Neisti


Neisti - 23.03.1944, Blaðsíða 1

Neisti - 23.03.1944, Blaðsíða 1
Kaupið Alþýðublaðið Fæst hjá SIGURÐI ARNASYNI IJTGEFANDI: ALÞÝÐÚFLOKKSFÉLAG SIGLÚFJARÐAR 12. árgangur. f Fimmtudaginn 23. marz 1944. 6. tölublað Alþingi lýsir yfir vilja sínum til norrænnar samvinnu og sendir hinum Norðurlanda- þjóðunum bróðurkveðjur. Eins og lesendum „Neista“ mun kunnugt af þingfréttum, flutti skilnaðamefnd þingsályktunartil- lögu 1 sameinuðu þingi um þátt- töku íslands í norrænni samvinnu. Þingsályktunartillaga þessi var samþykkt föstudaginn 10. þ. m. með 48 samhljóða atkvæðum og afgreidd sem ályktun alþingis. Er ályktunin svohljóðandi: „Um leið og alþingi gerir ráð- stafanir til þess, að aldagömul frelsishugsjón þjóðarinnar um stofnun íslenzks lýðveldis ræt- ist, ályktar þingið: Að senda hinum Norðurlandaþjóðunum bróðurlegar kveðjur og óska þeim frelsis og farsældar og að lýsa yfir því, að það telur sjálf- sagt, að íslenzka þjóðin kapp- kosti að halda hinum fornu frændsemi- og menningarbönd- mn, er tengt hafa saman þjóðir Norðurlanda, enda er það vilji Islendinga, að eiga þátt í nor- rænni samvinnu að ófriði lokn- um.“ Á því er enginn vafi, að megin þorri íslenzku þjóðarinnar fagnar mjög þessari yfirlýsingu. Með henni eru öll tvímæli tekin af um það, að íslendingar vilja að ófriði loknum knýta að nýju þau vináttu og samvinnubönd, sem rofnað hafa af ófriðarástæðum. Ýmsar hjá- róma og kynlegar raddir hafa heyrzt um það á síðustu tímum, að engin ástæða væri fyrir ís- lenzku þjóðina, sem væri á „vest- urleið“, að kosta kapps um endur nýjun norrænnar kynningar, og jafnvel látið í veðri vaka, að þang- að gætu íslendingar fátt sótt og lítið lært. Þeir, sem líta á málin hleypidómalaust, verða þó að við- urkenna, að við getum, hér eftir sem hingað til, sótt margskonar menningarlegan lærdóm einmitt til Norðurlandaþjóðanna. Margskon- ar félagslegar umbætur og menn- ingarlegur þroski hefur þegar um langan aldur náð rótfestu hjá hin- um menntuðu þjóðum, sem þessi lönd byggja. Það er auðveldara fyrir smáþjóð, eins og okkur Is- lendinga, að læra af þjóðum, sem ekki eru fjölmennari en svo, að við fáum nokkra yfirsýn um starf- semi þeirra og sem auk þess eru oss líkari að lunderni og skapgerð en ýmsar hinar stærri og voldugri Ritstjóri „Einherja" ver allmiklu af rúmi seinasta blaðs síns til áframhaldandi skrifa um skips- partinn „John Randolph“. Vegna núverandi ástands í Framsóknar- flokknum er honum það kærkomið tilefni að geta notað þetta sem eyðufylli í blað sitt og leiða deilu- mál flokksins hjá sér. Má því segja að þetta sé honum hey í hinum pólitísku harðindum. Er hann á- kaflega hreykinn og ánægður yfir því, að atvinnumálaráðherra skyldi taka fram fyrir hendur bæj- arstjórnar og banna skipskaupin. Máli sínu til stuðnings birtir hann hrafl úr skýrslu forstjóra Lands- smiðjunnar og vitamálaskrifstof- unnar. Þykir honum auðsjáanlega sem skelegg sé forystan hjá Fram- sóknarliðinu, að birta fyrstir gögn þessi og telur ekki eðlilegt, að t. d. „Neisti“ vilji á nokkurn hátt geta þeirra. Skal þetta nú athugað nokkru nánar. Skýrsla forstjóra Landsmiðjunnar. Ritstjórinn hefur vit á því, að birta ekki nema lítið hrafl úr skýrslu forstjórans, af þeim ástæð- um, að þegar skýrslan er lesin í heild, verður ekki annað séð, en en hér væri um ágætis kaup að ræða. T. d. segir forstjórinn, að skipshlutinn sé miklu meira virði en kaupverðinu nemur, að skipið sé sterkt, nýtt og vel byggt o.s. frv. En síðan klykkir þessi dánu- þjóðir. Frelsi er hinum norræna kynstofni í blóð borið. Þegar þar við bætist félagslegur þroski, menn ing og barátta fyrir fyrir lífsör- yggi þjóðfélagsþegnanna, ásamt fullu frelsi til þess að birta skoð- anir sínar og halda þeim til streitu, má telja að vegurinn til fullkom- ins lýðræðis í þess orð beztu merk- ingu sé markaður. Það lýðræði er skiljanlegra, að minnsta kosti norrænum mönnum, heldur en hitt, sem heimtar þá höfði styttri, sem aðrar skoðanir hafa en valdhafarnir á hverjum tíma. maður út með því að leggja á móti því, að skipið sé keypt. Skýrsla forstjórans er ágætt dæmi um það, hvernig ekki á að byggja upp pantað álit á móti máli og verður sjálfsagt aldrei höfundi sínum nema til skapraunar, enda hefur hann sjálfsagt ekki gert ráð fyrir því, að hún yrði birt. Skýrsla og álitsgerð vitamálastjóra er með allt öðrum hætti, þó að því miður séu í henni ýmsar órök- studdar fullyrðingar, t. d. um það, að svo mikið muni kosta að styrkja skipið, að nærri stappi byggingu nýrra lýsisgeyma. Annars snýst skýrsla hans að mestu um hæfni skipsins sem bryggjupláss. Leiði ég þann hluta skýrslunnar alveg hjá mér, þar sem ég aldrei hef haldið fram nothæfni skipsins til þeirra hluta. Það var Sveinn Þor- steinsson, hafnarvörður, er fyrst- ur átti þá uppástungu. Viðkunnan- legast væri, að hann hefði nokkra þekkingu á þeim málum og í trausti þess féllst ég á uppástungu hans. Mun hann sjálfsagt gera sín- ar athugasemdir við skýrslu vita- málastjóra, eða viðurkenna með þögninni að álit hans og tillögur hafi verið út í bláinn, og er það hans mál. Var hægt að nota skipið sem lýsisgeymslu. . Eg hef talið, að vel mætti nota skipspartinn sem geymslu undir lýsi frá „Rauðku“, ef hún yrði stækkuð og ekki væri unnt að fá lýsisgeymslu á annan hátt. Byggði ég þetta á umsögn Snorra Stefáns- sonar, sem ennþá stendur alger- lega óhrakin. I grein, sem ég birti í 21. tbl. ,,Neista“ fyrra árs, segir svo: „Hins vegar var það mín skoð un, að skipið ætti að nota sem geymslu fyrir „Rauðku“ ein- göngu. Leggja sem allra minnst í kostnað við að koma því fyrir, en nota það eins og það var. Neðri lestar og botntanka fyrir lýsi. Efri iestir fyrir geymslu undir aðrar vörur.“ (Leturbr. hér). Um þetta atriði segir svo í skýrslu vitamálastjóra: * „Allt virðist benda til þess, að skynsamlegast væri að hugsa ekki um að nota skipshluta þenn an sem bryggju, heldur ein- göngu sem geymslupláss, þann- ig að allt eða sem mest rými % skipsins notaðist. Mætti hugsa sér, að það yrði annað hvort gjört með því að leggja skipinu örugglega, eða jafnvel draga það í strand á öruggan stað og gera þá flutningabryggju fram í það.‘‘ (Leturbr. hér). Menn sjá af þessu, að álit vita- málastjóra um nothæfni skipsins til þessara hluta fer algerlega sam- an við álit mitt og Snorra og þurf- um við því yfir engu að kvarta. Þó að vitamálastjóri leggi á móti því að hafnarsjóður kaupi skipið til þessara nota, breytir það í engu áliti hans, vegna þess að við Snorri gerðum því aðeins ráð fyrir kaup- um skipsins, að það yrði notað í þágu „Rauðku“ ef um stækkun yrði að ræða. I þessu sambandi er einnig vert að taka eftir og leggja-sér á minni, að það er bert af þessum kafla skýrslu vitamála- stjóra, að hann gerir ekki ráð fyr- ir að styrkja þurfi skipið til geymslu að nokkru verulegu ráði, nema því aðeins, að um helmingi þess sé sökkt í sjó og efri lestin notuð til lýsisgeymslu, en það hafði hvorki mér né Snorra nokk- urntíma komið til hugar, heldur „Hey í harðindum“

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.