Neisti


Neisti - 23.03.1944, Blaðsíða 2

Neisti - 23.03.1944, Blaðsíða 2
NEISTI að nota olíugeyma skipsins og neðri lest. Hvernig var málið lagt fyrir atvinnumálaráðherra ? Bæjarstjóri sendi samnings- uppkast til ráðherra ásamt hlut- lausu bréfi um málið, þar sem þó ekki var tekið fram að skipið ætti að nota til annars sérstaklega en bryggju og geymslu í sambandi við það. Hins vegar lágu fulltrúar Framsóknarflokksins sí og æ í ráðherranum, og vitað er, að full- trúaráð flokksins hér sendi honum símskeyti til þess að herða á neit- uninni. Það er líka vitað, að ráð- herrann fékk héðan frá Siglufirði alrangar upplýsingar um málið, t. d. var honum sagt, að til þess að koma skipinu fyrir í höfninni þyrfti að rífa síldarbryggju, sem leigð væri til 5 ára. Á hinn bóginn var aldrei túlkuð sú þörf, sem kynni að vera fyrir hendi um geymslupláss lýsis vegna stækkun- ar „Rauðku“, sem kaupin voru þó fyrst og fremst grundvölluð á. Málið var því, vægast sagt, lagt mjög einhliða fyrir ráðherrann, jafnframt því, sem beitt var póli- tísku offorsi til áhrifa um úrskurð hans. Hvers vegna var Jóhann Þorvaldsson og fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjar- stjóm á móti málinu? Jóhann Þorvaldsson vill svo vera láta, sem andstæðingar skipakaup- anna hafi verið að forða bænum frá fjárhagslegu tjóni með and- stöðu sinni við kaupin og undan ábyrgðarleysi þeirra fulltrúa, sem kaupin vildu gera. Það er nú fyrir löngu ljóst, að það er alrangt og yfirskin eitt. Þeir voru á móti mál- inu vegna þess, að þeir töldu að þessi geymsla kynni að bjarga stækkun „Rauðku“, en einmitt þeg ar þetta mál stóð yfir, var talið að helzt mundi stranda á því, að fá geymslu undir lýsi. Hið mikla kapp sem Jóhann Þorvaldsson hefur lagt á það innan Framsóknar- flokksins nú, að hindra endurbygg- ingu „Rauðku“ sannar þetta ljós- lega. Einnig hitt, að bæjarstjóri sá ekki ástæðu til að skýra full- trúum Framsóknarflokksins frá möguleikum þessara skipakaupa, fyrr en hann gerði. Framsóknar- menn hafa mjög átalið hann fyrir þetta, en það sýnir, að hann hefur að verðleikum treyst þeim mátu- lega í þeim málum, sem kunna að varða hagsmuni „Rauðku“, eða möguleika til endurbyggingar hennar. Hvað varð um skipspartinn og er hann ónothæfur með öUu? Jóhann Þorvaldsson endar grein sína með frófnri ósk um það, að bæjarsjóður verði ekki skaðabóta- skyldur vegna samþykkta sinna um skipakaupin. — Það ætti nú hverjum manni að vera ljóst, að annaðhvort hefur ráðherrann, lög- um samkvæmt, vald til þess að banna bæjarstjórninni að kaupa skipspartinn, og sé svo, kemur vit- anlega ekki til mála að bærinn verði skaðabótaskyldur. Ef að ráð- herrann aftur á móti ekki hefði vald til þess að banna bænum skipakaupin, en gerði það þrátt fyrir það, yrði vitanlega ríkissjóð- ur skaðabótaskyldur gagnvart bænum vegna ráðstafana ráðherr- ans. Það er þessvegna alveg aug- ljóst, hvernig sem málið horfir, að bærinn verður ekki gerður skaðabótaskyldur gagnvart selj- anda fyrir riftun kaupanna. Hitt er svo aftur annað mál, hvort kaupin hefðu orðið bænum til skaða ef þau hefðu farið fram og má sjálfsagt deila um það óendan- lega. Þess skal þó getið, að skips- parturinn hefur nú verið seldur fyrir 120.00 þúsund krónur, þar sem hann liggur í Kleppsvík, án keðja og fylgifjár, sem fylgja átti hingað. Er þetta hærra verð en bærinn vildi bjóða, þegar skip- ið var komið hingað og greiddur allur kostnaður við flutningana. Kaupandi var H. f. Keilir, og mun hann nota skipið til þess að gera við skip á floti þ. e. leggja þeim að skipshlutnanum, en þar um borð hefur verksmiðjan ýms vél- tæki, sem þarf til slíkra aðgerða. Þessi kaup vélsmiðjunnar sýna, að fagmenn treysta því að skipið sé sterkt og til þess hæft að notast um árabil liggjandi í sjó, sem bryggja eða geymslupláss. Reynsl- an mun verða ólygnust um not- hæfni skipsins. Þessvegna getur Jóhann Þorvaldsson og aðrir spar- að sér öll stóru orðin um ónýti þess og gagnleysi, þar til séð verð- ur, hvernig það reynist og til hvers það verður notað í fjörunni við Kleppsvík. Erl. Þorsteinsson Hin rússneska þjónk- un íslenzkra kommún- ista. Hinir íslenzku kommúnistar, sem um skeið kalla sig socialista °g þykjast vera lýðræðissinnar, láta ekkert tækifæri ónotað til að skapa sér sérstöðu í því skyni að efla og auka „rússneskan" áróður hér á landi. Þessi áróður er svo skef jálaus og þýlegur að furðu gegn ir. Samhliða þessum áróðri reyna þeir að skapa sér pólitíska mynt á vettvangi íslenskra stjórnmála af blóðfórnum rússneskra hermanna, sem verja ættjörð sína fyrir árás- um og villimennsku nazistanna. Menn muna enn afstöðu þeirra til stríðsaðila meðan Hitler og Stalin voru bandamenn. Þá var hernaðar- vinnan hér á landi fyrir Breta, „landráð“ og það var „smekks- atriði“ hvort menn „virtu eða höt- uðu“ Hitlerisman eins og sérhvert annað pólitískt skoðanakerfi. Að sjálfsögðu breyttist þessi af- staða eftir árás Þjóðverja á Rúss- land, og stríðið varð heilög styrj- öld, þó að ekkert hefði gerzt annað en það, að Englendingar gáfust ekki upp þegar verst leit út og aðrir létu bugast, og Þjððverjar héldu nú í austurátt til þess að kynna Rússum hvort það væri smekksatriði að virða eða hata Hitlerisman. Þessi dygga þjónusta kommúnista við Rússa birtist nú daglega í æ f jölþættari myndum. Á Alþingi nýlega reyndu þeir að skapa sér pólitízka sérstöðu útaf þingsályktun um norræna sam- vinnu og bróðurkveðju til Norður- landaþjóðanna. Þeir vildu endilega láta bæta inn í tillöguna sérstak- lega, að Alþingi óskaði „Norð- mönnum og Dönum sigurs í frelsis- baráttu þeirra“. Nú er það vitan- legt að allir íslendingar og vel flestir af heilum hug, óska þessum þjóðum sem allra fyrst fulls frels- is. En komúnistar vildu láta þetta sérstaklega koma fram til þess að gera upp á milli þessara Norður- landaþjóða og Finna, sem líka heyja „frelsisbaráttu“, sem hefur orðið þeim til þeirrar ógæfu að þeir hafa gerst bandamenn Nasista. En Finnarnir heyja sína frelsisbaráttu við Rússland, og þessvegna þurfti að gera þennan greinarmun. Ef Alþingi ekki vildi samþykkja þessa breytingatillögu átti síðan að bera hinum þingflokkunum það á brýn að þeir vildu ekki óska Norðmönn- um og Dönum til sigurs í frelsis- baráttu þeirra. Alþingi sá sóma sínum borgið í þetta skipti og kvað niður þennan uppvakning Kommúnista. Smekkleysi Kommúnista í Rússa áróðrinum kemur þó einna berast í ljós við að kynna sér málgögn þeirra. Blöð þeirra birta ómeltan rússneskan áróður, sem vel getur verið nauðsynlegur þar austur til að telja kjark í rússnesku þjóðina í hörmungum hennar, en sem ekk- ert erindi á til Islendinga. Málgögn þeirra lofa allt sem rússnest er, sjá engar framfarir og jafnvel vísindi annara þjóða. Tæplega birtist í málgögnum þeirra þýddur fróðleikur nema af rússneskum uppruna. Jafnvel fram rússneskt er, sjá engar frafarir rússneskar. Að sjálfsögðu eigum við að sækja menningarleg verð- mæti engu síður til Rússlands held- ur en annara þjóða. En við höfum ekkert að gera með rússneskan stríðsáróður, sem þar að auki er þannig skrifaður, að tæplega er prenthæft, miðað við þá menntun, sem við íslendingar höfum fengið. Það er með öllu óvíst, að Rússar sjálfir myndu reka öllu meiri áróð- ursstarfsemi hér á landi, þó að þeir hefðu tækifæri til, heldur en hinir íslenzku kommúnistar hafa gert nú hin seinustu ár. Á það hefur verið bent, að sjálf- stæði íslenzku þjóðarinnar yrði því aðeins tryggt í framtíðinni, að hún kæmist að nýju undir erl. áhrif Islenzka þjóðin hefur háð sína frelsis- og sjálfstæðisbaráttu öld- um saman til þess að öðlast fullt og óskorað frelsi. Kommúnistar mega vera vissir um það, að ís- lenzka þjóðin, að undanskildum ör- fáum sefasjúkum mönnum, þráir ekki það frelsi og sjálfstæði, sem Rússland bauð litlu löndunum við Eystrasalt árið 1941. x + y. -★- . V AFMÆLI Skafti Stefánssón, útgerðarmaður, frá Nöf, varð fimmtugur 6. þ. m. Hann er mjög þekktur maður bæði hér og í ná- grenni Sigluf jarðar og er að góðu einu kunnur. Skafti hefir annast flutninga milli bæjarins og Skaga- f jarðar í f jölda mörg ár og sýnt í þeim störfum, sem öðrum, festu, dugnað og drenglund. Hann er hinn mætasti maður. Halldór Benediktsson, kaupmaður, fyrrum póstur á Austurlandi varð sjötugur sama dag. Hann er ennþá ungur í anda og frár á fæti, þrátt fyrir mörgu árin. Halldór og kona hans eign- uðust 11 börn og eru aðeins 6 þeirra á lífi, 3 búsett hér, en 3 í Reykjavík. Meðal barna þeirra eru þau frú Gróa hárgreiðslukona og Jónas rakari, sem bæði eru hér til heimilis. Halldór er skáldmæltur og hinn skemmtilegasti maður. Árni Jónasson, klæðskeri, átti 13. þ. m. fertugs- afmæli. Hann er talinn góður verk- maður í sínu fagi, er vinsæll og áhugasamur bindindismaður. VATNSFÖTUR fást í Kjötbúð Siglufjarðar.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.