Bílddælingur - 02.02.1952, Blaðsíða 11

Bílddælingur - 02.02.1952, Blaðsíða 11
I tilefni af 100 ára afmæli Þjdðfundarins 1851 gaf MÍL 0G MENNING s.l. ár át tírval úr ræðum og ritgerðum Jóns Sigurðssonar fram til Þjóðfundarins, og nefnist bókin "Hugvekja til íslendinga". Sverrir Krist- , jánseon Sögnfræðingur ritar mjög ítarleg- ann inngang að bdkinni, og nefnir hann "íslenzk stjórnmálahugsun og J(5n Sigurðsson"* Rekur hann þar aðdraganda Þjóðfundarins og þeirrar afstöðu Islendinga er þar kom fram. Segir hann ]?ar m.a. 3vo, um Jón Sigurðsson: "Þegar Jón Sigurðsson hóf þj'óðmálastarfsemi sína var hann þrí- tuguy að .Undanfarirn sjö ár^hafði hann unnið hljóðlát fræði- mannsstörf við handritaraníiSóknir í skjalasöfnum Kaupmannahafnar og aflað ser dæmafárrar þekkingar á sögu landsins, hö/?um þess og at- vinnuvegum* Hann er án efa lærðasti sjórnmálamaður Islands, og alla daga var fræðimannsgleðin einn sterkasti þátturinn í lundarfari hans, En þekking hans á sögu þ^óðarinnar fOg landshögum var undarlega fast ofinn við stjórnmálabaráttu hins rumhelga dags á ævi hans. Fortíð þjóðarinnar var ekki aðeins baksvið þeirrar glímu, er hann þreytti. Hin horfna saga íslands gekk kvik fram á sviðið^og tók þátt í leik líðandi stundar, lagði fram skjalfestan rótt þjóðarinnar, las upp ákæruskjöl, bar vitni, Sennilega mun vera leitun á stjórnmálamajini hjá nokkurri þjóð er hafi látið sögu lands síns þjóna málstað nútíð- arinnar með slíkri kostgæfni og jafn ríkum árangri og Jón Sigurðsson" árla dags mánudaginn 15. des. 1941, var i_7_á.— .—.— ' franákur maður fluttur úr fangaklefa einum í Mont Valerian-kastalanum og skotinn. Böðlar hans voru þýskir naz- istar. Þessi franski maðirc var^Gabriel Peri, þingmaður franska kommúnistaflokksins og heimsstjórnmálaritstjóri við "1 'Humanitó"• Nokkrum klukkustundum áður ritaði hann bróf til vina sinna þar sem hann segir svo: "Fengelsispresturinn var að tilkynna mór, að eftir nokkur fivugha- blik verði óg skotinn sem gisl. fig bið ykkur að vitja þeirra muna, sem ég læt eftir mig, til Cherche-Midi-yfirvaldanna. Vrra má að « eitthvað af skilríkjum mínum sé þess virði, að geymast til minningar um mig, Segið vinum mínum, að óg hafi eklci brugðizt þeirri hugsjón, sem óg hef lifað fyrir. Látið landa mína vita, að eg dey til þess að Frakkland lifi, Eg hef skoðað huga minn í síðasta sinn. Eg hef einskis að iðr-< ast. Eg bið ykkur fyrir eftirfarandi skilaboð til^allra: Ef óg ætti að byrja lífið að nýju, myndi óg lifa þvi á nákvæmlega sama hátt og óg hef gert. Eg er nú fullviss um það, að Valliant-Couturier, hinn dýrmæti vinur minn, hafði á rettu að standa, þegar hann sagði, að kommún- isminn myndi endurskapa heiminn og búa hann undir skínandi dögun framtfðerinnar, tíg mun nú brátt greiða minn skerf til þeirrar kom- andi dögunar. Eg get þakkað það leiðsögn og^fordæmi hins ágæta Marcels Cachins, að eg horfist nú óskelfdur í augu við dauðann. Adieu! Frakkland lengi lifi!" +++++-(--}•++++++J-+++•*■ -L+++++++++t-t--f-++++++++++++++++++++++++++++++-»-+++'f "FEITUR þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mik- ill maður, því í hans brjósti á frelsið heima." H.K.Laxness í "Eldur í Kaupinhafn" SVERRIR KRISTJÁNSSON / um 1952 - - BÍLDDÆLINGUR - 11. síða.

x

Bílddælingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bílddælingur
https://timarit.is/publication/850

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.