Vera


Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 42

Vera - 01.10.1988, Blaðsíða 42
„Mér fannst ég hafa alla jarðarkringluna í hendi mér“ Þar sem ég sit nú hér heima og hugleiði hvað ég só og heyrði ó Friðarþingi kvenna í Moskvu í fyrrasumar, þar sem saman voru komnar konur fró 150 þjóðum, finn ég sterka þörf hjó mér til að veita íslenskum konum smó innsýn inn í það sem ég só og upplifði þessa daga. FHéðan fórum við 6 konurfró Samtökum um kvennalista og Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna. Hugldðingar Laufeyjar Jakobsdóttur eftir friðarþing í Moskvu 42 Þegar viö komum til Moskvu tóku tvær rússneskar stúlkur á móti okkur, sem áttu eftir aö vera túlkar okkar allan tímann. Ungur maöur sá um farangurinn, þannig aö viö þurftum ekkert annaö aö gera en benda á töskurnar okkar og sýna vega- bréfsáritanirnar. Þegar viö komum á Hótel Caniat var tekiö á móti okkur af látlausri vinsemd, farangurinn borinn í lyftuna og mér var fylgt upp á 19. hæð ásamt túlknum mínum, henni Línu. Ég fékk eins manns herbergi þar sem allt var til alls. Heima haföi mér veriö sagt að taka meö mér kló- settpappír, handklæöi og guö má vita hvaö, en þaö var nú ööru nær. Þarna var simi, sjónvarp, útvarp, bar og ekki hvaö síst útsýni yfir alla Moskvu. Ég kveikti á sjón- varpinu og komst aö því aö ef ég kynni táknmál hefði ég skilið allt sem fram fór. í horni á skerminum var kona sem þýddi allt sem fram fór yfir á táknmál. Hvenær verö- um við, á íslandi, svo þroskuð aö telja þetta sjálfsagt og gerum táknmál aö skyldu- námsgrein í skólum? Sigriður Dúna flutti slíkt frumvarp á þingi en þaö var fellt. Konur af öllum menningarsvæðum Ég brá mér niöur í móttökusalinn eftir mat til aö sjá konur alstaöar aö úr heimin- um. Þarna voru konuraföllum litarháttum, talandi öll heimsins tungumál og af öllum menningarsvæöum. Mér fannst ég hafa alla jaröarkringluna i hendi mér. Þarna hitti ég hindúakonu sem hreinlega umvaföi mig persónutöfrum sínum og hlýju. Segja má aö viö höfum verið jafn líkar í skoöunum og þjóöir okkar eru ólíkar. Vinátta okkar hélst allan tímann og skildum viö meö söknuöi. Daginn eftir var Friöarþingið sett í Kreml, þaö var eins og allur þingheimur stæöi á öndinni á meðan beöiö var þing- setningar. Þögn þúsundanna var svo al- gjör að hvert skóhljóö rauf hana. Þingiö var sett af frú Brown alþjóðaforseta lýðræöis- sinnaöra kvenna. Hún bauö allar konur velkomnar og þakkaöi sovéskum konum fyrir móttökurnar. Gorbatsjof hélt síðan ræöu í anda friðar og betri heims. Öll hans ræöa og framkoma virkaöi eins og ný von í mínum huga. Þarna voru margar ræöur fluttar, fróölegar og vekjandi. í hléinu var öllum boöiö í mat og drykk, ekkert vín var á boðstólum, enda berjast Rússar ótrauðir á móti böli vinsins. Þó voru allir glaðir og ánægöir. Þögn vonar og kærleika Eftir hlé hófst dagskrá sem ég á ábyggi- lega ekki eftir aö upplifa aftur í lífinu. Inn í salinn þustu hundruð barna með söng, hljóðfæraslætti, meö blóm og fána sem þau höföu gert sjálf. Þarna varöllum þjóð- arfánum skeytt saman og mynduöu eina heild. Á meðan ég þurrkaöi af mér tárin birtist í huga mér ný von, aö þaö væru ein- mitt börnin sem gætu rofið múr tortryggn- innar sem ríkti þjóða á milli. Fjögur börn af fjórum litarháttum héldu ræðu og báöu mæöur sínar og ömmur aö færa sér friö og fordæma bölvald stríðs og kjarnorku. Eitt barniö færöi Gorbatsjof kristalskúlu, sem þaö baö hann aö gæta vel, því hún væri

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.