Neisti


Neisti - 08.03.1946, Blaðsíða 1

Neisti - 08.03.1946, Blaðsíða 1
NEISTI tJtgefandi Alþýðuflokksfélag Siglufjarðar. Ábyrgðarmaður: ÓLAFUR H. GUÐMUNDSSOJN Sigluf jarðarprentsmiðja 11. tbl. Föstudaginn 8. marz 1946 14. árgangur Frá »Þrótti « „Þróttur sagði upp samningum við atvinnurekendur í vetur, frá og með 1. marz. Samningar eru ekki hafnir, en á félagsfundi þann 27. f. m. voru samþykktar þær breytingar, sem félagið fer fram á frá eldri samningum. Eru þær þessar: I. Á tímabilinu 1. maí til 1. nóvember. skal dagvinnu lokið kl. 12 á hádegi á laugardag. Á sama tímabili skal dagvinna vera til kl. 4,30 eftir hád. fimm daga vikunnar og greiðist hálf- tíminn með dagvinnu taxta. Öll vinna, sem unnin er á laugardag eftir hád. greiðist sem eftir- vinna. II. Sé unnin eftirvinna skal kaffitíminn vera kl. 4,30 til 4,45 III. Lágmarkskaup skal vera sem hér segir: Almenn dag- vinna kr. 2,75 á klst. Skipavinna, þróarvinna, vindu menn, öll steypuvinna, handlöng un hjá múrurum, lagermenn, járnabeyingarmenn, gerfismið- ir, sem leggja sér til verkfæri kr. 3.00 á klst. Vinna við kol, salt, út- og upp- skipun á sementi og hleðslu þess í vörugeymsluhús, dixilmenn, er verið hafa við tilslátt á síldar- tunnum í minnst tvö sumur, ketilkyndarar, þurrkarakyndar- ar, kolalempárar, allur flutning- ur á möl og út- og uppskipun á möl í bing og úr bing, og losun síldar og síldarúrgangs úr skip- um og bátum kr. 3,30 á klst. Boxa- og katlavinna kr. 4,00 á klst. Unglingataxti frá 14—16 ára kr. 2,10. Mánaðarkaup. Álít að sex mánuði kr. 550,00 Sex til tólf mánuði kr. 530,00 Kyndarar og aðrir, sem falla undir þann lið kr. 650,00 Þróarmenn og aðrir, sem falla undir þann lið kr. 600,00 Malar- og grjót 'taxti: Fyrir möl á bryggju komna kr. 2,25 Fyrir pr. ten. faðm. grjót á bryggju komið kr. 115,00 Öll eftirvinna skal greidd með 60% viðauka. Næturvinna. Næturvinna reiknast frá kl. 10 að kvöldi til kl. 7 að morgni og greiðist með 100% álagi mið- að við dagvinnukauptaxta. Vinnutrygging. Síldarverksmiðjurnar skulu tryggja öllum verkamönnum, sem hjá« þeim vinna minnst fjögra til fimm mánaða vinnu samfleytt. Síldarsaltendur skulu tryggja verkamenn, sem hjá þeim vinna, minnst þriggja til fjögra mánaðar vinnu sam- fleytt. Þeir atvinnurekendur, sem tryggja verkamenn, sem hjá þeim vinna eftir þessum reglum, skulu undanþegnir að greiða næturvinnukauptaxta til þeirra rnanna, sem tryggðir eru yfir ráðningartímabilið. Vaktavinna. Þegar síldarbræðsla hefst í verksmiðjunum skulu allir, sem við þær vinna og eru ráðnir fyrir mánaðarkaup kallaðir út á vaktir og má ekki leysa þær upp fyr en öll síld, sem verið hefir og komið hefur til bræðslu er upp- brædd. Útimenn skulu kallaðir á vaktir þegar öll löndunartæki hafa verið tekin í notkun í hverri verksmiðjusamstæðu fyrir sig. Skipavinna. • Liðurinn haldist óbreyttur eins og hann er í verkakaups- samningi Þróttar við Vinnuveit- endafélag Siglufjarðar að því viðbættu, að út- og uppskipun á tómtunnum og síldartunnum reiknist sem skipavinna. Önnur atriði. Aðrir liðir kaup- taxtans séu óbreyttir frá því, sem áður hefur gilt. Þó áskilur verkamannaféiagið sér rétt til þess að koma með ákveðnara orðalag við hina ýmsu liði kaup- taxtans, svo sem um vinnu og öryggisútbúnað á vinnustöðvum og um rétt verkamanna til vinnu áfram á þeim stöðum og við þau verk, sem þeir hafa unnið við áður. LEI0KÉTTING I síðasta tölublaði Mjölnis féll niður og ruglaðist greinin mn tryggingar í Síldarverksmiðjum og síldarplönum. Tryggingin í verksmiðjunum á að vera 4 til 5 mánuðir og á síldarplönum 3 til 4 mánuðir. Þetta eru menn góðfúslega beðnir að athuga. Annars eru tillögurnar birtar hér sem lieild núna í Neista. Siglufirði, 7/3 1946. STJÖRNIN Frá bæjarstjórn „Neisti hefur lofað að skýra lesendum sínum frá því, sem gerist í bæjarstjórninni, sem sögulegt getur talizt, jafnóðum og hægt er. Þær fréttir, sem blaðið liefur að flytja nú, eru þessar: Um síðustu mánaðarmót var útrunninn sá frestur, sem bæjarstjórn hafði ákveðið til mrisókna um bæjarstjórastarfið. í endir þess frestar bað Alþýðuflokkurinn um þriggja daga frest, en um svipað leyti barst beiðni frá Sósíalistaflokkmun, þar sem liann bað um 14 daga frest. Málaleitun sú var samþykkt og hefur því fresturinn til umsóknar um bæjarstjórastarfið verið framlengdur til 14 eða 15 marz, og Hertervig verið ])ví ráðinn bæjarstjóri áfram til marz- loka. Einnig hefur náðzt samkomulag xun launakjör starfsmanna bæjarins í flestum greinum. Fréttir af sigifirzku skíðamönnunum í Svíþjóð. Eins og öllum Siglfirðingum er kunnugt, dvelja þeir Jónas Ásgeirsson og Haraldur Pálsson úti í Svíþjóð við skíðanám. Þann 10. f.m. tóku þeir þátt í stökkkeppni í Östersund með ágætum árangri. Blaðið hefur snúið sér til vandamanna skíðamann- anna til þess að fá fréttir af þeim félögmn. Eftirfarandi kafli úr bréfi Haraldar segir frá stökkmótinu í östersund og fleiru: „Við kepptum í ,Internatonel‘ (Alþjóða) stökkkeppni 10. febrúar. Keppendur voru frá Svíþjóð, Finnlandi og íslandi. Brekku- metið er 59,50. Við komum úr 15 m. stökk- palli í Storlein og kepptum í 60 m. palli í Östersund. Við æfðum í viku í öster- sund á stórpallinum. Sumir dagarnir féllu úr vegna veðurs. Það var „agaleg liolling“ á okkur fyrstu æfingarbrekkurnar, en alltaf stóðiun við. Stökklengdin rnn 40 m af miðpalli í aðrennslu-brautinni. Á laug- ardaginn fyrir mótið vonun við komnir í 50 m., en þá var ágætis veður. Stíllinn var samt aldrei góður; vantaði meiri legu í loftinu. Það gerir hinn mikli þrýstingur I svona stórum bökkum, sem við erum alveg* óvanir. Þegar stökkið fór fram var hríð og stormur og maður sá bókstaflega ekkert. Finnland fékk 1. sæti. Svíþjóð öll næstu sæti að Jónasi, sem var 11. og ég 19. Keppendur voru 40. Lengsta stökk var 55 m. Jónas stökk 43 m og 46 en ég 40 m og 42,5 m. Þeir, sem voru vanir stökk- bakkanum og þekktu inn á hann, þeim gekk bezt. Við fengum góða dóma, því að þeir hafa víst ekki búizt við svo miklu af okkur innan um þeirra beztu menn. Jónas segir í bréfi, að síðustu dagana, sem þeir félagar voru í Storlein, fór þar fram innanliéraðs-keppni í svigi. Var þeim félögum boðið að fara svigbraut keppend- anna og fóru þeir á tveim beztu tímunum. Haraldur var 39,8 sek, en Jónas 40,2 sek. Ennfremur segir Jónas frá því, að sér hafi verið boðið á stökkkeppni 10 ]). m. (á sunudaginn kemur). Þar munu mæta fræg- ustu skíðastökkmenn Svía og Norðmanna, þar á meðal þeir Birgir og Asbjörn Ruud. Ekki lætur Haraldur neitt uppi um það í bréfiun sínum, hvort liann muni taka þátt í þessu móti. Allir Siglfirðingar gleðjast yfir þeim árangri, sem þeir félagar náðu í hinni fyrstú keppni sinni á erlendri grund og vona eftir enn betri fréttum frá þeim. Það minnsta, sem bæjarfélagið getur gert fyrir þá, sem bera liróður þess uppi, er það að afgreiða þau mál, fljótt, sem koma frá þeim mönnum, og þannig, að virðing sé að.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.