Neisti - 28.02.1947, Qupperneq 4
4
NE I STI
Ríkisstjórnin boðar
Lækkun vísiiölunnar
aftur með néður-
greiðslu vöruverðs.
Á að fara aftur niður í 310 stig.
R'ikisstjórnin gaf út 20. þ. m.
svofellda yfirlýsingu:
Út af þeirri hækkun, sem orðið
hefur á vísitölu kauplagsnefndar
og auglýst hefur verið í dag, vill
ríkisstjórnin taka fram eftirfar-
andi:
1) Hækkun þessi stafar af vöru-
hækkun í janúarmánuði, og þar
sem ráðstafanir til lækkunar höfðu
ekki verið gerðar 1 þeim mánuði
hlaut þessi hækkun að koma fram
riú.
2) Ríkisstjórnin hefur ákveðið,
í samræmi við málefnasamning, er
lagður var til grundvallar við
stjórnarmyndunina, að greiða
niður vöruverð fyrir næstu mán-
aðamót, þannig að vísitalan færist
þá niður í það sem hún var í
janúarmánuði, 310 stig.
II BÆNOM
Skíðafél. „Skíðaborg“ hélt aðal-
fund sínn 19. jan. s.l. I stjórn fé-
lagsins voru kosnir:
Alfreð Jórisson, form.
Sveinbj. Tómasson, ritari
Erl. Stefánsson, gjandk
Sigurgeir Þórarinsson, skálav.
Félagið varð 10 ára s.l. ár og
voru þau hjónin Þóra Olsen og
Gunnlaugur Gottskálksson gerð að
heiðrusf élögum. I félaginu eru
246 meðlimir.
★
Knattspyrnufélag Siglufjarðar
hélt aðalfund sinn 9. þ.m. Stjórn
íélagsins er skipuð eftirtöldum
mönnum:
Þórir Konráðsson, form.
Jóhann Möller
Bragi Magnússon
Jón E. Sigurðsson
Alfreð Jónsson
Helgi Sveinsson og Vilhjálmur
Sigurðsson gengu úr stjórninni.
Helgi hefur átt sæti í stjórninni í
mörg ár og hefur unnið þar mikið
og gott starf. Meðlimir K.S. eru um
160.
★
Sk'iðafél. Siglufjarðar hélt aðal-
fund 18. þ. m. — í stjórn félagsins
voru kosnir:
Vilhjálmur Hjartarson, form.
Einar Kristjánsson, ritari.
Daniel Þórhallson, gjaldk.
Einar Ólafsson, meðstj.
Valtýr Jónasson, meðstj.
I félaginu eru 340 meðlimir.
★
J. ... u
Knattspyrnufélag Siglufjarðar
hélt grímudansleik á bolludag. —
Dansleikurinn var fjölsóttur. —
Þrenn verðlaun voru veitt fyrir
beztu búningana.
1. verðlaun hlaut: Stella Clausen.
2. verðlaun hlutu: Þórir Konráðs-
son og Hrönn Jónsdóttir.
3. verðlaun hlaut: Þórður Jónsson
Úmaktegar árásir
Eftiríarandi igrein er eitt af bréf-
um þeim, sem Þórði Þögla liafa
borizt. Þórður hefir sent blað-
nefnd Neista bréfið með þeim um-
mælum, að það sé of langt til birt-
ingar í pistlum lians Blaðnefndin
hefur valið því yfirskrift.
Jóhann Möller hefir mjög orðið
fyrir dólgslegum árásum af Þór-
oddi Guðmundssyni og undir söng
Þóroddar hafa þeir kyrjað Ás-
grímur Albertsson, Þórhallur
Björnsson og ýmsir aðrir úr hinni
dreifðu kommúnistahjörð
Siglfirzkir verkamenn standa í
mikilli þakklætisskuld við J. M.
fyrir störf hans í verkalýðshreyf-
ingunni hér, þótt hann sé ungur að
árum. Þessar árásir Þ. G. eru því
með öllu ómaklegar og illa þokk-
aðar af verkamönnum yfirleitt.
Árið 1940 var Jóhann 'í samn-
inganefnd þeirri fyrir okkur verka-
menn, er aflaði okkur 25% kaup-
hækkunar. Mæddi sú samninga-
gerð einna mest á honum, því
stjórn Þróttar mátti þar hvergi
nærri koma. Hótanir sáttasemjara
um fangelsi lét nefndin ekki á sig
fá. Mætti og minnast þátttöku
hans í kyndaraverkfallinu og bera
saman afskipti Þóroddar af því.
Leiðrétting
I grein F.U.J.-félaga í síðasta
blaði er meinleg villa, þar stendur
m. a.: „að kommúnistar gátu ekki
fallist á, að hinn sameinaði flokkur
lýsti því yfir, að hann starfaði á
lýðræðisgrundvelli, og neituðu með
öllu að fallast á“ o. s. frv. Þessi
málsgrein er rétt þannig: „að
kommúnistar gátu fallist á, að hinn
sameinaði flokkur lýsti því yfir, að
hann starfaði á lýðræðisgrundvelli,
en neituðu með öllu að fallast á“
o. s. frv.
I 1. maí-nefnd verkalýðsfélag-
anna hefir Jóhann verið imdan-
farin ár og oft flutt snjallar ræður
á þeim degi, sem vakið hafa at-
hygli allra er á hlýddu og kommún-
istar hafa farið viðurkenningar-
orðum um. Sumir kommúnistar
hafa gert sér vonir um, að Jóhann
gengi í flokk þeirra, því hann væri
svo róttækur. Það eru að vísu tál-
vonir kömmúnista og ímyridun ein,
að Jóhann muni nokkurn tíma geta
hent það slys að ganga 'i flokk
þeirra. En þetta sýnir þó, að þeir
bera raust til Jóhanns og vildu
gjarna, að flokkur þeirra nyti góðs
af ósérplægni hans og dugnaði
Öll störf, sem Jóhann hefur
unnið í Þrótti, hefir hann leyst af
hendi af dugnaði og fórnfýsi, enda
nýtur hann fullkomins traust
okkar verkamannanna.
Hvað hefur þá Jóhann unnið til
saka til þess að verða fyrir þess-
um rógi kommúnista? Jú, á
Þróttarfundum hefir hann oft
haldið uppi málstað okkar, svo
sem í ágreiningsmáli okkar við
S.R, sem þeir Gunnar, Þóroddur
og Guðmundur hafa látið „liggja í
salti“ í 6 mánuði. Hann hefur hald-
ið uppi málstað þeirra manna, sem
að ástæðulausu hefur verið sagt
upp vinnu og hann hefir verið á-
kveðið fylgjandi uppsögn kaup-
gjaldssamninganna, til þess að
koma fram ýmsum nauðsynlegum
lagfæringum á þeim.
Gagnrýni Jóhanns á meirihluta
stjórnar Þróttar s.l ár, hefur verið
á fullum rökum byggð, svo og á
Húsnefndinni, enda óttast komm-
únistar þessa gagnrýni. Af þeim
ástæðum hafa þeir sett rógkvörn-
ina af stað. En þeir gæta þess
ekki ,að árásirnar á Jóhann Möller,
eru jafnframt árásir á okkur
verkamemrina, sem hann hefur
haldið uppi málstað fyrir.
Verkamaður
Einar Albertsson
staðinn að
ósannsögli
1 Mjölni, sem út kom miðviku-
daginn 19. þ. m„ ritar Þróttar-
félagi grein, er hann nefnir: „Sann-
leikpostular hagræða sannleik-
anum.“ Þar segir þessi sannleiks-
postuli m. 'a.:
„En ékki hafði ég talað nema
nokkrar setningar, þegar hinir
liáttprúðn!!! kratar innan stjómar
og utan, í Baldri, tóku að grípa
fram í fyrir mér og heimtuðu, að
mér yrði bannað að tala.“ — „Það
eru nógir helv. kommúnistar hér,“
Rafpönnur
Ahim. pottar
GESTUR FANNDAL
hrópaði einn. Eftir að hafa rejmt
að yfirgnæfa köllin, og reynt að
bíða eftir liljóði án árangurs, sá
ég þann kost vænstan að ljúka 11
máli mínu!!
Neisti hefur aflað sér upplýsinga
hjá Helga Hannessyni, formanni
Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísa-
firði, um fund þann í félaginu, sem
Þróttar-félagi gerir að umtalsefni.
Þróttar-félagi þessi er Einar Al-
bertsson formaður Æ.F.S.
Helgi Hannesson kveður sig hafa
veitt Einari tvisvar sinnum orðið,
að einu sinni hafi verið gripið fram v
'i fyrir Einari, en að öðru leyti sé
fyrmefnd frásögn af þessum Bald-
urs-fundi helbep ósannindi. Lygar
eru stuttfættar segir þekkt, erlent
máltæki og stundum tekst að elta
þær uppi. Þannig hefur í þetta
skipti farið með ósannsögli Einars
Albertssonar af fyrrnefndum Bald-
urs-fundi. Neisti átti bágt með að
trúa því, að menn hefðu ekki fullt
málfrelsi í Baldri og það komm- +
únistar sem aðrir, enda var ákaf-
lega auðvelt að fá hið sanna í þessu
máli. Neisti veit að Einar Alberts-
son hefur átt bágt undanfarnar
vikur. Skrif þau, sem hafa farið
á milli hans og F.U.J.-félaga um
kommúnismann og jafnaðarstefn-
una, ennfremur vöxtur Félags
ungra jafnaðarmanna, en aftur á
móti kyrrstaða Æ.F.S., hefur án
efa gert hann dálítið taugaveikl- ^
aðan. Þó að svo sé, ætti þessi ungi
maður að varast að láta hatur sitt
til lýðræðissósíalista hlaupa með
sig svo í gönur, að hann verði stað-
inn að ósannsögli oftar. Neisti er
Einari þakklátur fyrir þær upplýs-
ingar, að á 70 manna fundi í Baldri
hafi verið einn kommúnisti auk
hans sjálfs. Neisti vissi að vísu
áður, að kommúnstar voru fylgis-
litlir í Baldri, en ekki svona gjör- <
samlega. Annars getur Neisti upp-
lýst Einar aftur á móti um það, að
alþýðan um allt land er smám sam-
an að endurheimta félög sín úr
höndum þeirra kommúnistanna.
Sýndarmennska og loddaraleikur
þeirra er nú senn á enda.