Neisti


Neisti - 08.03.1946, Page 3

Neisti - 08.03.1946, Page 3
NEISTI 3 ROOSEVELT (Framhald aí 2. síðu) setti met í kosningabardaganum, í fundahöldum og ræðumennsku. Hann heimsótti öll sambandsríkin 48 að tölu. Hann ferðaðist frá Atlandshafi til Kyrrahafs, frá Canada til Mexico. 1 þessum kosn- ingum hélt hann 800 ræður og virtist jafn óþreyttur að ferðalag- inu loknu eins og í upphafi þess. Einu ári seinna var hann líkam- l'egur aumingi. 1 ágústmánuði 1921 fékk hann veiki að afloknu sundi. Hann gat ekki hreyft fæturna. Handleggirnir voru máttlausir, og fingurnir dofnir. Læknamir sögðu að þetta væri lömunarveiki. Sjúk- dómurinn var lítt þekktur og eng- inn kunni ráð til bata. Allir vegir höfðu virst færir fyrir hinn imga og hrausta Roosevelt. Allar leiðir opnar til valda og álits, til aukinn- ar lifshamingju, til hinna mestu virðinga, og aukinna áhrifa. En nú var hann lamaður maður, og allar bjargir virtust bannaðar og allar leiðir lokaðar. En þá var það sem kraftaverkið skeði. Ekki kraftaverk skjótrar heilbrigði. Heldur kraftaverk sterks vilja og óbifandi þraut- seigju. Hinn sjúki maður neitaði að gefast upp. Hugrekkið var ó- bilandi og lífsgleðin óbrotin. Eng- inn veit hversu mikiar þjáningar, andlegar og líkamlegar, hann hefir orðið að þola. Hitt vita menn að með ósigrandi viljaþreki og stöð- ugum æfingum tókst honum að mestu að sigrast á sjúkdóminum. Hægt en öruggt kom tilfinning í fingur hans. Hann fékk vald yfir handarhreyfingum, en fætumir neituðu að bera hann. Til þess að ná valdi yfir .vöðvum og limum, byrjaði hann nú fyrir alvöru að synda, en nú í heitu vatni. Hann ^yggði sér sveitasetur í Warnis Springs i Georgíu. Þar var inni- byggð sundlaug með heitu vatni frá laugum, sem þar eru. 1 tvö ár var hann daglega borinn í laug- arnar til sundiðkana. Og 1924 hafði hann náð sér svo að hann gat staulast við hækjur. Liffæri hans öll voru í bezta lagi ekki sízt hjartað, sem var sterkt og öruggt. Herðar hans voru breiðar og miklar og hand- leggir stæltir. Og að seinustu gat hann gengið við tvo stafi eða með því að stiðja sig við arm sam- ferðamanns sins. En það sem var mikilverðast af öllu var það, að hann vildi aldrei tala um sjúkdóm sinn og ieyfði heldur ekki öðmm að gera það. Hann vildi ekki láta líta á sig sem sjúkling, heldur heilbrigðan og fullfæran mann. En þrátt fyrir það var hann minnugur þess hvílík hörmung lömunarveikin er, og allt til æfiloka vann hann mjög að því að efla rannsóknarstofu til lækn- ing&r lömunarveiki, jafnframt því sem hann styrkti þau börn, sem fyrir þeirri ógæfu urðu að taka þessa veiki, og hvatti þau til dáða sem leiða mættu til þess að þau á ný öðluðust heilsuna. í stuttu máli sagt, hafði hann tekið upp að nýju starfsþráðinn, þar sem hann slitnaði 1921. Hanrf endurnýjaði vináttusambönd, sem hann hafði stofnað til víðsvegar um Ameríku, fylgdist með stjóm- málum, ræddi þau við vini sína. Enda sýndi það sig brátt, að hann mundi fljótlega kamast til vegs og virðingar í þeim efnum. Þegar Roosevelt sat í stól upp- tekinn af hinum stærri og þýðing- armeiri vandamálum, talandi, les- andi, skrifandi, eða semjandi bréf, þá mundi enginn hafa trúað því, að hér sæti eitt af hart leiknustu fórnarlömbum máttleysisveikinn- ar. Það varð ekki séð á honum. Augu hans voru vingjarnleg og brosmild, hláturinn hjartanlegur og smitandi glaðværð einkenndi framkomu hans. Aðeins að einu leyti var hann breyttur. Hann var enn öruggari en áður. Hann hafðí reynt hverju einbeittur vilji fær til vegar komið. 1921 gat Franklín D. Roosevelt hvorki hreyft legg né lið. 1924 var hann á flokksþingi demokrata í New York og hélt hann áhrifa- mikla ræðu og lagði til að Alfred E. Smith yrði forsetaefni demo- krata. Smith varð ekki forseta- efni í það skipti, en 1928 heppnað- ist Roosevelt að koma því til leið- ar að hann yrði forsetaefni flokks- ins. Og sama ár varð Roosevelt landstjóraefni demokrata í New York. Við forsetavalið sigraði Hoover eins og kunnugt er með miklum meirihluta atkvæða. En það einkennilega skeði, að þó þeir báðir Smith og Roosevelt væru demokratar, og nánir pólitískir vinir og samstarfsmenn, beið Smith ósigur í kjördæmi sínu í New York, en Roosevelt sigraði og vár. kosinn landstjóri í New York-ríki Frá þeim tíma fór hamingjusól Roosevelts sífellt hækkandi. Hann var endurkjörinn landstjóri 1930. Forseti Bandaríkjanna var hann kjörinn 1932, endurkjörinn 1936, I þriðja sinu 1940 og í fjórða sinn 1944. Með endurkjöri sínu 1940 og 1944, voru þverbrotnar allar hefðbundnar venjur um forseta- kjör. Aldrei hefur nokkur forseti verið kjörinn nema tvisvar í röð, og verður ef til vill aldrei aftur. Einn allra hinna mikilhæfu forseta Bandaríkjanna, var Roosevelt kos- in samfleitt í 16 ár til þess að gegna þessu mikilhæfa embætti, og í síðasta skipti á örlagaþrung- ustu dögum þjóðarinnar, a. m. k. síðan á dögum frelsisstríðsins. Aftur hljómar spumingin. Hvers vegna? Og aftur hlýtur svarið að verða: Ekki vegna þess, að hann var mikilhæfur stjórnmálamaður, gáfaður, víðsýnn og viljasterkur, heldur vegna þess að hann elskaði meðbræður sína, og að þeir vissu það ósjálfrátt, höfðu það á tiifinn- ingunni. En vitanlega var Rooseveltenginn dýrlingur. Hann hafði sína galla, og hann steig víxlspor eins og aðrir dauðlegir menn. Einnig hann hafði sínar takmarkanir. En einu gleymdi hann aldrei, trú sinni á alþýðumanninn — hinn óþekkta mann — eins og hann orðaði það. í sínu eigin landi vildi hann bæta kjör hins vinnandi manns og hlífa honum við hinni hlífðarlausu not- kun kapítalismans. Og í heiminum vildi hann festa lýðræðið í sessi. Hann barðist fyrir frelsi þjóðanna, og rétti mannanna til þess að ráða yfir örlögum sínum, og njóta fulls frelsis í ræðu, riti, skoðunum og trúarbrögðum. Hann vildi éinnig varðveita frelsi mannanna frá skorti og gefa þeim öryggi fyrir mannsæmandi lífsafkomu. Roose- velt var blíður og dagfarsgóður, en einnig hann gat orðið reiður, ofsareiður, þegar hann mætti lítil- mennsku, svikum og mannvonsku. Roosevelt var endurkjörinn for- seti oftlega. En enginn má ætla að það hafi fengist baráttulaust. 1 ættlandi sínu varð hann að berjast við ýmsa örðugleika, sem jafnvel var erfiðara að sigrast á, heldur en bryndrekum Þjóðverja, eða sjálfsmorðsflugvélum Japana. Eng ipn forseti hefur sætt harðari and- stöðu en einmitt hann og sérstak- lega úr hópi auðmanna. Þeir gátu aldrei gleymt því að Roosevelt var sjálfur fæddur af auðugu foreldri og tignum ættum. Þeir litu ávallt á hann sem nokkurskonar frávill- ing, sem tekið hafði upp merkið fyrir andstæðinga þeirra, hinn mikla fjölda hins vinnandi fólks. Þetta gátu þeir aldrei fyrirgefið. En hann aftur á móti neitaði þeim örugglega um nokkur þau sérrétt- indi, sem þeir töldu sig eiga í krafti dollaravaldsins. Ef að þeir vísuðu til fyrri kynna, sem þeir hugðust nota sér til framdráttar, fengu þeir oft svör, sem undan sveið. Einu sinni voru nokkrir af forvígis- mönnum stáliðnaðarins á samtals- fxmdi í Hvíta húsinu, og á ráð- stefnu með forsetanum. Einn þeirra sagði í lok fundarins að einn af forstjórum stærsta stálhrings- ins — Betlehem Steel — hefði beðið að heilsa Roosevelt, og beðið að bera honum hinar beztu kveðjur Heilsaðu Jóa aftur, sagði Roose- velt blíðlega, og segðu honum að hann muni aldrei aftur fá leyfi til þess að græða eina milljón dollara á ári.“ Það voru ekki miljónamæring- arnir í Bandaríkjunum, sem syrgðu hinn alltof skjóta dauða forsetans. Þeir gátu ekki fyrirgefið honum, að hann lagði til á stríðsárunum, að hámark skyldi sett á tekjur og laun manna, þannig að enginn skyldi hafa meira en 25 þúsund dollara tekjur. Vegna umbótavilja hans og tillagna um bætt kjör al- mennings, ofsóttu þeir hann pg hötuðu. Oftsinnis reyndu þeir að koma í veg fyrir umbætur hans. Stundum tókst þeim að tef ja fyrir þeim, en aldrei að hindra að fúilu margskonar endurbætur, sem hann barðist fyrir á stjórnarárum sínum En hinn mikli sláttumaður sýndi enga miskun eða fór í maun- greinarálit. Um það leyti sem sigur inn var öruggur yfir ofurveldi naz- isma og fasisma, kom dauðinn miskunnarlaus og heimtaði fórn sína. Roosevelt var þreyttur og slitinn maður. Hin seinustu ár hafði hann unnt sér lítillar hvíldar og ekki sézt fyrir við hin erfiðu störf. Hann hafði eins og Vilson forseti, slitið sér upp löngu fyrir aldur fram. En æfilok hans urðu róleg og fögur. Þreyttur og örmagna af þrot- lausu striti, hafði hann farið tii heimilis síns í Warm Springs, til hvíldar. Það var 12. apríl, og hann var þegar nokkru hressari. Það var mikið að gera. Hann hafði far- ið fremur seint á fætur, og var önnum kafinn að ljúka við póstinn með aðstoð skrifara síns. Listakona var í stofunni og mál- aði mynd af honum við skrifborðið. Frænkur hans tvær roru inni í stofunni við vinnu sína. Forsetinn skrifaði undir hin ýmsu embættis- skjöl og var skrafhreykinn að vanda og í góðu skapi. Morgun- verðinum var frestað þar tii for- setinn hefði lokið við vinnuna. Seinna um daginn skyidi hann mæta við tvennar hátíðir. Borgar- stjórinn hafði boðið honum ásamt mörgum öðrum til veizlu i skemmtí garði borgarinnar, og um kvöldið skyldi hann mæta á sýningu, sem vinirnir hans litlu börnin á sjúkra- hælinu fyrir lömunarveik börn, ætluðu að halda til heiðura honum. En það varð engin veizla og enginn hátíðasýning. Roosevdt kom ekki. Einkaritari hans var farinn. Listakonan var gengin. Hann hélt enn áfram við vinnu sína. Allt í einu tók frænka hans eftir, að hann hafði hnigið útaf í stólnum. Hún kom skjótt tíl hjálpar honum, og heyrði hann hvísla lágúm rómi. Mér er ákaf- lega illt í höfðinu. Þegar voru sóttir frægir iæknar og sérfræðingar, en þeir fengu ekkert að gert. Hann hafði lagt alltof mikið að sér við hin erfiðu störf, sem hann leysti af hendi i þágu alls mannkynsins. Hann hafði fengið heilablóðfall, sem aðeins gat endað á enn veg; með dauða. Dauðinn kom tveimur timum siðar, og fljótlega bárust sorgarfregn- irnar út um allan heim. Vinír hans, sem beðið höfðu árangurslaust eftir honum grétu. Litiu sjúku börnin grétu. Enginn getur lýst þeirri sorg, sem þessi fregn vaktí hjá milljónum, eða 100 milljónum (Framhald á 4. wiðu)

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.