Neisti


Neisti - 22.12.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 22.12.1936, Blaðsíða 1
„ Mffft .. rsaræstiss-i-aES9i*' ^esa . »r. cm Útgefandi: Jafnaðarrnánnafélal Siglufjarðar IV. árg. Siglufirði, þriðjudaginn 22. de«. 1936 43. tbl. JOLIN KOMA. JÓL, JÓL, JOL! Hið stóra tímans hjól, sem tengt hefir mannkynið öld eftir öld við hin æðri máttarvöld. Lát gleðinnar geisla yfir sál okkar falla, aílt frá kotungans hreysi til konunga halla. Engin barnsfaeðing hefir haft jafn djúp áhrif á hugi mannanna eins og fæðing mannkynsfrelsai- ans Jesu Krists, því að hann var gæddur svo miklum kaerleikd og guðdómskrafti, að hann er sá e i n i, sem fæðst hefir í þennan heim, sem hægt er að segja um með sanni að sé SONUR GUÐS. Pað er ekki aðeins trú okkar kristinna manna, heldur fullvissa, að Kristur sé guðs sonur. Kcnn- ingar hans hafa talað gegnum aldaraðir og hugg- að líðandi sálir og gefið þeim frið. Krisíur er sá eini af þeim miljónum miljóna er fæðst hafa i heiminn, sem hægt hefir verið að segja um með sanni: Hann drýgði ekki synd og svik voru ekki fundin í hans munni. Með fæðingu hans breiðum við út þann boð- skap: Að svo elskaði guð heiminn, að hann gafsinn elskulega son, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi hið eilífa lífið. Og nú, þegar ómarnir berast frá musteri guðs- sonur, þá tökum rið uridir með fullvissu um, að friður guðs breiðist yfir gjörvalla jörðina ogsyngj- um með öllum styrkleika kærleika vors til h a n s: „í Betlehem er barn oss fætt ..." og við bætum við „Heims um ból, helg eru jól! . . ." og árnum svo öllum með bræðrum okkar og systrum: GLEÐILEGRA JÓLA! Biðjandi þess, að barnið frá Betlehem, sem andaðist á Golgatha, megi verða leiðarstjarna okkar allra, því að þá verður Friður! friður! friður! friður guðs með yður. Og þá tengist mannkynið öld eftir öld við hin æðri máttarvöld, og gleðinnar sól skín um heima alla, allt frá kotungans hreysi til konunga halla; D. Messur um hátibarnar: Aðfangadagskvöld, aftansönjfur kl. 6. Jóladagur, hátíðaguðsþjónusta kl. 2. II. jóladagur. hátíðaguðsþj. kl, 5. Sunnud. 27. des„ barnaguðsþj. kl. 2. Gamlaárskvöld, aftansöngur kl. 6. Nýársdagur, hátíðaguðsþj. kl. 2.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.