Neisti


Neisti - 19.10.1949, Qupperneq 5

Neisti - 19.10.1949, Qupperneq 5
í N E I S T I 5 Ræða Gunnars Vagnssonar síðar tekin, að falla frá þv'í al- Framhald af 4. síðu kalla það svo, sem óg afhenti hon- um kvöldið sem ég fór og áður er getið. Auk þess var bæjargjald- kerinn allra manna kunnugastur því verkefni sem fyrir nefndinni lá, að því leyti, sem að fjánhagn- um sneri, og þar að auki var verk- efni 4ra manna nefndarinnar það margþætt, að auðvelt hefði verið fyrir nefndina að snúa sér að öðr- um þáttum þess en þeim f járhags- lega, ef hún hefði endilega þurft að hafa mig viðstaddan, og án þess þó að tapa nokkrum t'íma í heild. Það er einnig rangt, sem segir í Siglfirðingi þann 6. okt., að 4ra manna nefndin hafi átt að vinna störf sín undir forystu rninni. Hún kaus sér sérstakan formann og sérstakan varafor- mann. Undir forystu formannsins átti hún að vinna, og sá formaður var Pétur Björnsson. Eg gat þess á þeim fundi, þegar formaðurinn var kosinn, að ég myndi telja mér skylt að sitja fundi nefndarinnar, þegar hún óskaði, en engin ákveð- in krafa eða ósk var þó um það fram borin, að óg skyldi sitja alla fundi hennar. Einnig þetta eru því haldlaus rök. Þá er mér 'i Siglfirðingi hinn 11. okt. borið á brýn, að ég hafi stofn- að til útgjalda í trássi við alls- herjarnefnd, og vitnað í því sam- bandi til ákveðinna framkvæmda við sundlaugina. Eg vil einmitt nota þetta tækifæri til að skýra fyrir yður, áheyrendur góðir, þau atvik, sem hér liggja til, vegna þess sérstaklega, að mér er kunn- ugt um að þetta atriði hefur all- mikið verið notað í áróðursskyni gegn mér. Það var hinn 30. júní, ekki 30. júlí eins og Siglfirðingur segir, sem bæjarstjóm samþykkti, að ekki skyldi að sinni byggt yfir sundlaugina, heldur lögð áherzla á innréttingu hennar og að hún yrði sem fyrst tekin í notkun. Samt'imis var engin samþykkt um það gerð, að horfið skyldi frá því yfirleitt að yfinbyggja laugina síð- armeir. Var því að sjálfsögðu verk inu einbeint að þv'i að ganga frá þrónni, ganga frá hreinsunar- og hitunartækjum, og innrétta neðri hæð. I ágústmánuði seint fór alls- herjarnefnd út að sundlaug og 'kynnti sér verkið. Var þar um það talað að byggja skjólveggi norðan og austan laugarinnar. Taldi ég, og studdist þar við álit bæjarverk- fræðings, byggingarmeistara Sveins Ásmundssonar, sem fram- kvæmir verkið og formanns í- þróttamálanefndar, að allra hluta vegna væri eðlilegast að byggja veggina að austan og norðan eins og þeir yrðu á lauginni yfirbyggðri ef til kæmi. Það væri að vísu auka- kostnaður, ef sú ákvörðun yrði gerlega að yfirbyggja laugina, svo sem þó er gert ráð fyrir og teikningar miðaðar við, en ennþá meiri yrði aukakostnaðurinn við það að byggja bráðabirgðaskjól- veggi, ef þeir ættu að verða að nokkru gagni, sem svo þyrfti að rífa, ef samþykikt yrði að halda áfram að byggja yfir laugina, og skjólveggirnir yrðu við það ónýtir af því þeir væru ekki í því formi, sem teikningar sýndu. Eg taldi, auk þess alveg víst, að umtal bæj- arfulltrúanna um að byggja skjól- veggi að norðan og austan þýddi það, • að iþeir ætluðust til að þeir yrðu í samræmi við fyrirliggjandi teikningu af lauginni, annars hefðu þeir orðað ákveðnar 'í hverju formi þeir vildu hafa þá, en efck- ert var um þetta bókað, aðeins um það rætt út við laug. Að ég færi á bak við bæjarstjórnina í þessu efni er algjörlega tilhæfu- laust og mesti misskilningur, eins og nú hefur verið frá skýrt. Eg hef á engan hátt leyft mér að hafa samþykktir bæjarstjórnar að engu, hvorki fyrr né síðar, og það er í fyllsta máta óheiðarlegt að bera mér það á brýn. Vænti ég að það verði talið sannað, af þv'í sem ég nú hef sagt um þetta ákveðna atriði, og ef ekkert ann- að dæmi er til hentara til sönnunar þeirri fullyrðingu að ég hafi van- virt eða sniðgengið samþykktir bæjarstjómarinnar, þá tel ég að Siglfirðingur hafi gefizt upp við að sanna þessa illkvittnislegu get- sök sína. Siglfirðingur getur þess og, sem dæmis um að ég hafi brotið af mér gagnvart allsherjarnefnd, að ég hafi lofað rafveitunefnd því, gegn vitund allsherjarnefnd- arinnar, að láta bæjarsjóð borga aðgerð þá, sem nauðsynlegust er talin af öllu nauðsynlegu af þv'i sem ógert er við Skeiðfossvirkj- unina, sem sé því, að hylja þrýsti- vatnspípuna. Það er rétt, að ég hafði og hef það áht á nauðsyn þessa verks, að það ætti að ganga fyrir öllu öðru, og að ég hafði þá sikoðun, að ef unnt væri að vinna verkið með jarðýtu bæjarins, myndi kostnaðurinn af því ekki verða meiri en svo, að það væri fjár- hagslega mögulegt að ráða fram úr þvi, og borga með því nokkuð af skuld bæjarins við rafveituna. Enda er nú komið á daginn, sem betur fer, að venkinu er að verða lokið, og að jarðýtan, ásamt vél- skóflu B.S.S. unnu það á miklu skemmri tíma en ráð var fyrir gert og mun kostnaðurinn við framkvæmd verksins, sem betur fer, verða aðeins helmingur af því, sem upphaflega var gert ráð fyrir, sem voru 50.000 krónur. Þar af er þó þáttur jarðýtu bæjarins reiknaður fullu verði, en kemur að sjálfsögðu ekki til greiðslu nema sjálfur reksturskostnaður- inn og kaup þess, sem stjórnar henni. Eg er þess fullviss, að alls- herjarnefndin myndi hafa sam- þykkt þá tillögu mína á miðju sumri, að bærinn borgaði verk þetta, ef ég hefði þá lagt það formlega til, og ef ég hefði getað gert það sannanlegt, að kostnaður- inn yrði ekki meiri en raun ber vitni nú, ekki s'izt ef nefndarmenn hefðu gert sér fyllilega ljóst, hvert nauðsynjaverk var þarna á ferðum, en ég hef ástæðu til að ætla að á hafi skort í því efni a.m.k. um suma þeirra. Svo langt er gengið 1 tilraun- unum til að sanna, að ég hafi far- ið á bak við bæjarstjórn, að bent -er á flutning háspennustrengsins við Hvanneyrarbraut. Ekiki er nú góðra kosta völ, þegar ekki eru til önnur vopn bitbetri. Fyrsta skilyrðið til að hægt sé að verða við réttmætum óskum ibúa í verka mannabústöðunum við Hvanneyr- arbraut um breikkun og lagfær- ingu á þeirri götu á móts við þau hús utan Hvanneyrarár, er það að fjarlægja háspennustreng, sem þar er í vesturkanti götunnar. Bæjarverkstjóri tjáði mér eitt sinn, rétt fyrir miðjan septemiber- mánuð, að hann hefði lítið verk- efni handa þeim sárafáu mönnum, sem þá voru eftir í vinnu hjá bæn- um útivið, en ég vildi ógjarnan leggja til, að þeim yrði sagt upp., Sagði ég honum þá að láta fram- kvæma þetta verk, og ég held að það hafi verið sem svaraði 8 dagp- verkum, að grafa skurðinn á ný fyrir háspennustrenginn ofurl'itið vestar. Ætlaðist ég til að þetta verk yrði unnið að nokkru leyti í hjáverkum, þegar lítið væri ann- að að gera, og til þess að gera allt í senn, vinna af bæjarsjóði skuld, þó l'ítil upphæð væri, fram- kvæma nauðsynlegt verk og nota vinnu þeirra manna betur en ella, sem hvort eð væri væru í vinnu hjá bænum. Að þetta mál yrði svo notað mér til dómsáfellis og meira að segja notað sem rökstúðningur fyrir brottvikningu minni tafar- laust úr bæjarstjórasæti, það datt mér sízt til hugar. Og um mikla dæmalausa málefnafátækt hlýtur að vera að ræða, þegar til slíiks er gripið. Enn er þv'i haldið fram í blað- inu Siglfirðingur, að það hafi fyrst verið eftir burtför mína, að 4ra manna nefndin fékk vitneskju um að f járhagur bæjarins er vissulega erfiður. Þetta er hreinasta fölsun, því það lá skýrt fyrir bæjarstjórn- arfundi, sem haldinn var snemma í september. Þar hafði mikil vinna verið 'i það lögð að fá sem sann- asta mynd af fjárhag bæjarins, og bæði mér og bæjarstjórn var ljóst, að góðra úrræða væri þörf, enda var 4ra manna nefndin þá kosin snemma í september til að finna þau góðu ráð. Er kjarkuriim að bila Enn er til þess ráðs gripið, þeg- ar Siglfirðingj þyikir sýnt, að Sigl- firðingar hafi manndóm til að meta framkomu P. Bjömssonar og félaga hans að verðleikum, þ. e. með því að fordæma þennan verkn að íhalds og kommúnista, að halda þv'i fram, að ég hafi svo sem ekki verið rekinn. En hvað segir Pétur Björnsson í tillögu sinni? Þetta: „Nefndin lítur svo á, að Gunn- ar Vagnsson njóti ekki lengur þess stuðnings eða hlutleysis, að til mála komi að hann taki við störfum aftur sem bæjar- stjóri“ o.s.frv. Takið eftir: „Að til mála komi að hann taki við störfum aftur sem bæjarstjóri." Og Gunnar Jó- hannsson, Óskar Garibaldason og Hlöðver Sigurðsson þeir skilja þetta svo sem mæta vel, því að 'í bókun sinni í bæjarstjórn hinn 4. þ. m. taka þeir það þrívegis fram, að um fyrirvaralausa brottvikn- ingu sé að ræða, og í fjórða skipt- ið í sömu bókun tala þeir um brottvikningu og greiða að sjálf- sögðu atkvæði með till. Péturs Björnssonar samkvæmt þeim skiln ingi. Og Pétur Björnsson, sem sat bæjarstjórnarfundinn, gerði enga athugasemd, skriflega, um það 'í fundargerðabók bæjarstjórnar, að þessi skilningur Gunnars Jóhanns- sonar og félaga hans um fyrir- varalausa brottvikningu væri rangur. Hann greiðir því að sjálf- sögðu atkvæði með sinni eigin til- lögu með þeim hinum sama skiln- ingi, þótt blaði hans þyki af hag- nýtum ástæðum klókara að draga 'i land, og farist það ekki höndugr legar en raun ber vitni. Schiötli hrekur sameiginleg rök hans og Mjölnis Eg hef nú rakið þær ástæður, sem fram hafa verið bornar í Sigl- firðingi fyrir réttmæti brottvikn- ingartillögu P. Björnssonar. 1 Mjölni kemur að mestu leyti það sama fram, og þarf ég þvi ekki að gera því frekari skil. Þó er þar eitt, sem ekki kemur fram í Siglfirðingi upp á síðkastið, en hefur staðið þar margoft áður og verið hrakið jafnóðum: að ég hafi látið greiða fé úr bæjarsjóði 'i heimildarleysi. Fyrir þessu er ekki hinn minnsti fótur, enda hef ég margskorað á Séhiöth, sem er höf- undur þessara rógskrifa, að nefna dæmi því til sönnunar, og boðið honum til afnota bækur bæjar- sjóðs, en allt hefur komið fyrir ekki. Schiöth hefur ekki nefnt eitt einasta dæmi um slíikt, enda hafa allar ávísanir farið í hendur alls- herjarnefndar og verið þar skrifað upp á hverja einustu þeirra, að Framhald á 6. síðu

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.