Neisti


Neisti - 05.05.1962, Síða 4

Neisti - 05.05.1962, Síða 4
4 Sundhöll Siglufjarðar vígð 1. maí síðastliðinn Eitt af stefnumálum Aiþýðu- l'lokksins við síðusltu bæjarstjórn- arkosningar var það, að sundlaug- in yrði yfirbyggð og kannaðir möguleika á iað nota sundlaugar- liúsið sem íþróttahús á vetrum. l>etta hefur verið framkvæmt, og 1. maí síðastiliðinn var Sundhöll Siglufjarðar formlega tekin í notkun, með athöfn, sem fór fram kl. 4 síðdegis þann dag. Við það tækifæri lék Lúðrasveit Sigluf jarð- ar, bæjarstjóri flutti ræðu og af- henti Sundhöllina til afnota fyrir íilmenning. — Heilgi Sveinsson íþróttakennari flutti ávarp og þakkaði fyrir hönd íþróttabanda- lags Siglufjarðar og æskufólks í bænum bæjarstjóra og bæjar- stjórn fyrir farsæla framkvæmd við byggingu þessa myndarlega mannvirkis. Ræða bæjarstjóra fer hér á ef tir: Clóðir Siglfirðingar! f dag er hátíðisdagur verka- manna, og er dagsins minnst hér í Siglufirði, eins og annars stað- ar um váða veröld. Dagurinn í dag er einnig að öðru leyti 'hátíðisdag- ur okkar Siglfirðinga, því að í dag fögnum við merkum áfanga í íþróttamálum okkar. Við fögn- um því, að nú getum við loks tekið Sundhöll Siglufjarðar í notkun sem fuilfrágengna að allri innréttingu og búnaði sem sund- höll og afhent hana til afnota fyrir unga og aldna, og þó er það sérstaklega æskulýður þessa bæj- ar, sem ég vil samfagna á þess- um tímamótum. Siglfirzkt æskufólk hefur marg ofit sýnt það, að það hefur efni- við til að standa jafnöldrum sín- um í öðrum byggðarlögum fylli- ilega á sporði. Vil ég þar minnast tveggja síðustu atburða í þessa efni: Siglfirzkir knattspyrnumenn urðu Norðurlandsmeistarar á síð- asta hausti. Kom það mörgum á óvart, því að æfingaskilyrði í þeirri íþróttagrein eru mjög tak- mörikuð enn sem komið er. Það var þvá eingöngu atgervi og æsku- þróttur siglfirzkra ungmenna, er þar bar sigur af hólmi. — Hitt atriðið er enn minnisstæðara, en það er sigurganga siglfirzka skíðafóilksins á Skíðalandsmótinu á Akureyri nú um páskana. Ber iþað vott um, hvers vænta má af siglfirzkum ungmennum, þegar æfinga- og ástundunarskilyrði eru í lagi, því að keppnisvilji, æsku- þróttur og efniviður í hinu sigl- firzka æskufólki virðist vera eins og bezt verður á kosið. Sundíþróttin er ein sú íþrótta- grein, sem ekki hefur verið hægt að leggja stund á að undanförnu hér í Siglufirði eins mikið og æskilegt hefði verið. Orsök þess er sú, að undanfarin ár hefur Simdhöllin verið í smíðum, og þó að reynt hafi verið að halda uppi sundkennslu og annarri sund- starfrækslu í húsinu hálfbyggðu, þá hefur það ekki verið fram- kvæmt við eins góð skilyrði og nú munu verða fyrir hendi, eftir að 'húsið er fulbyggt. Von mín og jafnvel vissa er sú, að þegar siglfirzk ungmenni fara að stunda sund að staðaldri, við þau skid- yrði, sem þeim hafa hér verið búin, að þá verði þau ekki ef'tir- bátar jafnaldra sinna í öðrum byggðarlögum í þessari íþrótta- grein, heldur skari fram úr, eins j og í knattspyrnunni og sfcíða- J íþróttinni, sem ég gat um áðan. í Byggingarsaga þessarar sund- hal'lar er orðin nokkuð löng. — Fyrst var byggð hér á þessum stað opin sundlaug, sem hituð var með kælivatni frá dieselvéluni rafstöðvarinnar við Hvanneyrará. Var laugin rekin á þann hátt í nokkur ár. Ef'tir að Skeiðsfossvirkjunin tók tiil starfa og dieseilstöðin var lögð niður að nokkru leyti, var sund- laugarvatnið hitað upp með raf- magni og að nokkru með oiíu, og er svo enn. Árið 1947—49 var hin opna sundlaug endurbyggð og lagður grundvöllur að fyrirkomulagi | Sundhallarinnar, eins og hún er í dag. Var sundlaugin rekin þann- ig sem opin sundlaug Itil ársins 1957, en þá sýndi sig að opin sundlaug gat e'kki staðizt ásókn vetrarveðurs og frosta og ekki nema um það tvennt að velja, að leggja sundlaugina niður eða byggja yfir hana, eins og fyrir- hugað hafði verið. Bæjarstjórn Siglufajrðar var ein'huga um að velja síðari kostinn og nú stönd- um við hér í dag, eftir fjögurra ára starf við yfirbyggingu þess- arar sundlaugar, í glæsilegum sai- arkynnum, sem eru Siglufirði til stórsóma og sem verða munu miö- stöð líkamsræktar í framtíð- inni. Kostnaður við opnu sundlaug- ina, sem ég gat um áðan, var hinn 31. desember 1957 orðinn kr. 1.006.506,48, og hafði Íþrótta- sjóður greitt sinn bluta af þeim byggingarkostnaði, eða kr. 414.- 500,00. Þannig stóðu málin í árs- byrjun 1958, er vinna við yfir- bygginguna hófst. Yfirbyggingin hefur kostað fram til þessa dags ca. 1.800.00,00 og er því iheildarverð byggingar- innar, gamalt og nýtt, ca. 2.800.- 000,00. Nokkrir erfiðleikar hafa verið að því, að þessi fjögur s. 1. ár, sem yfirbyggingin hefur verið í smíðum, hafa greiðslur úr íþrótta- sjóði gengið mjög treglega. Var ekki annað sýnt um tíma, en að bæjarsjóður yrði að bera mest- an þungan af byggingarkostnað- inum, enda þótt íþróttasjóður ætti að greiða allt að 40% af þessum kostnaði. En nú hefur úr þessu rætzt betur en vonir stóðu til. — Fyrir atbeina núverandi menhtamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar o. fl. aðila hefur Sund- höl Siiglufjarðar verið viðurkennd sem skólabús, og sem slíkt verið tekin inn á fjárlög ríikissjóðs, sem þar með greiðir helming 'bygg- ingarkostnaðar, eða áætlað kr. 1.500.000,00 á næstu fimm árum. Þetta gerði ofckur mögulegt að ljúka við alla innri gerð bygg- ingarinnar á þessu vori og einnig mun mögulegt að ljúka við múr- ÞEll GERÐL GARÐ INH FRÆGAK Myndin er af hinni fræknu boðgöngusveit Siglfirðinga, og við hlið þeirra er Baldur Ólafsson, er var einn af fararstjóruni Siglfirðinga. Myndina tók Þorleifur Haraldsson. húðun og málun á húsinu að utan í sumar, og yrði þá húsið full- gert í haust sem S'UndhöW, bæði að utan og innan, og búið öllum nauðsynlegum tækjum. Auk þessa er svo fyrirhugað á næstunni að leggja gó'lf yfir sundlaugarþróna og nota húsið á vetrum som íþrótltahús. Kostar sá útibúnaður allur um 1 milljón króna og ætti ekki að vera neitt sérstakt vandamáil að framkvæma það, þar ssm fjármagn fyrir því I er tiltækt á næstunni. Yrði þá hús I þetta starfræfct sem sundhöll á sumrum og íþrófitahús á vetrumr en fyrir hvort tveggja er brýn þörf. Mun húsið þannig fullbúið sem sundhöll og íþróttahús, meö öllum nauðsynlegum tækjum, kosta um 4 millj króna. Margar hendur hafa unnið að byggingu þessa húss frá því fyrsta skóflustungan var tckin. Ég kann efcki fyrstu sögu bygg- ingarinnar, en þar hafa margir lagt fram miMa vinnu og fjár- muni, og færi ég þeim öllum þafckir. Frá ársbyrjun 1958 hafia þessir menn s'taðið fyrir bygg- ingunni: Bjarki Árnason bygg- ingameistari, sem byggði 'húsið fokhelt og hcfur séð um alla tré- smíðavinnu. Sigurður Magnússon og Baldur Ólafsson múrarameist- arar, sem annast hafa alta múr- vinnu. Jón Dýrfjörð o. fl., sem annast hafa miðstöðvarlagningar og aðra járnsmíðavinnu. Jóhann Jóhannesson og Sverrir Sveinsson rafvirkjameistarar, sem annast hafa rafilagnir. Herbert Sigfús- son málarameistari, sem annast hefur alta máiaravinnu. — Þor- varður Stefánsson byggingafuli- trúi befur annast eftirlit og veitfi ýmsar leiðbeiningar. — Og síð- ast en ekiki sízt, Eiríkur Gðu- •mundsson bæjarverkstjóri, sem annast hefur alla aðdrætti og verkstjórn, og verkamenn bæjar- ins, sem teyst hafa hér mifcit og góð störf af hendi. Öilium þess- um aðilum færi ég alúðarþakkh• fyrir hönd bæjarstjórnar Siglu- Nýtt! - Nýtt! ★ BÓLSTURGERÐIN Haukur Jónasson. fjarðar, fyrir margvisteg og vandasöm störf þeirra við þessa byggingu, og sannast liér hið fornkveðna, að verkið lofar meist- arann. Þá vil ég einnig færa þakkir Kvennadeildinni Vörn og Skip- stjóra o g stýrimannafélaginu Ægi, sem lagt hafa fram fé til þessarar byggingar. og vona ég að þessi fétagasamtök telji, að fjárfraimlögum þeirra hafi verið vel varið og að tiilganginum með l þessari sérstöfcu hugulsemi sé náð. Um langan aldur var það okkar efitirlæti að halda á tofti afrek- um forfeðranna. Við erum vel minnug afreks Grettis, er hann tagðist ti'l sunds úr Drangey. Við munum Kjartan Ólafsson, er hann þreytti sund víð Ólaf konung 1 Niðarósi. Við minnust þess, er Helga Haraldsdóttir lagðist tii sunds með sonu sína tvo. Það er sjálfsaigt og cfcylt að halda á lofiti afrekum genginna kynslóða, en við sfeulum jafnframt minnast þess, að möguleikar til slíkra af- reka eru fyrir hendi cnn í dag. Við höfum hvort tveggja, sem tií þess þarf: Kjarnmikið og hraúst fólk og ágæta aðstöðu. Þefcta hvort tveggja hvetur til dáða. Áður en starfsemi hefst í þessu húsi, að þessu sinni fullbúnu, vil ég mæla þessi varnaðarorð til þeirra, sem hingað sækja: Gang- ið vet um bygginguna. Minnist þess að þefita er ykkiar eign, sem allir eiga að hjálpast að við að varðveita. Minnist þess, að þið eruð stödd í musteri tíkamsræktar og lífcamsmenningar og að sú starfsemi, sem hér fer fram, hlýt- ur að verða ungum sem öldnum til farsæfdar. Að svo mættu lýsi ég fyrir hönd bæjarstjórnar Siglufjarðar, Sund- höll Siglufjarðar opna til atmenn- ingsafnota og vona að blessun megi fylgja þeirri starfsemi, sem hér á efitir að fara fram um langan aldur. Hreinsiö teppin ykkar sjálf. ★ BISSEL- teppahreinsarar nýkomnir ásamt teppashampói.

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.