Neisti


Neisti - 19.10.1949, Síða 3

Neisti - 19.10.1949, Síða 3
N E I S T I 3 i Ræða Gunnars Vagnssonar (Framhald af 2. siðu). 3. 4ra manna nefndin. Liðið höfðu 5 dagar frá því fund ur sá var haldinn í 4ra manna- nefndinni, þar sem hún kaus sér Pétur Björnsson fyrir formann. — Á þeim fundi hafði nefndin beðið mig og bæjargjaldkera að útvega og afla ýmissa gagna varðandi fjánhag bæjarins og fleira. Hafði bæjargjaldkeri varið allmiklum tíma til að útbúa plögg þessi og annara hafði ég þegar aflað og af- hent formanni nefndarinnar. Bæjargjaldkerinn var settur bæj- arstjóri inni við. Daginn sem ég ákvað að fara, höfðum við bæjargjaldk. mælt okk ur mót á bæjarskrifstofunni til að ganga frá plöggum þassum, sem þá lágu að mestu fyrir. Nú atvik- aðist það þannig, þar sem talsvert snjóaði í fjöll aðfaranótt þriðju- dags hins 27. sept., að Páll Einars- son mæltist eindregið til þess að farið yrði að kvöldi þriðjudagsins, en ekki beðið næísta dags, af rétt- mætum ótta við að Skarðið yrði ekki fært þá. Eg viidi að sjálf- sögðu ekki verða valdur að því að Páll yrði tepptur og ákvað þVí að fara með honum. á þriðjudags- kvöld, og lögðum við af stað um kl. 10. Af þeirri ástæðu urðu sein- ustu stundir mínar með bæjargjald kera ódrýgri en ég hefði óskað, því þetta fastákváðum við Páll ekki fyrr en í kvöldmatartímanum. Þó gaifst mér tími til að dvelja með bæjargjaldkeranum góða stund, skrifa niður á blað það, sem ég legði mesta áherslu á að hann framkvæmdi og í hvaða röð það skyldi gert. Tjáði hann mér að plöggin handa 4ra manna nefnd- inni yrðu tilbúin síðdegis á mið- vi'kudag, hringdi í Pétur Björnsson, sagði honum að ég væri að fara og ráðgaðist við hann um í hvaða formi umræddar upplýs- ingar yrðu lagðar fram. Eg hafði nokkrum dögum áður en þetta var, tjáð bæjargjaldkera að ég setti hann fyrir mig sem bæjarstjóra 1 sumarfríi mínu. ítrekaði ég þetta yið hann enn, og tjáði hann mér að hann gæti ekki samlþykkt að taka að sér all mín störf, bæði úti og inni, hann skyldi taka við því, sem tilheyrði mínum störfum inni við en ekki þeim, sem snertu verk- legar framkvæmdir. Eg vil áður en lengra er haldið lesa hér fyrir yður, áheyrendur góðir, yfirlýs- ingu, sem bæjargjaldkerinn hefur um þetta gefið, og sem þó öllu heldur er skýring á yfirlýsingu þeirri, sem hann birti í Siglfirðingi hinn 6. þ. m., en þessi er dagsett í gær. Fyrri parturinn er umrædd yfirlýsing í Siglfirðingi, og vænti ég að áheyrendum sé efni hennar kunnugt, en við hana bætir bæjar- gjaldkerinn nú eftirfarandi: „Til frekari skýringar á ofan- skráðri yfirlýsingu, vil ég að gefnu tilefni taka fram, að þar sem ég segi ,iað ég hafi, auk ákveðinna nánar tiltekinna atriða, lofað að sjá um það, sem sérstaklega komi við bæjarskrifstofunni, ber að skilja það svo ,að ég hafi tekið að mér að sjá um fyrir hönd bæj- arstjóra, störf lians innivið, þ. e. að taka við bréfum og símskeytum og öðrum erindum, sem honum bærust, og leggja þau fyrir viðkom' andi nefndir, ef formaður nefndar óskaði þess í þeim nefndum, sem bæjarstjóri er ekki formaður sjálfur, allt eftir því, sem tilefni gæfist. Hinsvegar neitaði ég að. taka að mér störf bæjarstjóra úti við, svo sem eftirlit með verkleg- um framkvæmdum.“ Siglufirði, 13. okt. 1949. Vilhjálmur Sigurðsson. (sign) (Leturbr. m'ín G.V.)..- Bæjargjaldkerinn er hér nægi- lega drenglyndur, til að lýsa yfir hinu rétta, sem trauðla varð lesið út úr fyrri yfirlýsingu hanis, sem sé því, að hann tók að sér störf mín inni við, var 'í þeim skilningi settur bæjarstjóri, þótt hann teldi sig ekki geta kallast því nafni, þar sem undan var tekið eftirlit með verklegum framkvæmdum, en það var í höndum bæjarverkfræð- ings .samanber eftirfarandi vott- orð bans: „Hér með viður'kenni ég, að bæj- arsitjóri, Gunnar Va,gnsson, bað mig þess alveg sérstaklega, áður en hann fór til Reykjav'ikur hinn 27. f. m., að annast I sinn stað, alla umsjón með verklegum fram- kvæmdum og yfirleitt að vera á fundum nefnda, þar sem þær væru til úrlausnar og umræðu, ef við- komandi nefndir óskuðu.“ Siglufirði, 13. okt. 1949. Jón Guðmundsson Þetta er meginkjami máls þessa og ég bið áheyrendur rnína alveg sérstaklega að minnast þessa. Hjn ákveðnu, nánartilteknu atriði, sem bæjargjaldkerinn nefndir, eru nokkrir punktar, sem ég skrifaði upp handa honum á skrifstofu hans, til að sýna honum, á hvað ég legði mesta áherzlu og í hvaða röð og röðin var svona: 1. Fundur 'í 4ra manna nefndinni á miðvikudag 28. sept., plögg- in umbeðnu lögð fram og, þau skýrð, og í sambandi við þau sat ég að sjálfsögðu ekki inni með neinar upplýsingar, sem bæjargjaldkerinn ekki hafði í sínum fórum og gat gefið. 2. Ailshprjarnefndarfundur á fimmtudag 29. sept. Þar yrði sundlaugarmálið tekið til af- greiðslu og þar myndi bæjar- verkfræðingur mæta og jafnvel íSveinn Ásmundsson bygginga- meistari, að öðru leyti lágu þau erindi fyrir í fundagerðabók alls herjarnefndar sem afgreiðslu iþyrfti á þessum fundi, nema eitthvað bættist við þangað til. 3. Hafnarnefndarfundur á föstu- dag 30. sept., svo sem áður er lýst, og verkefni hans nánar tiltekið. 4. Bæjarstjórnarfundur á laugar- dag, til þess að afgreiða sund- laugarmálið, en svo stóð á, að það þoldi ekki bið svo sem s'íðar mun lýst verða. Þetta voru höfuð punktarnir, annað kæmi vitanlega að sjálfu sér smátt og smátt, eftir því sem tíminn liði. Eg hefi dvalizt svo lengi við þetta atriði af þelrri ástæðu, að ég tel það kjarna máls þessa. Með áðurnefndri yfirlýsingu bæjargjald kera eru algerlega hraktar hinar lubbalegu fullyrðingar Siglfirð- ings, Mjölnis og Einherjia, um að ég hafi farið úr bænum allt í einu, án þess að setja mann fyrir mig. Þessi fullyrðing bergmálar svo 'í Þjóðviljanum og Vlisi, en er þar orðuð á annan veg, vegna þess að þar er hættuminna talið að orða hana af enn meiri illgirni, og þar er talað um að ég hafi „stungið af, hlaupið frá skyldustörfum“ o.s.frv. Eg lýsi allar þessar fullyrðingar tilhæfulausar, vísvitandi ósannindi — ég segi vísvitandi, vegna þess að ég trúi þv'í ekki fyrr en ég heyri bæjargja'ldkerann viðurkenna und- ir vitni, að hann hafi dregið flokks- menn sína og aðra fylgifiska þeirra á tálar í þessu atriði, og sagt þeim að bann væri ekki til þess settur af mér og hefði neitað því að taka að sér störf m'ín innivið, en það er frá þeim störfum sem Pétur Björnsson og Gunnár Jóhannsson ásamt allri blaðahersingunni, telja mig hafa hlaupizt á brott, án þess að setja fyrir mig mann. Reyndar eru fleiri en eitt fordæmi fyrir því, að ég hafi farið úr bænum án þess að tilkynna bæjarstjórn formlega hver væri settur bæjarstjóri, og hefur það verið látið óátialið. S. 1. vetur fór ég til Reykjavíkur. Ræddi ég þá við forseta bæjar- stjómar, hvort hann vildi eiga þátt í að ákveða mann í minn stað 'i f jarveru minni og hvað hann al- gerlega nei við. Þetta veit ég iað Gunnar Jóhannsson myndi viðurkenna að er rétt. Setti ég því bæjargjaldkerann fyrir mig þá, á sama hátt og nú, og hafði enginn neitt við það að athuga. Eg býst við að þv'í verði hialdið fram 'í þessu sam'bandi, að tímarn- ir séu viðsjárverðari nú en þá, og er það að vissu leyti rétt. En 4ra * * L manna nefndin hafði margþættu hlutVerki að gegna og margskonar störf að vinna, en það er fyrir- sláttur einn, að hún hafi ekki get- að unnið sitt verk, algerlega og óhindrað, undir stjórn formanns síns, og með aðstoð bæjargjald- kera um 10—14 diaga skeið, þótt ég væri ekki með henni. Eða hvort finnst yður, áheyrendur góðir, að t’ima hennar hafi verið betur varið, í það sem hann hefur farið sein- asta hálfa mánuðinn eða ef for- maður henniar hefði stillt skap sitt og ekki flutt hina dæmalausu til- lögu sína í nefndinni, með þeim afleiðingum sem það hafði, brott- vikningu mína og algert starfs- leysi nefndarinnar. Mér er sagt að nefndin hafi ekki haldið einn ein- asta fund síðan 1 .október. Eg get ekki varizt þeirri hugsun, að það spegli hið rétta hugarfar Péturs Björnssonar og Gunnars Jóhanns- sonar til velferðarmála bæjarfé- lagsins, og að þeirra skoðun sé sú, að öllu sé borgið eftir að búið sé að reka mig, þá þyrfti ekki lengur neina 4ra manna nefnd, til þess að bjarga bænum frá „fjárthagsöng- þveiti“ og leggja á ráð og finna leiðir til að búa hér 1 haginn fyrir lífvænlega atvinnu. En þetta veit ég að er nú ekki skoðun þessara háttvirtu bæjarfulltrúa þegar allt kemur til alls, heldur hitt, að þeir reyndust aðeins menn til að sam- einast um að víkja mér frá starfi, þótt þeir hefðu ekki þann mann- dóm sem með þurfti til að hafa vald á afleiðingum þess frum- hlaups og koma sér saman um neitt annað en það neikvæða. —• Hitt er svo einnig alrangt og til- hæfulaus uppspuni frá rótum, að nokkur einasti allsherjarnefndar- maður eða bæjai’fulltrúi, hafi beð- ið mig né bannað mér að fara suð- ur, þegar ég, eða áður en ég ákvað það. Þó nokkrir bæjarfulltrúar vissu um það núna, og sumir fyrir löngu síðan og minnist ég þess ekki, að nokkur hreyfði andmæl- um. Ef aftur á móti P. Björnssyni var jafn mikil alvara og hann vill vera láta með það, að 4ra manna nefndin gæti ekki starfað án mín, tel ég mig halfa átt siðferðislegan rétt á að hann hefði tilkynnt mér það með símskeyti eða á annan hátt, áður en hann lagði tillögu s'ina fram, því bæjargjaldkeri hafði heimilisfang mitt í ReykjaVík. — Að honum skyldi ekki detta sl'ik kurteisisskylda !Í hug er mjög und- arlegt, nema orsökin sé önnur en skortur á háttvisi, og ef undirrót og orsök að þeirri hugmynd Péturs Björnssonar, að víkja mér frá starfi er sá, að ég hafi gerzt brot- legur með því að fiara án þess að setja mann fyrir mig, þá hlýtur hann nú að viðurkenna, að þar hef- um hann haf t mig f yrir rangri sök, þv'í ég hef þegar sannað með vott- (Framh. á 4. síðu)

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.