Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 37
fór því sumum aö hitna í hamsi og var haldin hin hjart-
næmasta ræöa um mikilvægi slíkra kannana. Þaö væri
nauðsynlegt aö fá sérfróöa menn til þess aö finna þá
staöi sem merkilegastir væru, bæöi til þess aö hægt
væri að benda á þá svo fólk fengi notið þeirra og einnig
til þess aö þeim yrði ekki raskað eöa þeir eyðilagðir. Þaö
yröi t.d. heldur leiðinlegt ef skipulagt yröi tjaldsvæði í
eina kríuvarpi eyjarinnar, göngustígur lagður yfir forar-
mýri, eða byggt klósett ofaná merkum fornminjum.
Náttúrufar og minjar eyjarinnar yrði aö kanna áöur en
farið yrði aö skipuleggja. Nefndarmenn reyndust sam-
mála og samþykkt var aö óska eftir greinargerö um nátt-
úrufar Viöeyjar frá Náttúrufræöistofnun og um minjar
frá Margréti Hallgrímsdóttur, fornleifafræöingi.
Á þessum fundi og þeim næsta (2. júní) uröu nokkrar
umræður um hlutverk nefndarinnar. Ætti hún aöeins aö
undirbúa samkeppni um nýtingu Viöeyjar, væri hlut-
verki hennar að veröa lokið og eðlilegt aö verðandi dóm-
nefnd samkeppninnar tæki viö. Niðurstaða þessarra
umræöna í nefndinni og í borgarráði varö sú, aö þeim
Sigurði Blöndal, skógræktarstjóra og Örlygi Hálfdánar-
syni, bókaútgefanda var bætt I nefndina og hún gerö aö
dómnefnd keppninnar. Þar meö var líka tekin sú ákvörö-
un aö samkeppnin yröi ekki gerð I samvinnu viö arki-
tektafélagið eöa samkvæmt reglum þess. Þetta var gert
til þess aö auðvelda sem flestum aö taka þátt I keppn-
inni, um væri aö ræöa hugmyndasamkeppni en ekki
keppni I teiknun og frágangi.
Fjóröi fundur nefndarinnar var haldinn 13. júní og síð-
an hafa verið haldnir fjórir fundir til viðbótar. Þessir síö-
ustu fundir hafa farið í það aö ákveða fyrirkomulag
keppninnar og forsögn og til að kynna niðurstöður nátt-
úrufars- og minjakönnunar.
Samkeppnin var síðan auglýst í fjölmiölum 18. ágúst
og skal skila inn hugmyndum fyrir 15. des. n.k. Keppn-
inni er skipt í tvo hluta, fólk getur kynnt hugmyndir sínar
meö teikningum og uppdráttum og/eða í skriflegri grein-
argerð. Öllum er heimil þátttaka í keppninni og verðlaun
veröa samanlagt 800.000 auk innkaupa á verðugum
hugmyndum. Þeir sem vilja vera með þurfa aö hafa
samband viö trúnaðarmann dómnefndar, Ólaf Jensson
hjá Byggingarþjónustunni, og fá keppnisgögn sem eru
m.a. ofannefnd kort og greinargerðir og bæklingur um
Viöey eftir staöarhaldara eyjunnar.
Jæja, stelpur, leggið nú hausinn í bleyti og komiö meö
hugmyndir um hvaö eigi aö gera viö þennan dýrgrip
Reykvíkinga, Viöey.
Sigrún Helgadóttir
RÁÐSTEFNA UM
/ /
TÓMSTUNDIR
w
UNGS FOLKS I STORBORG
Dagana 13.-17. ágúst var haldin í Gautaborg
Norræn ráðstefna tómstundaráða frá Gauta-
borg, Árósum, Ábo, Bergen og Reykjavík (ÍTR).
Þátttakendur voru bæði stjórnmálafólk og
starfsmenn ráðanna. Slíkar ráðstefnur eru
haldnar annað hvert ár.
Dagskrá ráðstefnunnar var ekki mjög krefjandi fyrir
þátttakendur, en hins vegar kynntumst viö ýmsu
skemmtilegu og fróölegu. Viö heimsóttum lifandi og
skemmtilega menningarmiöstöö í úthverfi Gautaborgar
þar sem aðaláhersla var lögö á aö bjóða upp á aö íbúar
í hverfinu gætu tekið þátt í skapandi starfi, s.s. leiklist,
kvikmyndagerð, saumaskap, vefnaöi o.fl. Varö mér þá
hugsað til Geröubergs sem virðist ekki ná aö vera sér-
lega lifandi stofnun. Farið var í bráöskemmtilega göngu-
ferö í ,,Delsjön“. Þetta er stórt skógi vaxið útivistarsvæöi
inni í borginni þar sem möguleiki er til ýmissa íþróttaiðk-
ana og gönguferða. Ráöstefnugestir fóru í ca. 3ja km
göngu undir leiðsögn líffræöings. Alls konar hópar eiga
þess kost aö fá leiðsögn um svæöiö og er þá fléttað
saman sögulegum fróðleik og vistfræði. Öll skólabörn í
Gautaborg, allt frá leikskóla til háskóla heimsækja Del-
sjön. Aftur var mér hugsað heim og nú til Heiðmerkur-
innar og hvernig hægt væri aö gera staðinn aö fjöl-
breyttu útivistarsvæði borgarbúum til skemmtunar og
fróöleiks. Eitt kvöldið var svo farið aö sjá amerískan fót-
boltaástórum íþróttaleikvangi sem nefnist Ullevi. Ef þiö
munið ekki eftir þessari íþróttagrein, þá ætla ég bara aö
minna ykkur á að þaö þarf fáklæddar klappstýrur til aö
halda leiknum uppi því hann er svo hundleiðinlegur
(þetta eru ekki fordómar)!
Sömu vandamálin
Á fyrirlestrum ráöstefnunnar var aðalumræöuefniö
um unglinga í stórborg. Kom á daginn að sömu „vanda-
málin“ eru í öllum borgunum. Unglingarnir sækja inn í
miðbæina um helgar og þar er lítil sem engin aöstaöa
fyrir þá. Þaö kom mér á óvart aö aðstaðan í Gautaborg
skuli ekki vera betri en raun var á. Aðeins í Árósum er
félagsmiðstöð í miöborginni. Alls staðar hefur megin-
áherslan veriö á aö byggja upp félagsmiðstöðvar úti í
hverfunum. Rökin hafa verið þau, að ekkert mætti gera
til aö ,,lokka“ unga fólkið inn í miðbæina. Nú er hins
vegar fullreynt aö hversu góö sem aðstaðan er úti í
hverfunum, þá fer ungt fólk í bæinn um helgar. Þaö virt-
ust allir vera á einu máli um aö þaö verði aö bregðast við
þessu og koma upp aðstöðu fyrir unga fólkið í miðborg-
unum. Mikil áhersla var lögð á aö unglingarnir sjálfir
yröu aö taka þátt í uppbyggingarstarfinu, þaö þyrfti aö
vera ódýrt aö sækja þessa staði og ekki mætti vera nein
kvöö á unga fólkinu að kaupa veitingar.
Samvinna nauðsynleg
Mjög mikiö var rætt um hversu nauösynlegt það væri
að góð samvinna væri milli allra þeirra aðila sem hafa
með höndum skipulagningu á starfi þeirra stofnana
sem tengjast unglingum, s.s. tómstundaráöa, félags-
málaráða, menningarmálaráöa, atvinnumálanefnda,
skóla, félagsmiöstööva o.s.frv. Þetta eru alls engin ný
sannindi en minnir okkur á aö mikið vantar á aö nógu
mikil samvinna sé milli þessara aðiia hér á landi.
Tvær rannsóknir á lifi og starfi unglinga voru kynntar
lauslega fyrir okkur á ráöstefnunni, önnur gerö í Gauta-
borg en hin í Ábo. Greinilegt var aö aðilar höföu í huga
aö taka tillit þessara rannsókna viö skipulagningu á
starfi meö unglingum.
í ferðinni fékk ég staðfestingu á því aö við í Kvennalist-
anum höfum lagt áherslu á þau atriöi sem skipta mestu
máli varðandi uppbyggingu tómstundastarfa meðal
unglinga. Sem dæmi má nefna tillögur okkar varðandi
unglingahús í miðbænum meö virkri þátttöku ungs
fólks, mikilvægi almenningsíþrótta frekar en keppnis-
íþrótta o.fl.
Sigrún Ágústsdóttir