7,50 mið- að við grófsaltaða tunnu og hlutfallslega hærra fyrir aðrar verkunarað- ferðir. Hækki síld í verði, fái þeir almennt gangverð, sem gildir á þeim stað sem síldin er- söltuð á, þó skulu skipverjar ávallt njóta þess verðs sem selt er fyrir, þó hærra sé en almennt gangverð. Ein tunna er venjuleg saltsíldartunna, er telst full með tveggja laga kúf, (innan í hring) fyrir ofan efri brún, miðað við fyrstu söltun eða samkv. reglum er Síldarútvegsnefnd kann að setja um það efni. Nú hyggst útgerðarmaður að gera samning um sölu á óveiddum afla fyrir lengri eða skemmri tíma, ber honum þá að leita samþykkis skip- verja eða trúnaðarmanns þeirra um söluna. Hið rétta söluverð aflans liggi fyrir þegar skifti fara fram. 4. gr. JSkipverjar eiga fisk þann sem þeir draga og fái þeir ókeypis gott salt í hann hjá útgerðarmanni. Einnig ókeypis mataráhöld og eldi- við til matreiðslu á skipinu. Sé síld kverkuð og söltuð um borð í skip- inu, skal útgerðarmaður greiða fyrir það sem hér segir: Fyrir kverkaða, pæklaða og grófsaltaða tn. kr. 2,50. Fyrir tilslegna „skúflaða“ tn. kr. i,00. Fyrir aðrar verkunaraðferðir hlutfallslega hærra, eftir sömu reglum og gilda um söltun síldar á Siglufirði. Söltunarlaun skiftast jafnt milli þeirra, sem að söltuninni vinna. 5. gr. Útgerðarmaður greiðir mánaðarlega upp í aflahlut hvers háseta kr. 200.00 á mánuði, til matsveins kr. 300,00. Reynist aflahlutinn að frádregnu fæði, lægri í lok ráðningartímans, en ofanskráð mánaðartrygg- ing. er hún ekki afturkræf. Skipverjar greiði ekki fæði, nema aflahlutur sé það hár, að hann jafngildi tryggingu og fæðiskostnaði. Skipverjar séu skráðir ekki skemur en til 31. ágúst, Ekki er hægt að krefjast fæðis- kostnaðar af aflahlut næsta veiðitímabils, þó maður sé áframhaldandi á sama skipi, eða hjá sama útgerðarfélagi. Víkji maður úr skiprúmi, eða *kip hættir veiðum, áður en mánuður er fullur, greiðist hlutfallslegur hluti tryggingarinnar. 6. gr. Vinna við að útbúa skip til veiða og hreinsun skips skal greidd samkvæmt gildandi kauptaxta á þeim stað sem vinnan er framkvæmd, þó aldrei lægri en á þeim stað þar sem skipið á heima. Vinni hásetar kolavinnu um borð í skipinu, greiðist fyrir hana sam- kvæmt kolavinnutaxta á Siglufirði. 7. gr. Skipverjareiga rétt á að hafa fulltrúa viðsölu á afla og viðreikningsuppgjör. Taxtinn þannig samþykktur á fundi félagsins fimmtud. 4. júní 1936. Siglufirði 5. júní 1936. Stfórn og kauþtaxtanefnd. Slflafjarðarprantimiðja 1936.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.