Neisti


Neisti - 21.05.1962, Blaðsíða 2

Neisti - 21.05.1962, Blaðsíða 2
2 -------------------— NEISTI títgefandi: Alþýðuflokksfél. Siglufjarðar Ábyrgðarmaður: Kristján Sturlaugsson SKÝRSLA BÆJARSTJÓRA Framliald af bls. 6. Fluigrnálastjórnar ek'ki mögulegt, að fllugvélar af þessari stærð gætu lent á þessum flugvelli og lögðu til, að byggð yrði 600 m flug- 'braut, sem ætluð væri fyrir minni vélar, sem Flugfélag ís- lands mundi taka í nofckun á næstunni. Væntanlega verður ekki langt að bíða þess, að byrjað verði á fl'.ugbraut þessari, þar sem Siglufjörður mun næstur í röð- inni með byggingu flugvallar. 7. Hitaveita o.fl. Samkvæmt samþykkt bæjar- stjórnar er nú varið að vinna að kostnaðaráætlun og teikningum af hitajveitu fyrir Siglufjörð. Þaö verk vinnur Rákharður Stein- bergsson, verkflræðingur, sem áð- ur hefur unnið að ýmsum verk- fræðilegum störfum fyrir Siglu- fjörð. Mun þar verða gert ráð fyrir hitaveitu með heitu vatni frá Skútudal og eiruhverja af síldarverksmiðjunum (sennilega Rauðku) sem toppstöð eða jafn- vel kyndistöð, ef heita vatnið ekki nægir. Auk þeirra verkefna, sem hér eru talin, vann ég að sjállfsögðu að ýmsu fleiru, svo sem undir- búningi að fyrirhuguðum hafnar- framkvæmdum, sem unnið verður að í sumar, og annaðist ýmiss konar erindrekstur fyrir bæjar- félagið, svo sem venja er, því að margir þræðir liggja til höfuð- S'taðarins, og þangað verður að sækja mörg ráð. Þá vil ég geta þess, að í fyrri ferðinni sat ég, f. h. Siglufjarðar- kaupstaðar, fuiltrúafund iSam- bands ísl. sveitarféiaga og einnig aðalfund Gatnagerðarinnar s.f., en á báðum þessum þingum var mikið ræfct um sameiginleg vanda- miál bæjarfélaganna og hvernig þeim skyldi mæta. Þá vil ég að lokum taka fram, að ætlunin var, að togaranefndin færi til Reykjavíkur ásamt mér til þess að vinna að útgerðar- málunum og annast lántöku vegna hafnarframkvæmda. Bkki kom til þess að nefndin þyrfti suður, og annaðist ég einn þau störf sein þurfti, að öðru leyti en því, sem við Sigurður Jónsson önnuðumst í sameiningu uppgjör vegna b.v. Elliða, eins og áður getur. Siglufirði, 16. maí 1962. Sigurjón Sæmundsson. x A Rangfærslnr leiðréttar Með Drang og norðanhríðinni þann 18. þ. m. barst hingað Kosn- ingablað Alþýðubandalagsins. — Urðu menn allhissa, að sjá fram- an í þetta andlit, því að undan- farið hefur Mjölnir með Moskvu- andlitið verið einn til sýnis. Aðal- upphrópun þessa blaðs var sú, að fjármunir hafnarsjóðs væru not- aðir til að „greiða hallarekstur bæjarsjóðs og fyrirtækja hans“. Að sjálfsögðu er þetta ekki sann- leikanum samkvæmt, nema að mjög takmörkuðu leyti. Skal nú gerð grein fyrir því: Fyrstu 5—6 mánuði ársins kemur lítið inn af tekjum bæjar- sjóðs, eða ekki fyrr en atvinna fer almennt að glæðast og gjaid- endur fara að greiða útsvör og önnur gjöld. Á þessum sama tíma koma hins vegar tekjur hafnar- sjóðs til skila, og er verið að gera upp ýmsa tekjuliði hafnarsjóðs í stórum stíl, á þeim tíma sem tekjuöflun bæjarsjóðs er mjög rýr. Hafnarsjóður hleypur því undir bagga með bæjarsjóði á vissum tímum árs, þ. e. frá ára- mótum og fram á vor, en þá hefjast framkvæmdir á vegum hafnarsjóðs. Þá er allt þetta fé endurgreitt og rneira til, því þeg- ar um fjárfrekar hafnarfram- kvæmdir er að ræða leggur bæjar- sjóður fram það fé sem vantar, þar til hafnarsjóður fer að fá sín- ar tekjur. Þannig hefur þetta gengið fyrir sig hjá Siglufjarðar- kaupstað síðustu 3—4 áratugi. Að vísu hefur þetta verið gagn- rýnt af minnihluta hverju sinni og þá talið, að slá ætti hring um hvem sjóð út af fyrir sig og þessir sjóðir bæjarfélagsins ættu ekki að hjálpa hvor öðrum. Um það verða að sjálfsögðu skiptar skoðanir, þar til breytingar yrðu þá gerð- ar á þessu áratuga gamila fyrir- komuflagi. Það, sam er rangt í nefndri grein Kosningablaðs Alþýðubanda lagsins, er í fyrsta lagi það, að þetta hafi hindrað framkvæmdir í hafnarmálum. Má nefna sem dæmi það sem nú blasir við aug- um. Verið er að vinna að hafnar- bryggju og mun sú framkvæmd kosta um 400 þús. kr., það á að lagfæra Jakobsensstöð fyrir ca. 300 þús. kr. og það á að vinna við Innri-höfn fyrir 1—2 millj. króna. Þessi verk verða unnin á þeim 'tíma, sem hafnarsjóður hef- ur engar tekjur og notar hann því allt sitt fé, sem til er í sjóði og meira til. I öðru lagi er það rangt, að hafnarsjóður greiði hallarekstur bæjarsjóðs. Hér er aðeins um gagnkvæman stuðning að ræða hjá tveim stofnunum bæjarfélagsins. Má benda á þessu til sönnunar, að í reikningsupp- gjöri bæjarsjóðs fyrir 1960, sem er seinasta reikningsuppgjör, sem lagt hefur verið fram, er sku'.d bæjarsjóðs við hafnarsjóð kr. 127.763,03, svo sem eftirfarandi staðfest útskrift ber með sér, og getur slíkur mismunur milli sjóða varla talist greiðsla á stórfelldum hallarekstri. Útskrift úr efnahagsreikningi hafnarsjóðs Sigluf jarðar 1960. IV. tJTISTANDANDI SKULDIR: 1. Bæjarsjóður Siglufjarðar 2. Bæjarútgerð Siglufjarðar 3. Vatnsveita Siglufjarðar .... 4. Slippfélag Siglufjarðar .... 5. Kaupfélag Siglufjarðar .... 6. Samvinnutryggingar ....... 7. Eimskipafél. Isl., Sigluf. 8. Síldarverksm. Rauðka ..... 9. Innkaupastofnun ríkisins 10. Þorilákur Hellgason, verkfr. kr. 127.763,03 — 541.504,80 — 59.681.46 3.408.08 — 774,15 48,65 — 7.415,00 — 30.567,32 — 66.484,07 — 8.714,95 Kr. 846.361,51 Höfum yfirfarið framan- og ofanskráðan reikning, borið saman við fylgiskjöl og bækur fyrirtækisins og ekkert fundið athugavert. Siglufirði, 22. imarz 1962. Hannes Baldvinsson. Páll Erlendsson. — sign — — sign — Rétt endurrit staðfestir skrifsfcofa bæjarfógetans í Siglufjarðar- kaupstað, 18. maí 1962. Það hiiýtur hverjum manni að vera ljóst, að rúmlega 100 þús. kr. skuld bæjarsjóðs við hafnar- sjóð hefur engin áhrif á fram- kvæmdir hins síðarnefnda, enda gerði hvorki hafnarnefnd né ibæj- arráð neina athugasemd við við- Bæjarfógetinn, Siglufirði: Einar Ingimundarson. — sign — skipti bæjarsjóðs og hafnarsjóðs, þegar bæjarstjóri lagði reikning- ana fram og skýrði frá athuga- semd Hannesar Baidvinssonar, endurskoðanda. Verður að líta á það sem sérstaka málefnafátækt, að ætla að gera þetta að stórmáli. „SIGURJÓNSKAN“ Framhald af bls. 1. verkefnið með gagnkvæmum skilningi og raunsæi þeirra aðila, sem hlut eiga að máli. Hér að framan hefur í stórum dráttum verið minnst á „Sigur- jónskuna“, sem er svo mikill þyrnir í augum kommúnista og fylgifiska þeirra. Þó er eftir að geta þess, sem telja verður undir- stöðuna og afl þeirra 'hluta, sem gera skal. En það er að fjár- málum kaupstaðarins hefur nú verið komið í sómasamlegt hoxf, þótt allmikið átak þurfi enn að gera til að vinna upp fjármála- óstjórn kjörfcímabilanna tveggja, næst á undan þessu, sem er að enda. í byrjun þessa kjörtímabils voru fjármálin þannig komin, að öruggir tekjustofnar höfðu verið teknir út eða veðsettir fram í tím- ann, óreiðuskuldir skiptu milljón- um og dyr f jármálastofnana voru harðlæstar. Menn verða að gera það upp við sjálfa sig, hver eftir sínu eðli og innræti, hvort það er góð eða slæm ,,Sigurjónska“, að koma fjármálakerfinu í lag eins og gert hefur verið, og byggja þó upp alhliða, bæjarfélaginu til heilla og menningarauka, eins og allir geta séð sem vilja sjá. Á sama tíma sem þessir hlutir eru að gerast, sitja óvinir Siglu- fjarðar á svikráðum við bæjarfé- lagið. I hverju blaði Mjölnis eru Siglfirðingar eggjaðir lögeggjan að flýja bæinn. Nokkrir hafa orð- ið við tilmælunum. Tveir af bæj- arfulltrúum komma voru t. d. svo lánsamir að eiga sitt skipið hvor, og hafði bæjarsjóður af fátækt sinni lagt fé til kaupanna í þeirri von að það endurgreiddist í at- vinnu til bæjarbúa. Skipin voru bæði selld burt úr bænum, til þess að öruggt væri, að bæjarbúum gæfist ekki kostur á að ihafa sitt lifibrauð af þeim atvinnutækjum. Og svo hrópa þeir á meiri at- vinnulega uppbyggingu, og meixi hluti bæjarstjórnar er gagnrýnd- ur fyrir að verða ekki við tilmæl- unum! Ut af fyrir sig er það vandamál, ef fólk á bezta aldri tekur sig upp og flytur búferlum, þótt ekki sé möguleiki að banna sMkt, því búseta er frjáls í landinu. En hitt er minni eftirsjá, þótt nokkrir kommúnistar hypji sig burtu frá Siglufirði með aillt sitt ihafurtask, hvort sem þeir gera þar í hefnd- arskini við þá sem ráða málefnum bæjarins eða aurasjónarmiðin ráða gjörðum þeirra. Örlagarík- ara væri það, ef þessir menn næðu tökum á stjórn bæjarfélags- ins og fengju tækifæri til að ráða hér framvindu efnahags- og at- vinnulífs. Á tímamótum, sem nú eru, ættu menn að hugleiða þessi mál gaum- gæfilega. Um tvennt er að velja: örugga fjármálastjórn og alhlliða uppbyggingu annars vegar, en hins vegar pólitíska ævintýra- mennsku. Valið ætti ekki að vera vandasamt hverjum siglfirzkum kjósanda. Stuðningsfólk A-listans Kaffiveitingar að BORGARKAFFI í kvöld.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.