Neisti


Neisti - 11.03.1949, Blaðsíða 1

Neisti - 11.03.1949, Blaðsíða 1
>^t,"m TILLESENDA! Miláð eíiii verður að bíða næstá blaðs, þar á tmeðal grein eftir „Élliða" um Sigluf jarðarskarð og grein frá F.U.J.-félöga. Sigluf jarðarprentsmiðja h. f. 8. tbl. Föstudagur 11. marz. 1949. 17. árgangur. Sögulegur bæjarstjórnarfundur Fyrri umrœða um fjárhagsáœtlun bœjarins 1949, stöö rjfir í 15 tíma. Þóroddur Guðmundsson kom þar fram sem minnihluti. Það hlutverk lék hann einn. Deildi hann mjög. á bæjarstjórnina fyrir hruðl á fé bæjarins, og er hpnum var bent é það, að flokksfysœður hans hefðu verið samþykkir rjmsu, sem hann kállaði bruðl á fé bœjarins, var hann fár við og sagðist ekki hafa mœtt á þeim fundum, sem slíkar ákvarðanir voru teknar á. Minnihlutarœða Þóroddar var því ekki aðeins dólgslegs árás á andstœðinga hans í bœjar- sljórninni heldur og á flokksbræður hans, er sœti eiga í bœjarstjórn. Gunnar Vagnsson bœjarstjóri veitti Þóroddi maklega hirtingu fyrir hinn óvandaða mélflutniný, og hrakti hann allar fullyrðingar Þóroddar um fjárbruðl bœjarstjórnar- innar. Þegar umræðunum lauk kl. 4 um néttina, var það hóglátur og lágreistur Þóroddur, sem hélt heim. 1 Mjölni, cem kom út s.l. miðvikudag, endurtekur Þóroddur ósann- indavaðal sinn frá bæjarstjórnarfundinum fyrri. Verður þessum skrifum hans gerð ofurlítil skil hér á eftir. Gunnar Vagnsson, bæjarstjóri fylgdi fjárhagsáætluninni úr garði með mjög ítarlegri ræðu með samanburði á áætluninni 1948, og hvernig sú áætlun hefði staðizt. Fyrri hluti af ræðu bæjarstjórans birtizt í síðasta tbl. Neista og síð- ari hlutinn i dag. Yfirlit bæjar- stjórans hefur vakið mikla athygli. Er bæjarstjórinn lauk ræði sinni var kl. orðin tólf og frestaði þá forseti fundi. Kl. 4 daginn eftir hófst fundurinn að nýju. Þóroddur Guðmundsson var fyrsti ræðu- maður. Fljótlega kom í ljós, að þarna var á ferðinni ein af hinum makalausu, innantómu ræðum Þór- oddar. Ræðumaður fór í kringum Staðreyndirnar eins og köttur í kringum heitan graut. Snemma í ræðunni lcfaði hann að fletta ofan af bæjarstjóra fyrir bruðl á fé bæjarins. Þegar hann lauk 2ja tíma ræðu sinni hafði Þóroddur gefizt upp við að standa við þetta loforð sitt. Doddi vesalingurinn tal aði mikið um, að Alþýðuflokkur- inn hafði gefið einum af gæðingum sínum húseign. Mun Dodda þarna eiga við húsið Hvbr. 29. 1 þessu sambandi getur Þóroddur ekki talað um gjöf Aliþýðuflokksins til Guðlaugs Gottskálkssonar. Enda gerir Þóroddur sig. að bjána með því að fullyrða að 3 bæjarfulltrúar geti gefi einhverjum einhvern hlut í trássi við hina sex bæjarfulltrú- ana. Sannleikurinn í þessu máh er sá, að þegar Ragnar Jóhannesson flutti tillögu um það í bæjarstjórn- inni, að auglýsi húseignína Hvbr. 29 til sölu, greiddu kommúnistar atkvæði gegn henni í bæjarstjórn- inni. Þeir viídu, að húseignfai yrði leigð tveimur flokksbræðrum sín- nm og bærinn legði fé í það að I innrétta húsið, Isem aldrei hefði orðið minna en 70—80 þús. kr. — Tillögur Sjálfstæðismanna og kommúnista viðvíkjandi húseign- inni Hv.br. 29 þýddu aukn útgjöld fyrír bæinn, en hagnaður Guðlaugs Gottskálkssonar í húsaskiptunum er mjög tv'ísýnn að dómi fróðra manna, begar það, er athugað, að óvíst er hvort hann fær lóðina, sem húsið Hv.br. 29 stendur á. Þóroddur verður ail tíðrætt um aðstoð bæjarins við bæjarverk- fræðinginn til þess að fá ibúð. Á bæjarstjórnarfundinum kom það greinileg í ljós, að allsherjarnefnd- in hafði samiþykkt einróma að að- stoða bæjarverkfræð'inginn við það, að eignast íbúð. Einn bæjar- fuUtrúi kommúnista lýsti því yfir, að bæjarstjórinn hefði ekkert gert annað en að láta bæinn „standa við sínar skuldbindingar" um að- stoð við bæjanverkfræðinginn. — Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu kommúnistans, hikaði Þóroddur ekki við það að brigzla bæjarstjór- anum um bruðl á fé bæjarins í sambandi við þessar framkvæmd- ir. Fulyrðing Þóroddar um hinn slæma, fjárhag bæjarins s.l. ár geta menn kynnt sér með því að lesa yfirlit bæjarstjórans um rekstur bæjarins 1948 og efna- hagssamanburðurinn, sem birtist á öðrum stað í blaðinu. Það yfirlit vitnar það berlega gegn Þóroddi, að hann verður brjóstumkennan- legur. Ennfremur er það mjög at- hyglisvert, að Siglufjarðarkaup- staður hefur enga lántöku tekið, til þess að standa straum af hinum fjárfreku framkvæmdum bæjar- ins. I þessu sambandi má geta þess að spyrðuband komniúnista og; íhalds á ísafirði gerir ráð fyrir 1 millj. kr. lántöku til þess að standa straum af „lausaskuldum" ísafjarðarkaupstaðar. Þegar Þóroddur lauk ræðu sinni voru fundarmenn engu nær um til- gang hennar, enda er hægt að full- yrða, að honum tókst illa í þessu „minnihluta" hlutverki sínu. — Minni spámenn kommúnista, þeir Hlöðver Sigurðsson og Gunnar Jó- hannsson, tóku einnig til máis, en á ræðum þeirra var lítið að græða, nema það, að þeir höf ðu verið sam- þykkir ýmsu, sem Þóroddur nefndi „fjáribruðl". Höfðu menn gaman að, þegar vitnað var tii afstöðu þeirra til ýmissa mála, sem Þór- oddur fjallaði mest um, og Þór- oddur sagðist ekki hafa hugmynd um. 1 þessum víðtæ'ku umræðum um bæjarmálin var Þóroddur gjör- samlega einangraður, og það er mál mamia, að Þóroddur hafi 'i. Iþessum umræðum orðið sér til rækilegrar skammar. Þessum sogulega bæjarstjórnarfundi lauk kl. 4 um nóttina eins og fyrr segir, er það mál manna, að bæjarmáhn hafi mjög skýrst við þessar um- ræður. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisfl. Páll Erlendsson, talaði síðastur, og átti bágt með að skilja þessar miklu umræður, þar sem fullt samkomulag væri um bæjarmálin meðal flokkanna, þegar fun^hrair færu fram í bæjarþingsalnum. — Þegar þessi sannyrði Páls Erlends- sonar eru aHhuguð, er hin mikla moðsuðuræða Þóroddar í Gilda- skálanum skiljanleg, þar sem fundarsalurinn var þéttskipaður álhugasömum bæjarbúunn. — Á undirtektum þeirra mátti merkja, að leiksýning Þóroddar hefði farið út um þúfur. irlit yfir rekstur Hafnarsjóðs, rafveitu og tnsveiiu 1 sg fjárhagsáætfanir þeirra '49 I síðasta tbl. Neista var birt yfirlit yfir rekstur bæjaríns 1948. Nú verður birtur sá kafli úr ræðu foæjarstjóra, sem fjallar um rekstur hafnarsjóðs og raf veitunnar 1948 HAFNARGEKÖIN OG HAFNARSJÖÐUR Á s.I. vetri öndverðum sam- þykkti hafnarnefnd og bæjarstjórn að hefja hafnargerð á Leirunum. Var þá komiðvaJllmikið erient efni, járnlspons Larsen nr. 2, í fyrir- stöðuþil og samiþykki vita- og haf n armálastjórnarinnar fengið fyrir því að nota það á þann hátt, sem hafnarnefnd og bæjarstjórn ósk- aði, sem sé að byggja með þiv'i fyrirstöðuvegg frá hafnarbökkum norðan gamla grjótgarðsins, aust- ur á Leiruna. Jafnframt var áikveðið að hef ja byg'gingu bráða- birgðadráttarbrautar norðan hafn- arbryggjunnar. — Hvorttveggja þessara framkvæmda hófust s.l. vor. Hvað dráttarbrautina snertir hafa verið steyptir garðar undir sleða ofan f jöruborðis og sömuleið- is allir hliðarfærslugarðar. Enn- f remur haf a verið rammaðir niður staurar í sjó frammi, til undirbún- in|g;s byggingu garða undir skipa- Sleðann í franihaldi af hinum steyptu görðum á landi. I vél- smiðju Rauðku hafa verið steypt öll hjól undir sleðann, og nokkuð af 'éfni í bann að öðru leyti er komið á staðinn og greitt. Á Leirunni hefur verúð byggður fyrirstöðuveggur, rúmlega 250 m. Iangur, er byrjar um '120 m. frá fremri brún á væntanlegri uppfyll- ingu undir hafnanbökkum og nær auistur á móts við, fremri enda (Framhald á 3. síðu).

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.