Safnaðarblaðið Geisli - 01.05.1954, Blaðsíða 1
IX. ÁRGANGUR. MAÍ-JÚNÍ 195 4. 5.-6. TÖLUBLAÐ.
R ALDIR NÁTTÚRUNHA R.
"Himnarnir eegja frá Guðs dýrð og festin^in kunngjörir verkin hans handa.
Hver dagurinn af öðrum mælir orð, hver nottin af annari talar speki.
Engin ræða» engin orð, ekki heyrist raust þeirre.
Og þó fer hoðskapur þeirra um alla jörðina og orð þeirra til endimarka
heims ",
Davíðssálmur 19,1-5 a.
Þótt langt- se nú um liðið síðan sálmaskáldið forna ritaði þessi orð,fer
ekki hjá því, að oss finnist þau geta verið sögð einmitt nú, þegar vorið,sum-
arið og sólin hafa svo að segja tekið höndum saman. Hinir sólbjörtu, ylríku
dagar, og hlíðar, hjartar og döggvotar næturnar hafa að undanförnu talað til
vor og flutt oss speki. Þessar raddir eru vissulege ekki háværar, en þó get-
ur hver og einn skynjað þær. Þær eru að tala til vor um Guð, sem á dýrðlegan
hátt o^inherar sig fyrir a.ugum vorum i hinu óviðiafnanlega sköpunarverki sínu
Þott ver séum svo að segja umsetin af hraða og haveðe 20. aldarinnar, ná
þessar reddir til vor. Þær þrýsta hverjum hugsandi manni til að hlusta, Og-
sá maður er vissulega sæll, sem getur hrifið huga sinn hurtu frá hraðanum og
skarkalanum, skoðað og skynjað verk Guð s í hljóðlátri tign og fegurð nátt-
úrunnar. Og slikur maður hlýtur eð eegja við ástvin sinn: Komdu, sjáðu,
hluptaðu. Sú móðir eð e sa faðir, sem fundið hefir Guð tale til sín í feg-
urð himinsins eða á annan hátt í sköpunarverkinu, hlýtur að finns þörf hja
sér til þess að leiða harnið sitt að þeirri lÍÉsins lind og segje við það :
Komdu, sjáðu, hlustaðu - Guð er hér - það er Guð, sem er að tala,- - - -
Hin meste tign og fegurð, sem maðurinn fær skynjeð, hefir eigi hátt um
sig. En með hrifmætti sínum hendir hún ætíð til upphafs síns. Og sú fegurð
og tign, sem oss opinherast í sumarfegurðinni og iðendi lifi umhverfis oss,
telar til vor spekiorð um upphaf sitt, sem er Guð_, En jafnfremt mínnir hún
á^það, hversu óumræðilege mikið þeð er, sem vér höfum að þakka Guði fyrir.
Náð hans og miskunn er oss veitt í rikum mæli, þótt oss sjáist oft yfir það.
En raddir náttúrunnar minna oss einmitt á það, að oss er mikið gefið. Og
oss her að þakka. Gleymum því ekki að þe.kka Guði fyrir hlessunarrikar gjafir
hans - taka undir með röddum náttúrunnar.