Neisti - 27.09.1945, Blaðsíða 4
4
N E I S T I
!
i
fKa
Birgið yður vel upp með vatvöru til vetrarins.. ^
Ivomið með afgang skömmtunarseðianna og N
kaupið þær fyrir mánaðarmót. Það borgar sig. §
Sel á næstunni „Gullauga“ úrvalskartöfliir — g
pantið þær og setjið í kartöflugeymsluna. Við
merkjum þær og sendum þær þangað.
síma í 165.
GESTUR FANNDAL
Bara
I
s
Undir þessari fyrirsögn mun les-
endum „Neista gefinn kostur á
]»ví, að fá glefsur úr því, sem birt-
ist úr liinum blöðunum, sem gefin
eru út liér í Siglufirði.
★ í 37. tbl. Siglfirðings birtir rit-
stjórinn Jón Jóhannesson vel skrif-
aða, rökfasta og skelegga grein
um skrif kommúnista vegna þess,
að úrskurður setufógeta í Kaup-
félagsmálinu ekki gekk þeim í vil.
Segir þar meðal annars:
„Það er ekki óalgengt fyrirbæri,
og raunar mannlegt, að menn sem
þola varla dóm, er gengur á móti
þeim, halda því fram, og jafnvel
trúa því sjálfir, að sá dómur sé
rangur. Þar sannast vel málshátt-
urinn: „Blindur er hver í sjálfs
sins sök.“ — Þessi skoðun er
mannleg, en hún er óskynsamleg.
Ef dómur er studdur sterkum rök-
um, styðst við lög þau, er um deilu-
atriðið gilda, og þann skilning, sem
má ætla, að löggjafinn hafi haft í
huga, er hann samdi lögin, þá get-
ur 'ekki hjá því farið, að heilbrigð
skynsemi segi okkur, að sá dómur
sé í höfuðatriðum nærri hæfi. Allt
þetta á við úrskurðinn í Kaup-
félagsmálinu.“
★ Hér má skjóta því inn í, að
kommúnistar telja allt rangt, sem
fer í bága við skoðanir þeirra og
framkvæmdir.
1 umræddri grein segir J.J. enn-
fremur:
„Dómsmálaráðherra er æðsti
maður dómsvaldsins í landinu, sam
kvæmt stöðu sinni. Gunnar Pálsson
er fulltrúi dómarastéttarinnar í
landinu í máli þessu. Dómarastétt
landsins nýtur t’rausts og virðing-
ar með þjóðinni og ekki hvað sízt
Hæstiréttur. — Þeijr Finnur Jóns-
son og Gunnar Pálsson eru því
ekki stimplaðir einir, og ómaklega
þó, með svívirðingarummælum
Þjóðviljans og Mjölnis, heldur er
það stéttin öll, sem blöð þessi vilja
brennimerkja, ef nokkur tryði
þeim. Hér kemur og annað til
greina, sem er ekki síður alvarlegs
eðlis. Bak við ummælin liggur það,
að hver sá, sem dyrfist að fella
dóm eða úrskurð gegn því, sem
kommúnistum er skapfellt, skuli fá
hinn sama vitnisburð í blöðum og
af munni kommúnista, sem þeir
hafa nú fengið þessir tveir menn,
Hæstiréttur þar meðtalinn. Það er
því með slíkum ummælum gerð
hatrömm tilraun til ]>ess að rýra
virðinguna .fyrir og traustið á
dómsvaldi landsins.
„Ég er þeirrar skoðunar, að
kommúnistar skjóti með þessu
langt yfir markið. Eg trúi því af
sannfæringu, að slíkar dulbúnar
hótanir hafi ekki áhrif á dómara
landsins né á Hæstarétt, en tilraun
in vekur viðbjóð hjá öllum hugs-
andi mönnum. — Ef þjóðin fyrir
alvöru færi að trúa því,_ að réttar
öryggið i landinu væri 'lítils- eða
einskis virði, þá er hún á hættu-
legri braut.“
Engum þarf að koma það á
óvart, þó að kommúnistar reyni
að veikja trú þjóðarinnar á réttar-
öryggi landsins. Enda þótt þeir nú
um stund vilji telja landsfólkinu
trú um löghlýðni sína og lýðræði,
er það apdstætt skoðunum þeirra
og trúarbrögðum. Það eitt er að
þeirra áliti rétt, sem þeir fram-
kvæma og segja. Það, sem er and-
stætt því er fordæmanlegt, órétt-
læti, einræði — fasismi eða eitt-
hvað enn verra. Veiking dómsvalds
ins og truflun réttaröryggisins er
eitt af jesúitameðölum þeirra til
þess að skapa glundroða í þjóðfé-
laginu, sem leiða á til valdaaðstöðu
flokks þeirra.
★ I ritstjórnargrein í 37. tbl.
„Mjölnis“ er að finna eftirfarandi
gullkorn:
„------Vitanlega er það ekkert
athugavert, þótt ráðherra, sem á
að vaka yfir velferð og eflingu út-
gerðarinnar, eigi einhverra pers-
ónulegra hagsmuna að gæta í út-
gerð. Þetta væri sama og ráðast
á formann verkalýðsfélags fyrir
það, að hann ynni að hækkun
kaups verkamanna, þar sem hann
hefði sjálfur hag af því, að kaup
hækkaði.“ ,
Einhverntíma hefði það þótt
fyrirsögn, að svona ummæli mjmdu
birtast í blaði kommúnista, hinna
skeleggu-! forsvarsmanna verka-
lýðsins. En hér bólar kannske á
spádómi vegna frekari aðgerða til
þess að hjálpa útgerðum Þórodds
og Áka. En meðal annarra orða.
Man nú enginn ummæli „Mjölnis"
og annarra blaða kommúnistanna,
þegar Ólafur Thors var atvinnu-
málaráðherra, og gerðar voru „ráð
stafanir til að bjarga útgerðinni" ?
Laukur
Sítrónur
Appelsínusafi
, Eplasafi
Hnetur
0 Ilollur og góður matur %
GESTUR FANNDAL
Hvernig er bókhaldið
hjá kommúnistum
í K.F.S. ?
Á það var bent í þessu blaði fyrir
nokkru síðan, hver házki það væri
fyrir jafn stórt fyrirtæki og K.F.S.
að ráða fyrir aðalbókara mann,
sem ekki kynni bókfærslu og væri
ófær til starfans, að dómi kaupfé-
lagsstjórans. Var þetta ekki sagt
til persónulegs lasts manninum
sjálfum, því að hann lýsti því
þegar í byrjun, að hann hefði ekki
æskilega þekkingu eða kunnáttu til
starfans. Þessa gagnrýni þoldu
kommúnistar ekki, og rálíu ábyrgð
armann blaðsins úr kaupfélaginu.
Nú hefir blaðið sannfrétt, að í ljós
hafi komið við upptalningu og af-
hendingu félagsins, að bókfærslu
þess hafi verið mjög ábótávant.
Stór upphæð yfjr í sjóði, sem fyrr-
verandi kaupfélagsstjóri var talinn
eiga, og algerlega ómögulegt að
gera sér nokkra grein fyrir kola-
birgðum "félagsins. Gegnir það
mestu furðu, að þetta skuli koma
fyrir og ekki sízt þar sem talning
og birgðakönnun kom ekki óvænt
eða fyrirvaralaust. Annars heimtar
almenningur öll plögg á borðið og
að tafarlaust verði látin fram fara
rannsókn á því, sem athugavert er.
Þeir verða að svara til ábyrgðar,
sem ábyrgðina bera, og engum á
að hlífa. Margskonar orðasveimur
gengur um bæinn, og er jafnvel
þegar orðinn að umtalsefni blað-
anna. Þetta á að upplýsa. Ef að
það er óréttmætt, sem sagt er
manna á milli um þessi mál, þá á
að hrekja það. Kommúnistar eiga
þar að njóta fyllsta réttar sem
aðrir. Upptalningarbækur yfir
vörur þær, sem keyptar voru af
Önnu og Gunnu og Geislanum
hljóta að vera til staðar, og þá
hægur vandi að meta verðgildi
varanna. Reikningar yfir hinar
lítt seljanlegu kápur, sem Þórodd-
ur keypti í Reykjavík, hljóta
einnig að sýna greinilega hvernig
þau kaup eru gerð. Enginn hula á
að hvíla yfir aðgerðum kommún-
istanna, eða annarra, þeim, sem
átaldar eru. Það er bezt fyrir alla
aðila, að það upplýsist, satt og
rétt, undanbragðalaust, sem allra
fyrst.
Þrír efnððir menn!!
„Hvern fjandan eruð þið að rífa
kjaft yfir því, þó að Rauðkustjórn
hafi skrifað upp á smávíxil fyrir
félag mitt og Áka,“ má lesa milli
línanna hjá Þóroddi í seinustu
„Mjölnir“, þegar þrír efnaðir menn
skrifuðu líka á blaðið. Siglufjarð-
arkaupstaður má þakka fyrir að
fá að vera með á víxilblaðinu,
þegar „þrír efnaðir“ Reykvíkingar
láta svo lítið að þiggja það. Þetta
eru nú heldur engir smákarlar.
Sjálfur atvinnumálaráðherrann,
Áki Jakobsson, Steinþór Guð-
mundsson togaramaður og skóla
stjóri — einu sinni á Akureyri —
og Sigurður Thoroddsen verkfræð-
ingur í Reykjavík. Það þurfti svo
sem ekki að hafa þá dinglandi
þarna, fyrir framan eða aftan
hann Ragnar „mág“, Schiöth apó-
tekara og Gunnar Jóhannsson.
Enda hefði ekkert gagn verið að
þeim, ef að ekki hefði verið settur
lítill stimpill fyrir ofan. Það hefði
víst engum verið hin minnsta þægð
í því að hafa þá dinglandi með
þessum „þremur efnuðu“, nema þá
helzt Schiöth. En meðal annarra
orða. Hvenær varð nú Áki efn-
aður? Eiginlega er ómögulegt að
sjá það af skattaskránum í Siglu-
fjarðarkaupstað eða Reykjavík.
Það kemur víst varla til mála, að
sjálfur atvinnumálaráðherrann
hafi gleymt að skrifa „efnin“ á
framtalsblaðið, úr því að Þóroddur
mundi eftir að telja hann meðal
hinna „þriggja efnuðu“, sem skrif-
uðu á litla 130 þúsund króna víxil-
blaðið, sem Rauðkustjórnin ábyrgð
ist fyrir útgerðarfélagið hans Þór-
odds og Áka „efnaða".