Neisti - 01.11.1958, Page 4
NEISTI
Jy>Í0utdtiz JK-tistjánsson
heiðursborgari Sigluíjarðarkaupstaðar
S J Ö T U G U R
Þanli '24. okt. sl. átti Sigurður
Kristjánssdn, sjötugsafmæli.
Sigurður er Siglfirðingum kunn-
astur sem forstjóri Sparisjóðs
Siglufjarðar. Þegar Sigurður tók
við Sparisjóðnum fyrir nærfellt
40 árum, var'. það lítil stofnun og
lítils megnug. .En á þessu árabili
hefur Sparisjóðnum aukist ás-
megin með hv-erju ári sem liðið
hefur, undir öruggri stjórn Sig-
urðar. Er Sparisjóðurinn nú
viðurkenndur sem hin traustasta
stofnun, og mest af þeim, sem
bezt þekkja til. Og á sama hátt er
Sigurður viðurkenndur sem mikil-
liæfur og glöggskyggn fjármála-
maður. Hefur hann verió fjöl-
morgúm Siglfirðingum hin bezta
hjálparhella, bæði hollráður og
hreinn og beinn í viðskiptum.
Þá er Sigurður fyrir löngu
orðinn landskunnur sem framúr-
skarandi bridge-maður. Hefur
hann verið lífið og sálin 1 félagi
bridge-spilara í Siglufirði og for-
ustumaður þeirra í mörgum og
erfiðum keppnisferðum, sem orðið
hafa Siglufirði og Siglfiröingum
til sóma.
Á 1000. fundi bæjarstjórnar
Siglufjarðar var Sigurður kjörinn
heiðursborgari Siglufjaröarkaup-
staðar. Voru allir sammála um, að
þessi mesti heiður, sem Siglu-
fjörður getur veitt sonum sínum,
væri á réttum stað hjá þessum
heilsteypta heiðursmanni, og verð-
skulduð viðurkenning fyrir rnarg-
vísleg störf, unnin í þágu bæjar-
félagsins.
Þá hefur Sigurður um árabil
verið ræðismaður Svía í Siglu-
firði. Hefur hann sinnt þeim störf-
um af kostgæfni, svo sem hans er
vandi, og Svíar kunnað vel að
meta það.
Þótt Sigurður sé orðinn sjö-
tugur, er hann samt léttur og
kvikur á fæti, og það svo, að
margur tvítugur mætti öfunda
hann. Á afmælisdaginn heimsótti
hann. mikill fjöldi gesta, og heilla-
óskirnar voru geysimargar, bæði
innlendar og erlendar. Þó munu
þeir miklu fleiri, sem í huganum
hafa sent Sigurði hlýja kveðju og
þakkir, fyrir margvíslega vinsemd
og viðskipti.
Neisti vill fylgjast með þeim
hópi og senda Sigurði heillaóskir
og alúðarkveðjur á sjötugsaf-
mælinu. S.
Sundlaug Siglufjarðar að komast undir pak
Laugardaginn 25. okt. sl. voru
flögg dregin að hún á þaksperrum
Sundlaugarinnar, til merkis um
það, að undirstöður undir þak
væru reistar.
Af þessu tilefni bauð bæjar-
stjórnin smiðum, sem unnið hafa
að þessu verki, og forustu-
mönnum í íþróttamálum í smá-
vegis ,,reisugilli“ úti í sundlaug,
þar sem borið var fram öl og
brauð.
Bæjarstjóri bauð gesti vel-
komna og lýsti verki því, sem hér
vah vérið að vinna. En það er í
stórum dráttum það, áð hinn lang-
þráði draumur er að rætast, að
þak er að komast á sundlaugina,
til þess að forða þessu mikla
m'anlívirki frá frekari skemmdum.
Hugsa ráðamenn bæjarins gott til
þess, að byggja upp sundlaugina,
sedi einnig er fyrirhugað sem í-
þróttahús í framtíðinni. Verður
það gert á þann hátt, að gólf
verður lagt yfir sundlaugarþróna
og með því fæst eitt glæsilegasta
íþróttahús á landinu, sem bætir
úr mikilh þörf, þar sem íþrótta-
hús, í þeim skilningi, er ekki til-
tækt hér í bænum. Er einnig
mögulegt að starfrækja böð í sam-
bandi við íþróttahús og sundlaug.
Bragi Magnússon tok til máis
af hálfu íþrottamanna og þakkaði
bæjarstjóra og bæjarstjórn dugn-
aó við framkvæmd þessa verks.
Bjarki Árnason hefur haft verk
þetta í ákvæðisvinnu og hefur
það gengið að óskum. Færði
bæjarstjóri Bjarka og starfs-
mönnum hans þakkir fyrir þau
vel unnu störf, sem þegar hafa
verið þarna unnin.
Nýkomið
Enslcar kápur
Kjólaefni í miklu úrvali
Stíf skjört
Bréfnylon í skjört
Alltaf að konia eitthvað nýtt.
Verzl. G. K ö gn v a 1 tls
TILBOÐ
óskast í tvær íbúðir í húsinu Lindargötu 26 (Steinaflatir) eða alit
húsið. Haghvænnr greiðsluskilmálar.
Upplýsingar gefur
IIELGI SVEINSSON
. . Hverfisgötu 34
ÞAKKAKÁVAKP
lunilegustu hjartans þakkir fsðrum við öllum þeim nær og fjær, sem
á svo margan hátt sýndu okkur samúð og miltla vinsemd við andlát
og jarðarför móður minnar, önunu og tengdamóður
HÓLMFKlÐAK SIGURGEIKSDÓTTUK
Lindarbrekku, og þeim sem minntust hennar með hlýliug og virðingu.
Guð blessi ykkur öll.
Alía Pálsdóttir, Páll Helgason,
Helgi Ásgrímsson
Falsaiiir kommúnista
Framhald af 2. síðu
Sérstaklega mun þó Björninn vera
talinn höfuðóvinurinn, og er það
túlbað á þann veg, að skipið hafi
tekið vinnu frá bílstjórunum. Með
bezta vilja er þó mjög erfitt að
koma auga á það, hvernig Vigfús
hefur hugsað sér að láta bílana
moka upp framan við hafnar-
bryggjuna. En ef hinn lélegi og
marg-rægði Björn er erkióvinur
bílstjóranna, með því að taka frá
þeirn vinnu, hvað mætti þá segja
um hið afkastamikla uppmokst-
ursskip, sem Vigfús Friðjónsson
hyggst selja bænum? Er þá ekki
Vigfús með tilkomu þess einmitt
að leggja grundvöll að alveg sér-
stakri ' óvináttu við bílstjórana?
En það er kannske annað mál, af
því að þar er „bisness" annars
vegar.
Þriðji tilgangur Vigfúsar og
félaga hans er að reyna að mynda
um þessi niál pólitískan storm.
Gremst þeim vitanlega útreiðin,
sem þeir urðu fyrir í vetur eftir
kosningamar, þegar þeir létu
sjálfa sig í poka og bundu meira
að segja fyrir opið! Hiæyta þeir
úr sér máttlausum skætingi og
persónulegum dylgjum, aðallega í
garð bæjarstjóra, sem yfirleitt
hefur ekki virt þá svars. En aðal-
úrræðið virðist ætla að vera, að
þessir virðulegu herrar flýji burtu
úr bænum, eins og hræddir hérar
með skottið milli fótanna og
skammist sín!
Það er síður en svo að skýrsla
sú, sem fram var lögð um kostnað
við hafnarbryggjuna, geti gefið
nokkurt tilefni til pólitískrar
deilu. Þetta er aðeins yfirlit um
kostnað við ákveðna framkvæmd,
sem unnið hefur verið að af sér-
stökum dugnaði allra sem þar
hafa lagt hönd að verki, bæði af
verkstjóra, bílstjórum og öðrum
starfsmönnum. Það er einnig yfir-
lýst mörgum sinnum af þeim, sem
vit hafa á, að verkinu hafi miðað
eins vel áfram og frekast varð á
kosið. Það má því teljast fremur
aumlegt hlutskipti, sem þeir Vig-
fús Friðjónsson og félagar hans
hafa valið sér, að vera með
skammir og skæting út af þessu
vel unna verki. En þegar betur er
að gáð, þá er auðséð að við öðru
var ekki að búast. Þetta er fram-
lag kommúnistanna til uppbygg-
ingu bæjarfélagsins og vitanlega
hljóta þeir laun fyrir sín „vel
unnu störf“, þegar fram líða
stundir.
Sandur og hrærivél
í „Mjölni“ þann 27. sept sl. var
mikið um það rætt, að bæjarstjóri
hefði ákveöið lágt sandverð, með
tilliti til þess, að hann væri sjálíur
stór sandkaupandi. Heimsóttu þeir
Þóroddur Guðmundsson og Vig-
fús Friðjónsson bæjarskrifstofuna
nokkrum sinnum í upplýsinga-
leit, til þess að geta komið réttri
tölu á sandkornin, sem afgreidd
voru til bæjarstjóra, til þess síðan
að geta blásið sig út eins og
froskamamma forðum yfir þessu
regin fargani. Fannst þeim mikið
til um það, hve bæjarstjóri hefði'
komist þarna að góðum kjörum,
en vitanlega var ekki minnst á
þann fjölda manna, sem einnig
hafa keypt sand af bænum.
I síðasta blaði „Mjölnis“ kveður
við svolítið annan tón. Þá er
„Mjölnir" miður sín af vand-
lætingu yfir því, hve bæjarstjóri
hafi þurft að borga mikið fyrir
afnot af hrærivél bæjarins við-
byggingu sína! Skorar blaðið á
ráðamenn bæjarins að lækka nú
leiguna á hrærivélinni, til hags-
bóta fyrir bæjarstjóra og aðra
húsbyggjendur í bænum. Á sand
er ekki minnst í þetta sinn.
Minnir þessi málflutningur
„Mjölnis" um of ódýran sand, en
of dýra hrærivél, mjög á hund-
grey, sem hleypur í hring til þes3
að reyna að ná í skottið á sjálfum
sér.. Bíða menn þess nú, að
„Mjölnir" greyið fari næsta. hring,-