Neisti


Neisti - 19.10.1949, Blaðsíða 4

Neisti - 19.10.1949, Blaðsíða 4
4 N E I S T I Ræða Gunnars Vagnssonar (Framhald af 3. síðu) orði bæjargjaldkera, að hann var vissulega settur í minn stað við öll störf inni við. Það er svo greiniiegt að ekki verður um villzt. Sé ástæð an hinsvegar sú, að háttvirtum bæjarfulltrúum hafi gramizt að ég ekki tilkynnti þeim formlega um ferðalag mitt, myndi flestum í þeirna sporum hafa nægt að senda mér um það orðsendingu og kref j- ast þess að ég kæmi heim, gefa mér að minnsta kosti tækifæri til að gefa á burtför minni nauðsyn- legar skýringar, að þeirra dómi, þar á meðal að ég upplýsti, hver væri staðgengill minn. Eg þori að fullyrða, að þetta hefði flestum orðið fyrir, sem ekki vildu rasa fyrir ráð fram, né haga sér á ann- an hátt en þann, sem fullkomlega sæmandi væri. Yfirdrepsskapur Gunnars Jóhannssonar Um sögulegan gang þessa máls get ég verið stuttorður. Nokkrum dögum eftir að ég kom suður, varð ég þess áskynja, að fram væri komin tillaga um að víkja mér frá starfi. Mér datt sanúast að segja ekki í hug annað en að það myndi skýrast fyrir tillögumanni áður en til kaemi um samiþykkt þeirrar tillögu í bæjarstjórn, að tillagan væri á röngum forsendum byggð, að því leyti, að ég hefði farið að nokkru leyti á grunsamlegan né óeðliiegan hátt, né án þess að setja mann í minn stað. Engra skýringa var heldur af mér óskað, fyrr en forseti bæjarstjórnar send- ir mér simskeyti, tilkynnir mér að fram sé komin tillaga um að víkja mér frá starfi, málið eigi að koma fyrir bæjarstjórn mánudaginn 3. okt. kl. 4, en klukkan var orðin nærri 5 þennan sama mánudag, þegar skeytið barst mér. Býðst fiorseti bæjarstjórnar til að fresta málinu, ef ég óski þess með hnað- skeyti. Eg svaraði með hraðskeyti til forseta bæjarstjórnar í bæjar- þingsalnum, því ég taldi ví'st, að fundurinn væri yfirstandandi og jafnvel yrði búið að afgreiða mál- ið áður en svar mitt bærist. En það var svohljóðandi: „Dagskeyti móttekið kl. 16,45 stop för mín úr bænum var með vitund og vilja nokkurra bæjar- fulltrúa og ómótmælt af þeim enda setti ég bæjargjaldkeria bæjar- stjóra svo sem fordæmi er fyrir og skýrði vandlega fyrir honurn hver væru nauðsynlegustu mál til afgreiðslu bæjarstjórnar og nefnda hennar stop Álít samþykkt um setningu bæjarstjóra þv'í til- efnislausa stop mótmæli að nokk- ur ástæða sé til að víkja mér frá störfum vegna sumarleyfisferðar minnar né af öðrum ástæðum og áskil mér ef til þess kemur allan rétt. Gunnar Vagnsson Hér kemur það svo sem vera ber skýrt fram, að ég hafi sett bæjargjaldkera í minn stað, enda er það og óhrekjanleg staðreynd, að mörg fordæmi eru fyrir þvi að ég hafi farið úr bænum og sett bæjargjalldkera fyrir mig á með- an, bæði þennan og fyrrverandi gjaldkera, án þess nokkur hafi hreyft andmælum um þá ráðstöf- un, enda ekki eitt einasta ákvæði i lögum né reglugerðum um sveit- arstjómarmál, er mæli sérstaklega fyrir um það atriði, eða kveði sér- staklega á um þessi efni. Eg hafði enga minnstu ástæðu til að biðja um frest í málinu. Ef það væri svo nauðsynlegt að víkja mér frá, sem allt virtist benda til, og ef hagsmunir bæjarfélagsins krefðust þess að kosinn yrði strax; annar bæjarstjóri, sem hefði stuðn ing meirihluta bæjarstjórnar, vildi ég á engan hátt setja fótinn fyrir það. Ef hinsvegar brottvikning mín væri ekki sú höfuðnauðsyn að áliti Péturs Bjömssonar og Gunn- ars Jóhannssonar, að henni mætti fresta þar tii ég kæmi, var ekk- ert auðveldara fyrir þá annan- hvorn en að flytja frestunartil- lögu, sem að sjálfsögðu hefði þá verið samþykkt, samþykkja frest- unartillögu ef fram kæmi, eða að forseti bæjarstjómar notaði sér rétt samkvæmt fundarsköpum til að úrskurða frest í málinu þangað til ég kæmi heim, enda átti hann þá heimtingu á að ég kæmi heim tafarlaust, sem ég og hefði gert. Hvoragt var gert, en brottvikn- ingartillaga Péturs Björnssonar samþykkt með 5 atkvæðum gegn 4, og mér tilkynnt um það þrem dögum seinna. Þannig er gangur þessa máls í sem fæstum orðum. Falsrök og tylliástæður íhaldskommúnista Vil ég þá byrja á þeirri háværu að blaðaskrifum um mál þetta. Mér hefur að vísu gefizt allnaum- ur tími til að kynna mér frásagnir blaðanna, þar eð ég kom ekki heim fyrr en seint í fyrrakvöld og sá ekkert blaðanna héðan fyrr en þá. Vil ég nú Víkja nokkrum orðum og endurteknu fullyrðingu and- stæðingablaðanna, að það hafi verið bæjarfulltrúar Alþýðuflokks ins, sem fyrstir hafi kveðið upp úr með það, að nauðsynlegt væri að segja mér upp starfi og er Kristján Sigurðsson helzt borinn 1 fyrir þessu. Gengur ófyrirleitnin svo langt, að í Þjóðviljanum 6. október er þetta borið á borð fyrir lesendur. Engan staf er hægt að benda á þessu til stuðnings eða sönnunar, en þó er gengið svo langt í þessari fullyrðingu að halda því fram, að það hafi verið einmitt vegna þessarar afstöðu bæjarfulltrúa AJiþýðuflokksins að íhaldsmenn og. kommúnistar á- ræddu að bera fram brottvikning- artillögu sína. Eg þarf engum orð- um að þessum óhróðri að eyða öðrum en yfirlýsingum þeirra Kristjáns Sigurðssonar, Gísla Sigurðssonar, Haraldar Gunnlaugs sonar, Ólafs H. Guðmundssonar og Jóhanns Möllers, nánar tiltekið bæjarfulltrúa og varabæjarfull- trúa Aiþýðuflokksins, sem þeir hafa þegar birt opinberlega og ég tel ekki þörf á að endurtaka. Þegar fiytjendur og samþykkjend- ur brottvikningartillögunnar sjá að ekki verður lengur stætt á þeirri fölsun, að vantraust á mig sé upprunalega undan rifjum bæj- arfulltrúa Alþýðuflokksins runnið, er reynt að hanga í þvií, að bæj- arfulltrúi, Kristján Sigurðsson, hafi á bæjarstjórnarfundi talið að ég væri ekki nógu fylginn mér við sum störf. Hreinskilni er sá eiginleiki, sem suma bæjarfulltrúa íhaldsins og kommúnista skortir tilfinnanlega, en Kristján Sigurðs- son á í rikum mæli. Og þegar þess er l'íka gætt, að Kristján Sig- urðsson gerir miklar kröfur til annara í störfum ekki saður en til sjálfs sín, það þekkja Siglfirðing- ar, þá get ég fyrir mitt leyti sætt mig fyllilega við jpann dóm hans, að ég sé ekki nógu fylginn mér við sum störf, og ég held þv'í fram, að þeim sé að minnsta kosti ekki alls varnað, sem ekki fá þyngri dóm hjá Kristjáni Sigurðssyni en þetta. Sjálfum er mér Ijóst, að einstaka mál hefur orðið hjá mér útundan frekar en ég hefði sjálf- ur kosið, og að dómur Kristjáns Sigurðssonar í því efni er réttmæt- ur. Þrir bæjarstjórar hafa verið á undan mér í Siglufirði, og Krist- ján Sigurðsson hefur þekkt þá | alla. Eg hef enga ástæðu 'til að taka nærri mér dóm hans sem áð- ur getur, fyrr en fram verður lagt vottorð frá þessum bæjarfull- trúa um, að þeir hafi allir, hver um sig, leyst öll verkefni, sem að þeim bámst, fyllilega svo að hon- um líkaði. Geti andstæðingar minir ekki lagt fram þetta vottorð frá Kristjáni Sigurðssyni um fyrir- rennara mína, tel ég mig hafa undan engu að kvarta um mat hans á mér 'I samanburði við þá. Enn er reynt að nota hjásetu Kristjáns Sigurðissonar við tillögu Péturs Björnssonar í 4ra manna nofndinni sem sönnun fyrir vantrausti hans á mér. Eg ætla hinsvegar ástæðima þá, að hann hafi engan þátt viljað eiga að loddarabrögðum og skrípaleik Péturs Björnssonar og talið neðan við virðingu sína að taka þátt i þeirri atkvæðagreiðslu, en sjálfur hefur hann opinberlega hnekkt ó- sannindum þeim, sem á hann hafa verið borin til að sverta mig, um að hann hafi lýst sig brottvikn- ingartillögunni persónulega sam- þykkan. Þvií hefur hann hnekkt með opinberri yfirlýsingu, sem allir þeir hljóta að.taka alvarlega, sem þekkja Kristján Sigurðsson. Eg hef dvalið við þetta atriði alliengi vegna þess, að það er einn aðalkjami málsins, og bið ég álheyrendur mína að gjalda var- huga við þeirri fölsun á afstöðu bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins til min, sem ég hef gert hér að um- talsefni og verið hefur uppistaðan í máttlausum afsökunum andstæð- inga minna fyrir réttmæti brott- vikningartillögunnar. Þá vil ég víkja nokkrum orðum að þeirri fölsun, að tillagan, sem samþykkt var í állsherjarnefnd hinn 7. sept, um að láta allsherj- arnefnd ráða því, i hvaða röð greiðslur skyldu inntar af hendi, ef ekki væri fyrirliggjandi nægi- legt fé til að standa við allar á- fallnar skuldbindingar, sé bein- línis stefnt gegn mér, til þess samþykkt að taka af mér og bæj- argjaldkera öll völd, og raunveru- legt vantraust á mig og hann, sem við hefðum átt að mæta með því að segja af okkur. Þeir, sem þessu halda fram, tala gegn betri vit- und. Mér var ekki aðeins ljúft ^ að þessi tillaga var samþykkt, heldur var það að mínu frum- kvæði að hún var borin fram. Og ástæðan er ofur einföld og skilj- anleg hverjum manni, sem um það vill hugsa óhlutdrægt, sem sé sú, að hún losaði mig og bæjargjald- kerann ekki aðeins við áhyggjur af því að miðla minna fé en á hefði þurft að halda, milli margra nokkurnveginn jafnrétthárra kröfuháfa, þvi sá á vissulega kvöl- ina sem á völina, heldur losaði það okkur við væntanlega gagnrýni á því, hvernig við ráðstöfuðum greiðslum og á því hverjar greiðsl- ur við létum ganga fyrir öðrum. Á þv'í gátu vitánlega og hlutu að verða skiptar skoðanir, og losnuð- um við með þessu fyrirkomulagi -y undan áhyggjimum af því að þurfa sjálfir að ákveða skipting- una og eiga von á gagnrýni fyrir þá skiptingu. Þetta er nú hið sanna og rétta í þessu máli. Ósköp einfaldur sannleikur, skiljanlegur hverjiun þeim sem vita vill, og vitanlegur þeim, sem halda hinu gagnstæða fram, gegn betri vit- und. Þriðja falsröksemdin, sem sér- staklega er undirstrikuð í Sigl- firðingi hinn 6. október, er sú, að ág hafi með burtför minni torveld- að störf 4ra manna nefndarinnar. Eg hef áður lýst því, að ég setti mann fyrir mig, alveg sérstak- lega, l'íka til þess að vinna með * 4ra manna nefndinni, enda var það starf hans efst á blaði í nokk- urskonar erindisbréfi, ef ég mætti Framhald á 5. síðu

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.