Neisti


Neisti - 24.06.1936, Blaðsíða 3

Neisti - 24.06.1936, Blaðsíða 3
NEISTI 3 Peir, sem á síðastliðnum vetri og vori hafa fengið að láni ýmislegt laus- legt úr m. b. Skarphéðinn, svo sem: áttavita, dínamo, rafgeymira, logg, nftursegl, gaslampa, lífbelti, hliðar- lugt o. fl., skili því tafarlaust í bát- inn aftur. ella verður Iögreglan lát- in sækja það, þar sem upplýsingsr hat'a þegar fengist um hvar þetta er niðurkomið. Vilhjálmur Hjartarson. Fréttir. Togaranefndin er nú fuilskipuð og eiga sæti í henni: Formaður kosinn af bæjar- stjórn þornióður Eyjóifsson og Jón Jóhannesson til vara. Af pólitísku félögunum var kosið sem hér segir: Frá jafnaðarmönnum Jón Sigurðsson og Erl. Porsteinsson til vara. Frá Kommúnistum S/einn Porsteinsson til vara Gunnar Jóhannsson. Frá Fram- sóknarmönnum Kristján Kjartansson og til vara Skafti Stefár.sson. Frá Sjálf- stæðismönnum Jón Pórðarson og til vara Eyþór Hallsson. Nefndin hefur haldið einn fund og var þar samþ. að leita leigu og kaup- tilboða í togara og hafa verið settar auglýsingar bæði í útvarp og bíöð. Samb. var einnig að skrifa Skipulags- nefnd atvinnumála og fleirum til þess að fá skýrslur um rekstur togara. Mörg skip eru nú koinin hingað til sildveiða og hafa nokkur þei.ra legið hér inni undanfarið vegna storms. En nú eru þau flest farinn út aftur og hafa nokkur komið með síld nú síðustu daga, Pessi skip hafa nú komið með síld, T1 ríkisverksmiðjanna (S.R.P ): Vébjörn 251 mál. Fróði 121 — Björnin 35 - Porgeir goði 40 - Frygg 21 — Ægir 30 — Alden 457 _ Hrönn 20 — Birkir 560 - Samtals 1813 — Raufarhöfn : Ágústa 490 mál. Geir goði 435 - Reynir 333 — Samtals 1258 — Til Gránuverksmiðjunnar: Gullfoss 107 mál. Bragi 89 _ Draupnir 90 — Villi 44 — Freyja 466 — Hringur 734 — Björgvin 78 — Einar Pveræingur . 37 — Samtals 1645 — Til „Rauðku“: Huginn I 425 mál. Huginn 11 36 _ Samtals 460 mál. Konungur og drotning með fylgdarliði sínu hafa verið f Reykjavfk undanfarna daga. Einnig hafa þsu farið til Geysis og á fleiri merka staði. Pau munu koma norður, en ekki er fullvíst ennþá hvoit þau koma hingað til Slglufjarðar, en cf þau kæmu, væri vel til fundið, að forráðamenn bæjarins sýndu þe.im sýnar þrifalegu óuppfylltu ióðir, þeir a&ui þær eiga. S. 1. mánudag komu hingsð þrír karfatogarar: Por- finnur með 148 tonn, Sindri 137 tonn, Hafsteinn 170 lonn. Áður höfðu þeir Porfinnur, Sindri og Hávarður ísfirð ngnr komið með ca. 375 tonn af karfa hingað. Alla mun þvf vera kominn hingað um 830 tonn af karfa og hefir það skapaó töluverða vinnuaukningu í bæinu, sem mun nema allt að 8—10 þúsund krónum. St. Framsökn nr. 187 heldur fund kl. 8-$- í kvöld í Ieikfimissal Barnaskólans (gengið inn að norðan.J Héraðsmót Svarfdæla verður n~. k. sunnudag. Karlakórinn Vísir fer inneftir og syngnr þar. Hér- aðsmót Svarfdæla er ávallt góð og fjölsótt skernmtun. 16. þ. m. hófst í Reykholti norrænt stúdenta- mót og námsskeið að tilhlutun Nor- ræna félagsins. Námsskeiðið var flutt frá Reykholti að Laugarvatni og lauk í Rvík í gær. 28 danskir, riorskirog sænskir stúderitar tóku þátt í mótinu og auk þess 8 íslenzkir. Nýjustu síldarfréttir. í dag komu til ríkisverksmiðjanna (S. R. P.) Ólafur Bjarnason með ca. 1100 mál og Skagfirðingur með ca. 700 mál, báðir austan frá I.anganesi. Sögðu skipverjar þar mjög roikla sild og mörg skip búin að fá meiri eða minni síld þar, þegar þeir fóru af stað hingað. Hermálaráðherra Breta Duff Cooper segir að heimsstyrj- öld sé óumflýjanleg og að ástandið sé miklu ískyggilegra heldur en fyrir heimsstyrjöldina 1914. Alþýðufólk! Verslið við þá sem auglýsa i Neista

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.