Neisti


Neisti - 28.02.1947, Síða 1

Neisti - 28.02.1947, Síða 1
 NEISTI Útgefandi Alþýðuflokkafélag Sigluf jarðar Ábyrgðarmaður: ÓLAFUR H. GUÐMUNDSSSOIf Siglufjarðarprentsmiðja 6. tbl. Föstudaginn 28. febr. 1947. 15. fefMgW SKÝRSLA 01 FÖR BÆJARSTJÚRA TIL REKJAVlKUR ! ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG SIGLUFJARÐAR ♦ * ♦ ♦ ♦ heldur fund í Gildaskálanum, föstudag:inn 28. febrúar kl. 8,30 e. h. D A G S K R Á : 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Félagsmál 3. Bæjarmál 4. Kal'fidrykkja 5. Spil Félagar fjölmennið og m»ttð stuindvíalega STJÓRNIN Eins og kunnugt er, kom fram ’ tillaga á bæjarstjórnarfundi hinn 29. des. s. 1. frá bæjarfulltrúum Alþýðuflokksins og mér um að senda einn mann frá hverjum flokki til Reykjavikur til þess að vinna að framgangi nokkurra að- kallandi mála. Tillögunni var eftir nokkrar umræður vísað til alls- herjarnefndar til fulinaðaraf- greiðslu. I allsherjarnefndinni var svo tillagan afgreidd á þann hátt, að þar var samþykkt með þrem atkvæðum að ég skyldi einn fara í þessa ferð. Voru það fulltrúar Sósíalistaflokksins og Sjálfstæðis- flokksins, sem greiddu atkvæði, en fulltrúar Alþýðuflokksins sátu hjá, og rökstuddu þeir afstöðu sína með því, að þar eð a. m. k. sum þeirra mála, sem um var að j;æða, krefð- ust flokkslegra starfskrafta, væru þeir óánægðir með þessa afgreiðslu Eg var þeim síðarnefndu fyllilega t sammála um þetta. Mér var ljóst, að líklegra til árangurs hefði verið að fela t. d. fjórum mönnum að takast þessa ferð á hendur, en um það tjóar ekki að sakast. — Vil ég nú gefa skýrslu um árangur þess- argir ferðar. Mál þau, sem vinna átti að sam- kvæmt nefndri tillögu, voru sem hér segir: V ’ a) semja um greiðslu vaxta og af- borgana af lánum vegna Skeiðs fossvirkjunarinnar. b) Að hraðað verði lántökubeiðni bæjarins vegna Skeiðsfossvirkj unarinnar, sem nú liggur fyrir Alþingi. c) Vinna að undirbúningi á stækk- un sjúkrahússins. d) Athuga möguleika á því, að f bærinn geti staðið við f járhags- legar skuldbindingar vegna tog- arakaupa. e) Tryggja bænum að uppmokst- urskip ríkisins fáist hingað svo fljótt sem verða má, til vinnu við byggingu innri hafn- arinnar. — Athuga hjá vita- málaskrifstofunni, hvaða efni er tiltækilegt í fyrirstöðuþil innan á Eyrinni. a.) Á fyrsta viðræðufundi mín- um við þáverandi fjármálaráð- herra, Pétur Magnússon, óskaði hann þess, að ég aflaði hjá raf- magnseftirliti ríkisins, reksturs- áætlunar um nokkur ár fram í tím- ann. Vildi hann hafa hana til hlið- sjónar, áður en hann gæti tekið ákvarðanir um aðstoð til handa rafveitunni. Það tók mig meira en viku að fá rekstursáætlun þessa fullgerða, en þeim tíma, ál'it ég að hafi verið vel varið. Með hana fór ég svo enn á fund fjármálaráðherra og kynnti hann sér hana rækilega. Niðurstöður rekstursáætlunarinnar eru þær, að' sé gengið út frá, að rafveitan fengi þeim kröfum, sem fallnar voru til greiðslu 1. jan. s. 1. og námu ca.. 1.3 millj. króna, breytt í lán til t. d. 25 ára með þolanlegum vaxtakjör- um, myndi rekstur hennar að þrem árum liðnum verða orðinn halla- lítill, þó að því tilskildu, að utanað- komandi ástæður, svo sem miklar breytingar á verðgildi peninga breytist ekki henni í óhag. Kvað ráðherran líklegt, að Alþingi myndi vilja veita rafveitunni ríkis- ábyrgð fyrir t. d. allt að 1.5 milj. króna, en hitt væri vafasamara, að unnt væri, fordæmisins vegna, að lána rafveitunni fé til þess að standast reksturshalla. Eg benti ráðherranum á, að verulegur hluti af áföllnum kröfum á hendur raf- veitunni væri stofnkostnaður. Hins vegar væru tekjurnar af seldu raf- magni í talsverðum vexti, og l'ikur til þess að enn verði áframhald á því, einkanlega ef rafveitan yrði þess megnug að eignast spenni- stöðVar til þess að nýta þá raforku sem nú er framleidd við Skeiðs- foss. Hvað viðvíkur afborgunum og vöxtum af rafveitulánum, sem féllu um áramót og ríkið var í ábyrgð fyrir, þá tók f jármálaráðu- neytið að sér þær greiðslur. Nema þær samtals kr. 626.698,26. Auk þess féllu í gjaldaga hinn 1. febrú- ar s. 1. vextir og afborganir af einnar milljónar króna láni hjá Brunabótafélagi íslands, samtals kr. 70.682,49. Skrifaði ég ráðuneyt inu bréf meðan ég dvaldi í R.vík, til áréttingar áður framkomnum ósk'um m'ínum bæði munnlega og símleiðis um að ríkið greiddi einnig þessa upphæð, ásamt þeim, sem áður voru nefndar. Hefi ég ekki fengið tilkynningu enn um að þessi síðasttalda greiðsla hafi farið fram. Um s. 1. áramót féll í gjaldaga greiðsla til Högaard & Schultz, er samið var um á fyrri hluta s. 1. árs, að upphæð ca. kr. 182.000,00 með vöxtum. Fyrir þeirri kröfu var ríkið ekki í ábyrgð. Eigi að síður var mér af samgöngumálaráðuneyt inu gefið loforð um að það myndi greiða þessa upphæð fyrir bæjar- ins hönd, gegn því, að fá upphæð- ina endurgreidda af væntanlegu láni frá Alþingi, sem áðuú er um getið, og er ekki ástæða til að ætla annað en að það verði gert. b.) Straxj og ég kom til Reykja- víkur setti ég mig í samband við þingmann kjördæmisins viðvíkj- andi rafveituláninu. Tjáði hann mér, að vegna þeirrar óvissu, sem þá var ríkjandi á stjórnmálasvið- inu með tilliti til ríkisstjómar, áliti hann að vafi léki á um hvort hyggi legt væri að leggja áherzlu á að fá málið til afgreiðslu í þinginu. Óskaði hann umsagnar um það hvort hann ætti að bíða eftir hent- ugra tækifæri til þess að fá málið á dagskrá, eða hætta á að fá það afgreitt þrátt fyrir það, þótt stjórn málaóvissan gæti orðið til þess að málið yrði fellt. Eg áleit, að raf* veitan myndi þola að bíða eftír láninu enn um skeið, og að ekki kæmi til mála að hvetja þingmann inn til þess að reka á eftir málinu eins og á stóð, þar eð hann, sem hlaut að vera öllum aðstæðum manna kunnugastur, áleit sjálfxrr, að slíkt myndi geta orðið til þess, að fellt yrði að verða við lánbeiðn* inni. Tjáði ég homnn þetta álit mitt, og kom okkur saman um, að rétt myndi vera að láta málið kyrrt liggja að öðru leyti en því, að vinna því fylgi þingflokkanna eða einstakra þingmanna eftir því sem unnt væri. Ég ræddi um þetta mál oft og mörgum sinnum við einstaka þing- menn Alþýðuflokksins, og þó sér- staklega við annan ráðherra hans, Emil Jónsson, sem þá fór með raf- orkumál. Er mér óhætt að segja, að þeir allir tóku málinu vinsam- lega, ekki sízt ráðherrann. Hefi ég því beztu vonir inn, að þeir verði þvi fylgjandi, er til lokaafgreiðsl- unnar kemur. (Framhald á 3. afiftn).

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.