Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 18

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 18
,,Okkur var ekki einu sinni þakkað starfið" Seinnipartinn í júní s.l. kærði Jafnréttisnefnd Neskaupsstaðar til Jafn- réttisráðs ráðningu í stöðu sparisjóðsstjóra við Sparisjóð Norðfjarð- ar. Þar var gengið framhjá konu, Klöru Ivarsdóttur, sem hafði unnið hjá Sparisjóðnum í 15 ár, þar af níu ár sem skrifstofustjóri, auk þess að hafa gegnt starfi sparisjóðsstjóra í forföllum. Stöðuna fékk hins vegar karlmaðursem ekki hafði unnið í Sparisjóðnum áður, né öðrum banka. Um miðjan ágúst s.l. úrskurðaði Jafnréttisráð í máli þessu og komst að þeirri niðurstöðu að jafnréttislögin hefðu verið brotin og beindi þeim tilmælum til stjórnarsparisjóðsins að konunni yrði þegar veittstaðan. Þáverandi skrifstofustjóri bankans, Ina Dagbjört Gísla- dóttir, sem hafði starfað þar í átta ár, sagði starfi sínu lausu vegna ráðningarinnar. Þær stöllur voru báðar staddar í höfuðborginni á dögunum, og greip Vera tækifærið og fékk þær í viðtal. Rætt við Klöru Ivarsdóttur og Inu Dagbjörtu Gísladóttur 18 Klara, þú varst settur sparisjóðsstjóri frá því i febrúars.l. vegna veikinda fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Var staðan auglýst eftir að hann féll frá i vor? Klara: Nei, staðan var aldrei auglýst. Formaður stjórnar Sparisjóðs, Reynir Zoega spurði mig hvort ég vildi gegna starfinu áfram og ég jánkaði því eftir nokkra umhugsun. Síðan kom upp sú staða, að Sveinn Árnason, fjármálastjóri bæjarins gaf einnig kost á sér í stöðuna. Þá horfðu málin greinilega ööruvísi við, því að á stjórnarfundi SN (í júní) var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur að Sveinn fengi stöðuna. Nú varst þú í frii erlendis þegar gengið var frá ráðningunni. Var þér kunnugt um að málið ætti að fá svona skjóta af- greiðslu? Klara: Ég hélt satt best að segja að engin ákvörðun yrði tekin fyrr en að ég kæmi úr sumarfríi. Reynir Zoega fullyrti það í mín eyru áður en ég fór og sagði jafnframt aö hann myndi styðja mig. Það má gjarnan koma fram að af þremur stjórnarmönnum sem greiddu atkvæði með ráðningu Sveins voru tveir varamenn. ína: Þetta kom mér reyndar mjög mikið á óvart og líka öðrum starfsmönnum Sþari- sjóðsins. Ég tók við stöðu sparisjóðsstjóra meðan Klara var í fríi og átti ekki von á öðru, en að verið væri að fjalla um ráðn- ingu hennar á stjórnarfundunum. Eftir einn fundinn hafði Reynir Zoega samband við mig og sagði mér að sú ákvörðun hefði verið tekin að ganga til atkvæða um stöðu- veitinguna. Að loknum næsta fundi til- kynnti hann mér úrslitin og bað jafnframt um að máliö yrði ekki látið fara lengra að sinni. Fljótlega eftir þetta var búið að útbúa erindisbréf sem Sveinn skrifaði undir ásamt stjórn SN. Hefðu atkvæðin fallið öðru vísi efallirað- almennirnir hefðu verið viðstaddir? Klara: Já, við höfum vissu fyrir því að ég hafði tryggan stuðning þriggja aðalmanna í stjórninni. Það að gengið skyldi veratil at- kvæða meðan einn þessara manna var í sumarfríi, varð til þess að Sveinn Árnason fékk starfið. Það er trúlega skýringin á því hversu mikið þeim lá á. Hverjir sátu fundinn þegarþessi ákvörð- un var tekin? Klara: Reynir Zoega stjórnarformaður og Sigrún Þormóðsdóttir greiddu atkvæði með mér, en Björn Björnsson, Þórður Jó- hannsson og Jón Einarsson með Sveini. Jón og Þórður eru varamenn. Á hvaða forsendum vildu þeir Svein fremur en þig? Klara: Þeir komu hvorki með rök né skýr- ingar, en ýmsar tilgátur heyrðust eftirá. M.a. að þar sem hann væri karlmaður myndi hann skipta sér meira af atvinnu- málum bæjarins en ég. En ég var aldrei spurð um hvað ég hyggðist leggja áherslu

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.