Neisti


Neisti - 23.03.1944, Blaðsíða 4

Neisti - 23.03.1944, Blaðsíða 4
4 NEISTI aðallega eða eingöngu af tveimur stærðum: 50 og 75 smál. Sama vélartegund verður í öllum skip- unum. Vitanlega eru umsóknirnar þegar orðnar miklu fleiri en hægt er að taka til greina. Mun Fiski- félagi Islands hafa verið falið að úrskurða, hvaða umsóknum verði sinnt, og er þá þess að vænta, að litið verði á raunverulega þörf eða nauðsyn umsækjendanna, og eins hitt, hvaða líkur séu til, að varan- legt atvinnubót verði fyrir við- komandi byggðarlög að hinum um- beðnu skipum. Bæjarstjórn Siglufjarðar mun hafa lagt drög að því, að fá hing- að tvö af þessum sænsksmíðuðu skipum, og ekki er hægt að búast við öðru en að þær verði afgreidd- ar, þar sem það má heita lítill hluti handa Siglfirðingum, komi eigi fleiri héðan. — Má t. d. benda á, að frá ísafirði munu umsóknir um ein 5—6 skip hafa borizt, og þyk- ir þeim það ekki mikið, Isfirðing- unum. Svar Finna við friðarskilmálum Rússa virð- ist vera algjörlega neikvætt. Er mörgum undrunarefni þessi af- staða Finna, þar sem hvort tveggja er, að hættan vegna frek- ara fylgilags við Þjóðverja er mik- il og að skilyrði Rússa virtust ekki ósanngjörn, miðað við kringum- stæður. Mun hér eitthvað að baki liggja, sem öðrum en Finnum sjálf um er ráðgáta. Deildarfundir K. F. S. munu væntanlega verða í lok þessa mánaðar eða í byrjun apríl. Ætti allt kaupfélagsfólk, sem annt er um hag félagsins, að mæta vel á deildarfundunum og móta þá með afstöðu sinni, því að þar fyrst og fremst ákveðast þau svör, er gefin skulu sundrungarpostulun- um innan félagsins. Þjóðverjar hemámu Ungverjaland nú um síðustu helgi. Gerast nú víðstigin hin sviðnu spor. SKYRING Útaf grein, sem skrifuð var í síðasta tölublað Neista, þar sem talað var um að bæjarstjórn og hafnaraefnd hefðu ekki staðið við loforð sín um fjölgun á mönnum við innri höfnina, skal þetta tekið fram. Greinin var skrifuð löngu áður en blaðið kom út og þá var engum manni farið að bæta við innri höfnina. Það yar ekki gert fyrr en tæpum hálfum mánuði eftir að áður umtöluð hafnar- nefndarsamþykkt var gerð. Á þeim fundi var um það talað, að fjölgunin hefði ekki í för með sér styttingu á vinnutímanum, jafnvel Stúlkur vantar á Sjúkra- húsið í vor. Hátt kaup. allt niður í hálfan dag. Gert var ráð fyrir, svo að þeir sem vinna þar gætu fengið fullan dag, að lagður yrði vegur inn með. bökk- unum og eftir honum yrði flutt efni, sem svo aftur yrði flutt á sporbraut fram garðinn. Þá var einnig gert ráð fyrir og samþykkt tillaga þess efnis, að athuga með grjótfluttning frá öðrum stöðum. Annaðhvort handan af Skútu- granda, eða utan úr fjörum. Það mun ekkert farið að athuga með þetta enn. Eg held það hafi heldur aldrei verið krafa af hálfu Þrótt- ar, að ekki mætti vinna þarna fleiri en 20 manns. Sé ekki hægt að sem- ræma vinnuna innfrá og grjót- flutninginn frá öðrum stöðum, þá mætti láta aðra hafa flutninginn. Það gengur ennþá mesti f jöldi at- vinnulaus. Því ekki að reyna að útvega þessum mönnum vinnu þá daga, sem gott er veður. Annars er eins og bæjarstjórn finnist hún vera að vinna eitthvað góðverk, með því að reyna að útvega mönn- um eitthvað að gera. En bæði er það nú, bæjarstjórn- in er kosin af bæjarbúum, og hitt, að hún hefur bezta aðstöðu til þess. Bæjarstjórn, sem gefst upp á atvinnuleysisspursmálinu stendur ekki traustum fótum. Og eftir þau góðu atvinnuár, sem undanfarið hafa verið, þarf enginn að halda það, að verkalýðurinn þoli atvinnu- leysissvipuna möglunarlaust. —oOo— Fulltrúaráð Alþýðu- flokksins hér í bænum skipa nú þessir menn: Baldvin Þ. Kristjánsson, form. Vigfús Friðjónsson, ritari. Har. Gunnlaugsson varaform. Jóhann G. Möller, vararitari. Erlendur Þorsteinsson Ólafur H. Guðmundsson Kristján Sigurðsson Gunnlaugur Hjálmarsson Gunnlaugur Sigurðsson Guðmundur Sigurðsson Einar Ásgrímsson Gísli Sigrðsson Jón Sæmundsson Jón Jónsson, Yztabæ Steingrímur Magnússon Varamenn eru: Páll Jónsson TILKYNNING Með tilvísun til tilkynningar frá 3. nóv. 1943, varðandi flutn- ingskostnað á ölföngum og gosdrykkjum, tilkynnist lilutaðeig- ' andi aðiliun, að 3. liður B. breytist þanriig, að í stað 40 aura koma 45 aurar. Breyting þessi nær til þeirrar vöru, sem flutt liefur verið eftir 29. febrúar 1944. Reykjavík, 13. marz 1944. V erðlagsst jór inn. Trésmiðir—járnamenn — verkamenit Faglærðir trésmiðir óskast t il vinnu við Skeiðsfossvirkj- umna nú í vor. — Vinna ca. 6 mánuðir. — Mikil yfirvinna. — Einnig vantar nokkra menn vana járnvinnu (mikil og endurtek- in jámbinding, tilvalin fyrir ákvæðisvinnu). Enfremur er æski- legt, að þeir verkamenn, er hafa í hyggju að vinna við virkjun- ina, gefi sig fram hið fyrsta, svo að síður verði leitað til ann- arra staða. Upplýsingar gefur skrifstofa Skeiðsfóssvirkj- unarinnar í bæjarskrifstofuhúsinu, niðri. ATVINNA Á m.b. Mjölnir vantar mig sjómann nú þegar. — Til mála gæti þó komið góður landmaður við bátinn. Skafti Stefánsson. Snurpubátar óskast til kaups. Hefi verið beðin að útvega eina snurpubáta. Þeir sem skyldu vilja sinna þessu geri svo vel og tali við mig sem fyrst. Siglufirði 24. marz 1944 Erl. Þorsteinsson. Atvinnna. Tvær stúlkur geta fengið vinnu við karlmanna- j ! fatasaum hjá mér nú þegar, eða 1. maí. Hátt ^ » kaup, stuttur vinnutími. íl Mikael Þórarinsson Guðni Guðnason Ólafur Gottskálksson Einar Eyjólfsson Stefán Guðmundsson Hallgr. Márusson, klæðskeri. Ábyrgðarmaður: Ó. H. GUÐMUNDSSON Siglufjarðarprentsmiðja

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.