Neisti


Neisti - 28.07.1936, Side 2

Neisti - 28.07.1936, Side 2
2 NEISTI J* TAKIÐ EFTIR! m LJÓSM YN DA S TOFA N Aðalgötu 30, er opin da£lega frá k 1. 1Q—12 og 1—7, nema á laugardögum frá kl;. 10 —12 og 1 — 3. /v mynda.tökur framkvæmda.r auk venjulegra / “TOtO myndytaka (cabinett og . J stækkanir eftir mvndum /ísitt).— Ennfremur og filmum. Framköllun. Kopiering. Virðingarfyllst. Jón & Vigfús. innar teiur sig ekki geta farið suður fyr en um \10. ágústmán- aðar, þá legg eg til að kjörinn verði maður í hans stað til fararinnar. Par sem þeir menn, sem nefndarmenn þurfa að eiga tal við, eru nú allir heima eða verða næstu daga, þá sé Sveini Porsteinssyni og þeim manni, sem kjörinn verður, falið að fara eigi síðar en n.k. fimmtudag". Tillaga þessi vsr felld með 3 gegn 2 atkv. Pað er. auðséð á öllu starfi full- trúa íhalds og Framsóknar, að það ef meining þeirra að seigdrepa málið, láta það fá hægt andlát sem kallað er. Pað er einnig auðséð á blöðum þessara fiokka beggja að meiningin er sú. Bæði eru blöðin farin að skrifa á móti togaramálinu, þó lævíslega sé að farið. „Siglfirð- ingur“ álítur að togaraútgerð eigi enga framtíð, vegna þess að Norð- menn og fleiri vilji banna veiðar með botnvörpu, (til skýringar skal það sett, að Norðmenn eiga enga togara eða að minnsta kosti mjög fáa). Hannes Jónasson, p t. formaður Framsóknarfél. hér, álítnr í „Ein- herja“ að frekar eigí að hugsa um að byggja verksmiðjur og reka þær af bænum. heldur en að vera að fara út 'ítgerð. Áróður ti udfinn gegn togaramál- inu af þessum blöðum báðum og þeim flokkum sem að þeim standa, en ef verkafólkið og allir þeir sem áhuga hafa fyrir því, að hingað komi togarar og þar með aukin at- vinna, standa vel saman um að leiða málið farsællega til lykta, þá á að vera hægt, að fá framkvæmd málsins, með því að einangra alla steindrauga eins og Pormóð Eyj- ólfsson, og hans þægu verkfæri, sem eru bæði innan Framsóknar og í- haldsflokksins. Speglar nýkomnir. Gestur FanndaL Svarttr ullarpejrsur, útlendar nýkomnar til Sig. Fanndal. Togaramálið almennt. Menn muna það efiaust ennþá, Hvernig Framsóknar- og Sjálfstæð- isflokksþíngmennirnir tóku frum- varpi Alþýðuflokksins um togaraút- gerð ríkis og bæja, sem flutt var á síðasta alþingi. Afstaða þeirra var hin sama, þótt þeim væri með rök- um bent á það, að endurnýjun togaraflotans væri eitt af stærstu málum þjóðarinnar, og eitt af þeitn mörgu, sem einstakli'ngsframtakið væri ekki fært um að leysa. For- maður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir í þingræðu, að togararnir væru ryðkláfar og hin óæðri skip fúa- duggur, en þegar ráða á bót á þessu vandræðaástandi, hróparþessi sami maður: „Loþð okkur að vera í friði". Framsóknarmenn hafa viðurkent, svona í orði kveðnu, nauðsyn þess að togaraflotinn væri endurnýjaður, en slík endurnýjun og jafnvel aukn- ing ætti að framkvæmast með sam- vinnufélögutn. Pví miður er ekki hægt að ganga fram hjá þeirri stað- reynd að útgerðarsamvinriufélög hafa yfirleitt gefist illa, og því hæpið að ganga langt á því sviði. Skynsam- legasta lausnin á þessu máli, sem ennþá hefir fram komið er frum- varp Alþýðuflokksins um togaraút- gerð ríkis og bæja. Hér á, Siglufirði. Pegar því var hreyft hér i vor að^Siglufjarðarbær þyrfti að eignast einn eða fleiri togara, vakti það talsverða undrun, að Framsóknar- og Sjálfstæðismenn skyldu taka því vel i byrjun, en strax á fyrsta bæj- arstj.fundinum, sem máliðvar tekið til meðferðar, fór að bera á hinu rétta innræti. í hvert sinn sem þessir flokkar hafa rætt um málið síðar, hafa þeir reynt að finna upp hitt og þetta til þess að leiða hugi manna inn á aðrar brautir. Pað llggur við að það sé broslegt, ef það væri ekki á sama tíma alvar- legt, að nokkrum manni skuli geta dottið í hug að benda á skútuút- gerð og selveiðar í sambandi við hið mikla atvinnuleysi sem hér ríkir meiri hluta ársins. En þetta hafu Sjálfstæðisrnenn á Siglufirði gert. Og þeir hafa meira að segja talið nægilegt, til að byrja með, að leigja eitt selveiðaskip frá Noregi með helming skipshafnar í þessu skyni. Petta sýnir greinilega hve langt er seilst þegar verið er að spilla fyrir því að bærinn eignist togara. Framsóknarmennirnir eru engir eftirbátar hinna í togsraandstæð- unni. En þeim er það fyllilega Ijóst, að málið verður aldrei dregið með fjarstæðum eins og þeim, að stofna til skútuútgerðar. Pað er hvorki meira né minna en síldar- verksmiðja eða verksmiðjur serri þeir vitja að bærinn reisi, Pað er ekk- ert nema gott um þetta að segja, ef hugur fylgdi máli. En það er nú svo að bærinn á nú þegartvær síldarverksm. Gránu og Rauðku, og leigja báðar. En hvers vegna eru þær leigðar. Fyrst og fremst vegna þess, að FVamsóknarmenn- irnir í bæjarstj., að minnsta kosti annar þeirra, hafa ekki viljað láta bæinn koma nálægt rekstrinum. Leigutími Rauðku er útrunninn Framh. á 4. síðu.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.