Neisti


Neisti - 18.02.1949, Blaðsíða 1

Neisti - 18.02.1949, Blaðsíða 1
J r F. U. J. F. U. J. F.U.J.-félagar Munið aðalfundinn í kvölri W. 8,30, í GUdaskálanum. Fjölmeniúð réttstundis! STJÓRNIN Siglufjarðarprentsmiðja h f. 5. tbl. Föstudagur 18. febr. 1949. 17. árgangur. SJALDAN LAUNA KÁLFAR OFELDl Á sama tíma og atvinnuörðugleikar sverfa að velflestum verka- nrannafjölskyldum bæjarins, á sama tíma og bæjarsjóður og fyrir- tæki bæjarins berjast í bökkum f járhagslega vegna þeirra atvinnu- örðugleika, nota framsóknarmenn tækifærið tíl að fiska £ gruggugu vatni, slá ryki í augu bæjarbúa, sem litla aðsföðu hafa tíl þess að fylgjast með gangi mála, með þvi ímeðal annars að skírskota til hinna lægstu hvata og leitast við að vekja öi'und atvinnulausra Iverkamanna í sambandi við það, að Igengið er frá því verki í bæ jarstjórn, sem krafðist framkvæmdar, þ. e. að taka álívörðun um launakjör starfs- i'ólks kaupstaðariins. Að loknum bœjarstjórnar- i kosningum \1946 1 síðasta tölublaði „Einherja" er að nokkru rakin saga þeirra póli- tísku örðugleika, sem sköpuðst upp úr kosningunum til bæjarstjómar í janúar 1946. Er full ástæða til að bæta ýmsu við það, sem blaðið hefur að segja um það efni, til frekari glöggvunar fyrir þá, sem rifja vilja upp þá sögu. Kommúnistar fengu, sem kunn- ugt er, hæsta atkvæðatöTu flokk- anna hér í iþeim kosningum, þar , næst Alþýðuflokkurinn, þá Sjálf- stæðisflokkurinn og lo'ks Fram- sóknarflokkurinn. Virðist greinar- höfundur Einherja þó treystá því, að háttvirtir kjósendur séu eitt- hvað farnir að ruglast í þessari röð, því hann telur sig hafa efni á að kalla Alþýðuflokkinn og Sjálf- stæðisflokkinn „veika" og auk þess andstæða í stefnumálum, — og er * hið siðara rétt. Samkvæmt þessari niðurstöðu um atkvæðatölur flokkanna, hvíldi sú siðferðisskylda á kommúnista- flokknum að gangast fyrir því að myndaður yrði ábyrgur bæjar- bæjarstjórnarmeirihluti. — Þetta tókst fldkknum ekki að fram- kvæma, og kom þá röðin að AI- - þýðuflokknum að leysa þennan vanda. Sú iausn tókst þann veg, að allir flokkar bæjarstjórnarinnar komust að samkomulagi um að takast á hendur að leysa sameigin- lega þau verkefni bæjarfélagsins, er úrlausnar Ibiðu og var 'þar um gerð sameiginleg stefnuskrá, er / allir flokkar undirrituðu vorið 1946. Þar í fylgdi sameiginleg niðurstaða um kosningu bæjar- stjóra, Hallgríms Dalberg, þó með J>eirri undantekningu, að Sjálf- stæðisflokkurinn stóð ekki að kosningu hans, en gerði þó um hana engan ágreining. Alþýðuflokknum var það ljóst, að framkvæmd þessara stef numála væri háð þegnskap bæjarfulltrúa flokkanna við bæjarfélagið, og með því að takast þetta hlutverk á hendur gerði hann siðferðiskröfur tál flokkanna og lagði þeim þá sið- ferðisskyldu á herðar, að þeir brygðust ekki vilja kjósendanna og gengju ekki gegn hagsmunum bæjarfélagsins með því að láta nokkuð það hafa áhrif á afstöðu sína til málefna bæjarfélagsins, s'em ekki væri í samræmi við sam- eiginlega hagsmuni Siglfirðinga. Jafn óðfús og Framsóknarflokk- urinn var til þátttöku í þessu s'am- starfi, hefir hann nú orðið fyrstur til að bregðast því opintoerlega með því að gera illkvittnislega til- raun til að slá sér pólit'íska mynt, á þann hátt að gera málefni, sem beðið hefir úrlausnar í bæjarstjórn um langan tíma að viðkvæmnis- máli og deilumáli, og nota sér það, að málið er þess eðlis, að gaignvart atvinnulausum verkamönnum er auðvelt, með illum vilja og nokk- urri mistúlkun að gera það í þeirra augum tortryggilegt. Staðreyndirnar um starfsmanna launin eru settar fram í annarri grein hér í blaðinu í dag, og eru þær nægileg hirting Framsóknar- flokknum fyrir framlkomu hans í því máli. (Framhald á 4. síðu). OMURLEGT HLUTSKIPTi Síðasta tölublað Ei'nherja virðist svo að segja eingöngu vera helgað þeim tilgangi að ófrægja Alþýðu- floikkinn. Meðal annars óhroða af því tagi, birtast í blaðinu tvær greinar um afgreiðslu bæjarstjórn- arinnar á máli, sem um nokkurt skeið hefur beðið afgreiðslu og var endanlega afgreitt á næst síðasta bæjarstjórnarfundi, en það er samningar um launakjör starfs- fólks bæjarins. Þar sem frásögn Einherja um þetta mál er ýmist algerlega röng eða villandi, verður ekki hjá þv'í komizt að rekja gang þess í aðal- atriðum, allt frá þeim tíma, er launakjör þau, sem gilt hafa að undanförnu voru látin taJka gildi, og til þessa dags. Það skal skýrt fram tekið þegar í upphafi, að Alþýðuflokkurinn hefur ekki stað- ið einn að lausn'þessa máls. Allir aðrir flokkar innan bæjarstjórnar- innar hafa þar nokikuð að unnið, svo sem þeim bar skylda tíl. Hefur þar aldrei borið á ágreiningi við Framsóknarflokkinn, fyrri en nú, að hann hélt sig verða þess varan, að með belliibrögðum og rangfærsl- um kynni hann að geta notað sér lítil kynni almennings af máli þessu til þess að draga fram pólitískt l'if sitt hér í bænum fram yfir næstu kosningar. Þetta er að vísu sjúkleg ímyndun hans og hefur Framsóíkn- arflokkurinn enn beðið álitshnekki fyrir ístöðuleysi sitt í þessu máli. SAGA LAUNAMALSINS I ársbyrjun 1945 fóru fram samningaumleitanir milli bæjar- stjórnar Siglufjarðar og Starfs- mannafélags Siglufjarðar. Niður- staða þeirra umleitana varð sú, að fyrir bæjarstjórn var lagt samn- ingsupp'kast, sem ekki hafði fengið samþykki Starfsmannafélagsins. Eftir því samningsuppkasti, sem ekki var — þrátt fyrir það þótt það hefði hlotið samþykki bæjar- stjórnarinnar — annað en einhliða fyrirmæli um hvaða kaup skyldi greitt, var farið í kaupgreiðslum til starfsmanna. Tæpu ári síðar, eða hinn 9. apríl 1947, barst bæjarstjórninni bréf frá þáverandi stjórn Starfsmanna- Fest kaup á vélum til Á bæjarstjórnanfundi, sem hald- inn var laugard. 5. þ.m. voru sam- þykktar tilögur rafveitunefndar um kaup á véium og útbúnaði til stækkunar orkuversins við Skeiðs- foss. Er það firmað Metropolitan Vickers Ltd., London, sem selur allt þetta, að undanskyldu mæla- borði, sem Ikeypt er frá banda- ríska firmanum Westinghouse. — Kaupverð allra tækjanna er 780 þús. kr. Með þessum ráðstöfunum er tryggt, að í árslok 1951 verði afköst Skeiðsfoss helmihgi meúi en hann nú er. Hefur meirihiluti bæjarstjórnar og bæjarstjóri tek- izt vel að f á þetta í gegn. félagsins, undirritað af Bjarna Jó- hannssyni, sem þá var formaður þess, svohljóðandi: „Siglufirði 9/4 1947. Bæjarstjórinn, Siglufirði. Þar sem launakjarasamn- ingur við Starfsmannafélag Sigluf jarðar er enn eikki gerð- ur og uppkast það að samn- ingi, er bæjarstjóri gerði á síðástliðnum vetri var hafnað af starfsmannafélaginu, ösk- um við eftir að framhaldandi samningaumleitanir f ari nú þegar fram og samningur igerð ur, sem báðir aðilar geta gert sig ánægðan með Virðingarfyllst. F.h. Starfsmannafélags Siglufjarðarbæjar, Bjarni Jóhannsson . form." (sign.) I öðru bréfi Starfsmannafélags- ins ódagsettu en frá sama tíma, undirrituðu af Bjarna Jóhahnssyni og Gísla Sigurðssyni, segir'meðal aunars; , ;, „— Vér viljuhi tja ýður, að vér erum reiðubúnir til að ganga frá þessum samningi, þegar gengið hefur verið frá ýmsum atriðum, er vér téljum að vanti skýr ákvæði um inn í samninginn. Viljum vér bénda á, að ósamið er ennþá um i(Framhald á 2. síðu). /

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.