Bílddælingur - 02.02.1952, Blaðsíða 9

Bílddælingur - 02.02.1952, Blaðsíða 9
Jónsson um nokkurt skeið, ]þótt ljómi hans sé nú mjög tekinn að dvína. Nú e,r enn ný stjarna á loft komin, stjarna Esphdlíns, Jjótt.hér um slóðir seu aðeins fylgitungl hennar sýnileg, sem hafa þann kost fram yfir önnur tungl, að þau lysa á daginn, og eru auk þess aldrei ný eða hálf, heldur skarta stöðugt í fullum ljóma.^ Pyrir þá sem trúa jþví, að örlög þeirra seu skráð í stjörnunum, hlýtur það að verða mik- il opinberun er Esphólín birtist hér sjálfur, hvenær sem það kann að verða, en þangað til verða menn að reyna að ráða það af ljóma fylgi- hnattanna, hvað fram undan sé. Ekki er það ótítt að stjörnur "ein- staklingsframtaksins" skíni allskært um stundarsakir, og kann það að vera einhverjum huggun í atvinnuleysinu, að gera sér í hugarlund þá geisladýrð,er hér um Bíldudal muni leika fyrr en varir, en til þessa hefur sú dýrð jafnan tekið enda og oftast skilið mannfolkið eftir í skammdegismyrkrinu, starandi eftir halastjörnu eða urðarmána, sem óð- um fjarlægist og hverfur í sortann. hEGAE GRÖÐASJÓNARMIÐIÐ RÆÐUR svo sem jafnan er í einstaklingsrekstri, •---------—------------------kemur það oftast allgreinilega í ljós, að hagsmunir verkafólksins, hinna raunverulegu skapenda gróð- ans, eru harla lítils metnir. Hvað sem segja má opinberum rekstri til foráttu eins og honum er stjórnað. af andstæðingum þess fyrirkomu- lags, eins og t.d. Frystihúsinu hér á Bíldudal undanfarinn áratug, verður það ekki af skafið, að stundum hefur tillit verið tekið til atvinnunauðsynjar verkafólks. hví mun sumum hafa þótt einkennilega við bregða í vetur, skömmu eftir að Esphólín hafði tekið við rekstri hússins, er verkstjóri þess og skrifstofumaður voru settir til vinnu við störf, er verkafólkið hafði jafnan áður unnið,, einnig undir um- sjá sama forstjóra s.l. sumar. Mörgum mun hafa þótt það býsna hart, er atvinnuleysið svarf fastast að í desember og janúar, að þossir menn væru dögum saman við vinnu er verkafóLkdjm. tilheyrði samkvæmt forgangsréttarákvæðum gildandi kaupgjalds- og kjarasamnings, enda var mál þetta tekið fyrir af stjórn V.l.f. "ViLRNAR", eftir að formaður félagsins hafði án árangurs mótmælt þessu framferði við forstjórann. Eftir að félagsstjórnin hafði ítrekað mótmælin bréflega barst henni svar forstjórane, þar sem hann telur það "að sjálf3ögðu, að fast- ráðnir menn fyrirtækjisins, hvort sem er verksmiðjustjóri, framkvæmda- stjóri eða hvaða nafni sem staða hans kann að nefnast, vJLxmi fyrir- tækjinu hvað því er fyrir beztu," og tilkynnir, að þeim hætti verði haldið "í Hraðfrystihúsinu hér undir stjórn núverandi forstjóra, nema að hreinn úrskurður frá Félagsdómi liggi fyrir um, að hér sé um samn- ingsbrot að ræða." - Að svari þessu fengnu fól^stjórn félagsins Al- þýðusambandi Islands að leggja mál þetta undir úrslcurð Félagsdóms. Af þessu er augljóst,-hvað sen um hagsýni og samvizkusemi sama forstjóra má segja er hann stjórnaðisama fyrirtæki fyrir Suðurfjarða- fjarðahrepp -, að hér eru hagsmunir atvinnurekandans settir öllu of- ar, jafnvel svo að samningsbundin atriði er tryggja eiga verkafólkinu sinn hlut, eru sniðgengin og brotin. Hér verða ekki dregnar frekari ályktanir af atriði þessu, hvað sem síðar kann að verða gert, en vert að benda á,að í atviki þessu kemur fram sjónarmið "einstaklingsfram- taksins" og stefna, sem mörkuð er af hagsmunum ]dqss, en samlcvsemt því er og verður framkoman gagnvart verkafólkinu, rétti^þess og hagsmun- um. Og út frá reynslu næstliðinna og næstkomandi mánuða verða menn að gera upp við sig,hvort æskilegt geti talizt,að fela "einstaklings- framtakinu" áframhaldandi yfirráð yfir lífsafkomu Bílddælinga. - Framhald á næstu síðu. - 1952 - - BÍLDDÆLINGUR - - 9. síða.

x

Bílddælingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bílddælingur
https://timarit.is/publication/850

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.