Neisti


Neisti - 18.02.1949, Blaðsíða 3

Neisti - 18.02.1949, Blaðsíða 3
NEI STI 3 „Hærra kaup - Styttri vinnutími - Fleira folk“ Grein með þessari yfirskrift ibirtist í Einherja 12. febr. s. 1. og er undirrituð með nafninu „Verika- maður“. Endir greinarinnar er þannig: „Sama er að segja um Rafveitu- slkrifstofuna. Henni er lokað kl. 5. Stefnan virðist því þessi. — Hærra kaup — styttri vinnutími — fleira fólk“. Þar sem niðurlag þessarar grein- ar er dálítið beint til mín, sem hef umsjón með Rafveituskrifstofunni, vildi ég spyrja greinarhöfund um ef tirfarandi: 1. Hver hefur þar farið fram á 'Styttingu vinnutímans. 2. Veit greinarhöfundur hvað Iangur er vinnutími hjá skrif- stofufólki bæjarins. 3. Hvað langur er vinnutími hjá öðrum opinberum skrifstof- oun hér í ,bæ. 4. Hvað er langur vdnnutími á bæjarskrifstofum í öðrum bæjum. Eg vona, að greinarhöfundur Isvari þessu í næsta Einherja, og þá undir sínu eigin nafni. Hvað Rafveituskrifstofuna snert ir skal ég upplýsa hann um eftir- farandi: Pyrst eftir að við fluttum af bæjarskrifstofunni á Rafveituslkrif stofuna, byrjuðum við vinnu kl. 10 að morgni, unnum til 12 og fengum þá klukkutíma matarhlé; lokuðum skrifstofimni kfl. 5, unnum til 6 og stundum lengur, án þess að fá nokkurn kaffitíma. Á laugardaga unnum við aðeins frá 10—12. — Fyrir nokkrum dögum hringdi bæjarstjóri til mín og sagði að það væri ósk bæjarstjómar að vinna byrjaði á skrifstofunum kl. 9 að morgni. Frá þeim degi höfum við byrjað vinnu kl. 9 og unnið til 5 og oft lengur og aðeins fengið klukku- tíma matarhlé, en ekki kaffitíma. Það var ákvörðun Rafveitu- stjórans að loka skrifstofunum kl. 5 og taka ekki kaffitíma, og taldi hann tímann notast betur, enda mun það fyrirkomulag vera hjá flestum bæjum á alndinu. Það virðist dálítið einkennilegt, að verkamaður skuli taka sig fram og skrifa um stuttan vinnuthna hjá okkur skrifstofufóllki bæjarins, þar sem vinnutími okkar er lengri en á öðrum opinberum skrifstof- nm hér í ,bæ. Mér er ekki kunnugt nm, að nolkkur ætlist til þess, að verkamenn, sem vinna hjá bænum hafi lengri vinnudag, en verka- menn sem vinna hjá rfkinu, eða öðrum fyrirtækjum, enda væri það mjög ósanngjamt. ______________ HÆRRA KAUP Meðan ég vann hjá Sigluf jarðar- kaupstað, sem skrifstofustúlka, hafði ég skrifstofustúlkulaun. —- 1. janúar s. 1. tók ég við gjaldlkera- starfi hjá Rafveitu Sigluf jarðar og hef síðan fengið laun samkvæmt því. Greinarhöfundur getur svo borið saman, hvort þetta starf er betur launað hér en annarstaðar, en sé nú svo að launin séu hliðstæð, þá læt ég honum eftir að meta það, hvort mér beri sömu laun og öðr- um fyrir sama starf. FLEIRA FÓLK Það virðist koma- mörgum ein- Ikennilega fyrir sjónir, að við höf- um fengið unglingsstúlku okkur til aðstoðar á Rafveituskrifstofunni nú í nokkra daga. Eg vil því upp- lýsa bæði greinarhöfund og bæjar- búa yfirleitt um eftirfarandi. Eg hef unnið hjá Rafveitu Siglu- f jarðar mörg undanfarin ár, ásamt innheimtumanni. Eg vil talka það fram, af því ég hef orðið þess vör, að fólk heldur að ég hafi unnið i sjálfu bæjarbókhaldinu, — að ég vaam aðeins hjá Rafveitunni. — Auk þess voru gjaldkerastörf Raf- veitunnar í höndum bæjargjald- kera, og bæjarstjóri hafði allar bréfaskriftir o. fl. Fyrir þetta geiddi Rafveitan kr. 25.000,00 til bæjarins á ári. Nú er ætlast til þess að ég bæti þessum störfum við mig, í viðbót við það sem ég hef áður haft. Það segir sig sjálft, að annaðhvort. þarf ég hjálp til þess að Ijúka þessum störfum, eða ég hef undanfarin ár verið framúr- skarandi léleg skrifstofustúlka, er hreinasta vansæmd væri fyrir bæjarfulltrúanna að hafa falið jafn ábyrgðarmikið starf og ég hef nú með höndum. Að lokum vil ég segja þetta: Á Rafveituskrifstofunni á Akur- eyrf vinna 10 manns, og skiptist vinnan þamiig, að 6 vinna á skrif- stofunni og 4 að innheimtu og hafa innheimtumennirnir einnig með aflestur mæla að gera. En hér á Siglufirði er ætlast til að innheimtan og útreikningur á rafmagnsreikningunum sé í hönd- um einnar manneskju, og hin, sem á að vera gjaldkeri og umsjónar- maður skrifstofunnar á að færa allar bækur hverju nafni sem þær nefnast, hafa ailla vélritun, skýrslu- gerðir og bókstaflega allt, sem fyrir kemur á skrifstofunni, sendi- ferðir hvað þá annað. Eg hef unnið hjá Siglufjarðar- kaupstað í 14 ár. Núverandi bæjar- stjóra ,fyrrverandi bæjarstjórum o g fyrrverandi bæjargjaldkera, Fiðbimi Níelssyni er ábyggilega vel kunnugt um hve miikla eftir- vinnu ég hef oft unnið, og að ég hef unnið hana, án þess nokkru sinni að krefjast launa fyrir þau störf ,enda hef ég aldrei fengið Aðaifundur Isfjóradeildar Þróttar verður lialdinn sunnudaginn 20. febrúar 1949, kl. 13,30 í Suðugötu 10. I .( DAGSKRÁ: / ( 1. Félagsmál (Sameiningin o. fl.) 2. Kosningar samnvœmt lögum. \ 3. önnur mál. I i Stjórnin einn eyrir fyrir aukavinnu hjá jbænum öl þessi ár. Eg tel mér auð vitað skylt að gera slíkt hið sama nú, þegar á þarf að halda. En ég vil ekki vera svo yfirhlaðin störf- um að til þess að halda í horfinu, í verði ég að vinna hvert kvöld, og fá þar ofan á vanþalkklæti bæjar- búa og dylgjur hinna og þessara, að þessu mætti ljúka af á svo og svo stuttum tíma. Það sem ég fer fram á við Raf- veitunefnd og bæjarstjórn er þetta: Að ég fái stúilku mér til að- stoðar annan hvorn mánuð. En ég óska eftir að það sé stúlka, sem getur gert hvaða skrifstofustarf sem er, því það er meining mín að hún leysi okkur af í fríum. Sé það aftur á móti álit Rafveitunefndar, bæjarfulltrúa og bæjarbúa, að ég sé hér með að óska eftir áðstoð til þess að hlífa sjálfri mér, þá skal ég ekki skaða Rafveitusjóð Siglu- f jarðar með leti minni og sérhlífni, héldur fara. Herdís Guðmundsdóttir ÞVl EKKI SANNLEIKANN, ÞÓRODDUR ? Framhald af 4. síðu meðiimum á það, að ef hrun kæmi yrði verðgildi peninga sama og ekkert, eins og átti sér stað í Þýzkalandi. TIL HVERS SKRIFAR ( ÞÓRODDUR? Aðalástæðan fyrir rógskrifum Þóroddar Guðmundssonar um mig mun aðallega vera sú að undanfar- in ár hef ég látið verkalýðsmál a'll mikið til mín taka. Árið 1941 var ég í samninganefnd er færði Sigl- firzkum verikamönnum um 20% 25% launahækkun. Eg hefi tekið Iþátt í samninganefndum, er næt- urvinnutaxtinn var fenginn, vakta jöfnun S.R. og grunnkaupshækk- anir. í þessum átölkum hef ég fylgt þeirri' reglu að spyrja ekki fyrst og fremst um skoðanir forystu- manna Alþýðuflokksins til þeirra ákverjum tíma, heldur fara eftir því sem ég álít sjálfur rétt. Hinsvegar er stefna kommún- ista nú sú, að beita verkalýðshreyf ingunni fyrir hinn pólitiska vagn kommúnistflokksins. Þessi stefna þeirra kom bezt í ljós í hinu álög- lega verkfalli Þróttar sumarið 1947. F, U. J. F. U. J. Aðalfundur Félags ungra jafnaðarmaima er í kvöld kl. 8,30 e. h. I Gildaskála K.S.B. — DAGSKRÁ: — 1. Inntaka nýrra félaga 2. Félagsmál. .3. Venjideg aðalfundarstörf. Fjölmennið réttstundis. Stjórnin Hreingerningar Tek að mér hreingemingar. SIGRÍÐUR BJANADÓTTIR I' Túhgötu 28. Vil kaupa 16—30 hestafla háþrýstimótorvél. JÓHANN GUÐNASON Túngötu 18. Meðan kommúnistar haga sér þannig í verkalýðshreyfingunni mun ég vera ákveðinn andstæð- ingur þeirra. Róg og svívirðingar læt ég sem vind um eyru þjóta. Hér áður meir héldu kommúnistar sig eiga ofur- litla ,,axiu“ i mér en nú virðist sú von þeirra vera orðinn að engu og mega þeir sjálfum sér um kenna. Frekari skrif Þóroddar Guðmundsson um mig persónu- 'lega munu aðeins sannfæra mig um það, að ég hafi á réttu að standa. — Að lokum vil ég segja þetta: — Það er kominn tími til þess, Þór- od/iur, að eitthvað sé gert fyrir verkalýðinn og er þessvegna tíma- bært að þið kommúnistarnir hættið hinni pólitísku iðju ykkar innan verkalýðsféalganna og takð hönd- um saman við okkur jafnaðarmenn um það að vinna af heilum hug fyrir verkalýðinn. Siglufirði, 17. febr. 1949. Jóhann G. Möller. LEIÐRÉTTING: Á. 4. síðu, 2. dálki, 21. línu að neðan hefur misprentást lánaðist fyrfr láðist. 1

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.