Neisti


Neisti - 23.03.1944, Qupperneq 3

Neisti - 23.03.1944, Qupperneq 3
NEISTI 3 Vinnuhœli bérklasjúkl- inga. —0O0— Þann 11. þ. m. festi Samband íslenzkra berklasjúklinga kaup á talsvert stórri landspildu úr Reykjalandi í Mosfellssveit, sem sambandið, landlæknir og vinnu- hælisnefnd töldu ákjósanlegan stað fyrir væntanlegt vinnuhæli. Sameinaði þessi staður svo vel, er verða má, ágreining um það, hvort hælið ætti að vera í sveit eða kaup- stað, því hann er flestum öðrum fremur „beggja blands“, með tilliti til legu sinnar í nágrenni Reykja- víkur. Þarna er bæði heitt og kalt vatn, rafmagn og byggingarefni við hendina, auk þess, sem staður- inn er í vegasambandi. Meiningin er, að haga bygginga- f yrirkomulaginu þannig: Byggt verður eitt aðalhús, þrjár hæðir. Á fyrstu hæð verður eldhús, borð- stofa, setustofa, geymslur o. fl. Á annari hæð verður íbúð hjúkrunar- konu og ráðskonu, vinnuherbergi læknis og eitthvað af íbúðarher- bergjum sjúklinga. Á þriðju hæð verða eins og tveggja manna íbúð- arherbergi sjúklinga. Ennfremur verða byggð 10—20 íbúðarhús með tveimur til þremur herbergjum og eldhúsi og loks 4—6 vinnuskálar. Með tilliti til þess, að byggingar- kostnaður er nú mjög mikill, verð- ur aðalbyggingin látin sitja á hak- anum fyrst um sinn, en smáhýsin tekin fyrir. Er það gert með gamla málsháttinp í huga: „Hálfnað er verk þá hafið er.“ Hér er um mjög mikið menn- ingarmál að ræða fyrir Islendinga, og ættu því allir góðir menn að sameinast um framgang þess. Svo sem vonlegt var, lét ríkisvaldið ekki á sér standa um að viður- kenna framtakssemi sambands sjúklinganna, sem vitanlega finna bezt allra, hvar skórinn kreppir að í þessu efni. Lög um skattfrelsi gjafa til vinnuhælis berklasjúkl- inga voru samþykkt á alþingi, og hefur síðan komið allmikill skriður á fjárframlög til byggingarinnar. Samtals mun nú vera búið að safna nokkuð yfir hálfa milljón króna til fyrirtækisins, en miklu betur má, ef duga skal. Ættu all- ir íslendingar, sem aflögufærir eru fjárhagslega, að minnast þess, og láta byggingarsjóð vinnuhælis berklasjúklinga mörgu öðru frem- ur sitja fyrir, þegar þeir „leggja í guðskistuna.“ B. Þ. Kr. Áki „margra manna maki“ og „kjafta- snakk“ Ásgríms. Smágrein sem birtist nýlega í þessu blaði hefur auðsjáanlega farið mjög í taugarnar á ritstjóra ,,Mjölnis“. í þeirri grein. var vikið að þeim taumlausa og um leið ó- svífna áróðri Mjölnis að bera það á borð fyrir lesendur sína að Áki Jakobsson væri fyrsti fulltrúinn, sem alþýða þessa lands hefði sent á þing. Jafnframt var vikið að ýmsum breytingum sem orðið hafa á afstöðu kommúnista til „bitlinga* og ýmis þess fleira sem til skamms tíma hefur verið aðalsynd Alþýðu- flokksins, en virðist nú eiga að vera höfuðdjásn Kommúnista á- samt hinni „borgaralegu virðingu“ sem þeir heimta að þeim sé sýnd. Ritstjórinn temur sér svo sem ekki neitt „kjaftasnakk" þegar hann svarar þessari grein, nei ekki aldeilis! Hann segir að vísu að al- þýðan muni að einhverju leyti hafa greitt þeim Finni, Haraldi og Emil atkvæði. Þeir eru nú allir á þingi enn. Allir íslendingar nema kanske ritstjórinn veit að fylgi sitt hafa þeir frá alþýðu þeirra bæja þar sem þeir eru í kjöri' Það hryggir sjálfsagt þenna ritstjóra að vera með sjálfum sér að viðurkenna, að ekkert bendir ennþá í þá átt að það fylgi réni. Þá segist hann nú vita ýmislegt um starfsemi þessara manna en hann ætlar að ,,HLÍFA“ Alþýðuflokknum við að nefna það. Hann er miskunsamur maður hann Ásgrímur. Mikla umhyggju ber hann nú fyrir kratabroddunum „blessaður“. Það er nú líka tæp- lega von að hann vilji vera að hrjá þessa skipreka menn, sem hann hefur í bálkum Mjölnis, „þurkað út“ af „tilverusviðinu“, svona tvisvar þrisvar á ári seinustu árin, en sem eru svo furðu lífseigir að þeir leifa sér ennþá að vera til að angra Ásgrím og aðra sálufélaga hans við og við. Þá er nú að skýra frá fram- kvæmdum Áka og því sem hann hefur gert fyrir alþýðu þessa lands og það er nú ekkert smáræði. Hann Áki, hann hefur nú gert meira! en Finnur, já miklu meira! fyrir al- þýðu þessa lands. Hann hefur meira að segja gert meira en Finn- ur og allir hinir Alþýðuflokks þing mennirnir til samans! Þegar tekið er tillit til þess að Áki hefur nú aðeins setið á þingi í tæp tvö ár, en Alþýðuflokksþingmenn í tvo tugi ára, þá hlýtur það ekki að vera neitt smáræði, sem blessaður maðurinn hefur rutt úr sér á þess- um tíma. En hann Ásgrímur, hann birtir nú samt ekki neitt af öllum þessum miklu velgerningum Áka í garð alþýðunnar. Kannski er hann líka að „hlífa“ honum, eða þá alþýðunni, að fá fulla vitneskju um þessi ósköp, sem maðurinn hef- ur gert henni til hagsbóta, bæði í verkalýðsmálum, félagsmálum og ekki sízt í stríðsgróðamálum. Vér bíðum og sjáum hvað setur. Það er þó alltaf munur fyrir hann Ás- grím, að geta talið upp allar „fram kvæmdirnar“ hans Áka, heldur en að vera með þetta bölvað „kjafta- snakk“, sem enginn tekur mark á. x +y. SKÍÐAMÖT Um síðustu helgi hófst innan- bæjarmót í skíðakeppni. Fór gang- an fram á sunnudag og voru úrslit í hinum ýmsu flokkum sem hér segir: 20—32 ára fl. 1. Ásgrímur Stefánsson, 32 mín. 57 sek. 2. Jón Þorsteinsson, 33. mín. 47 sek. 3. Jónas Ásgeirsson, 34 mín. og 00 sek. 4. Ingimundur Sæmundsson, 34 mín. 14 sek. 5. Steinn Símonarson, 35 mín. 33 sek. 6. Sigurgeir Þórarinsson, 37 mín. 05 sek. 7. Einar Ólafsson, 37 mm. 28 sek. 8. Alfreð Jónsson, 41 mín. 36 sek. Göngubraut var 12 km. 17, 18 og 19 ára fl. 1. Haraldur Pálsson, 30 mín. 32 sek. 2. Valtýr Jónasson, 35 mín. 28 sek. Göngubraut var 12 km og sama braut og hjá 20—32 ára fl. 13 og 14 ára fl. 1. Sverrir Pálsson, 16. mín. 50 sek. 2. Hafsteinn Sæmundsson, 18 mín. 31 sek. 3. Einar Þórarinsson, 19 mín. 06 sek. 4. Gísli þorsteinsson, 19 mz'n. 21 sek. 5. Skarphéðinn Guðmundsson, 19 mín. 48 sek. 6. Jón Sveinsson, 19 mín. 52 sek. 7. Ólafur Árnason, 20 mín. 15 sek. 8. Kristinn Jónsson, 20 mín. 42 sek. Vegalengd göngunnar var 4 km. 11 og 12 ára flokki 1. Örn Norðdal, 7 mín. 38 sek. 2. Svavar Færsetli, 7 mz'n. 58 sek. 3. Sigfús A. Sveinsson, 9 mín. 20 sek. 4. Ari Rögnvaldsson, 9 mín. 30 sek. 5. Sveinn Jakobsson, 9 mín. 30 sek. 6. Hákon Hertervig, 9 mín. 30 sek. 7. Hafliði Sigurðsson, 9 mín. 58 sek. 8. Ólafur Sveinsson, 10 mín. 00 sek. 9. Birgir Schiöth, 10 mín. 07 sek. Lengd göngubrautar var 2l/2 kílómeter. Mótið fór fram við Skíðafell á Saurbæjarási. Göngu var frestað í 9—10 ára flokki og 15—16 ára flokki. Frost var og skafrenning- ur, svo fauk í slóð og torveldaði mjög fyrir þeim, sem fremstir gengu. Árangur verður þó.að telj- ast mjög góður. Gangan í fyrsta flokki er meðal annars einn liður- inn af f jórum í keppninni um hinn forkunnar fagra og eigulega grip, bikarinn, sem Skíðaborg gaf til handa þeim skíðamanni, sem hæsta stigatölu hlýtur, samanlagt, í göngu, stökki, svigi og bruni. — Blaðinu er þó ekki kunnugt um reglugerðina fyrir bikarnum. Yfir 50 skíðamenn utan af landi hafa þegar látið umrita sig í lands- mót skíðámanna, sem fram fer á Siglufirði núna um páskana, að öllu forfallalausu. —★— MOLAR Biskup Islands, herra Sigurgeir Sigurðsson, hef- ur undanfarið verið á ferðalagi um byggðir Islendinga í Vesturheimi. Fór hann héðan sem fulltrúi ís- lenzku ríkisstjórnarinnar til þess að sitja þing Þjóðræknisfélagsins í boði þess, vegna aldarfjórðungs- afmælis félagsins. Hefur heimsókn biskups hvarvetna vakið gleði og hrifningu og verður án efa til þess að styrkja þau bönd, sem binda saman Islendinga austan hafs og vestan. landflóttamenn í Svíþjóð, er nú hafin hér á landi fyrir forgöngu ýmissa mætra manna, er hafa fyrir nokkru síðan gefið út ávarp til Islendinga í til- efni af þessu. Hvernig eða að hve miklu leyti þessi fjársöfnun fer fram út um land, er enn ekki vit- að, en vonandi ber söfnunin sem beztan árangur. Umsóknir um skip frá Svíþjóð hafa nú bor- izt ríkisstjórninni hvaðanæva af landinu, samtals um eða yfir 200. Gert er ráð fyrir, að skipin verði Fjársöfnun fyrir dai

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.