Neisti


Neisti - 21.05.1962, Blaðsíða 6

Neisti - 21.05.1962, Blaðsíða 6
6 Skýrsla bœjarstjóra um tferð til Reykjavíkur, 24. marz—16. apríl og 2.—7. maí sl. lögð fram á bæjarstjórnarfundi, miðvikudaginn 16. maí. 1. Landsútsvör. Þegar flíða tók að lokum síð- asta alþingis, var lagt fram frum- varp um tekjustofna sveitarfélaga. Einn þáttur í því er svonefnd landsútsvör, þ. e. að ýmis ríkis- fyrirtæki og olíufélögin skyldu greiða útsvör í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem síðan greiddi til sveitarfélaganna eftir fyrir- fram ákveðinni reglu. Þar sem í Siglufirði er staðsett stærri og meiri ríkisrekstur en MutfaMslega í öðrum bæjum, var þegar sýnt, að Siglufjörður myndi skaðast fjárhagslega, ef sami grundvöllur yrði notaður við landsútsvör og hjá öðrum kaupstöðum. Þegar svo frumvarpið kom í mínar hendur reiknaði ég út, að sam- 'kvæmt því mundi Siglufjörður tapa kr. 345.700,00, ef frumvarpið yrði samiþykkt óbreytt, og eru þá lögð til grundvajllar áætluð útsvör af ríkisfyrirtækjum og oiíusölu árið 1962. Skrifaði ég strax ölllum þingmönnum úr Norðurlandskjördæmi vestra, for- manni nefndar þeirrar, sem fjall- aði um málið á alþingi og fjár- málaráðherra og félagsmálaráð- herra, sem mál þetta heyrði und- ir. Óskaði ég eindregið eftir að Síldarverksmiðjur ríkisins yrðu teknar út úr frumvarpinu og að útsvar þeirra rynni óskipt til Sigluf jarðarbæjar. Fljótlega eftir að ég hafði skrifað þessurn aðilum fór ég suð- ur, m. a. till að fá breytingar á þessu máli til hagsbóta fyrir Siglufjarðarkaupstað. Ekki fékkst það í gegn, að S.R. yrðu teknar út úr frumvarpinu, en þrjár mikil- vægar breytingar voru gerðar, sem breyttu frumv. úr því að vera óhagstætt fyrir iSiglufjörð, eins og áður er nefnt, í það að fela í sér tekjuauka. En breytingarnar eru þessar: 1) Að þau sveitarfélög, sem yrðu fyrir tjóni vegna frum- varpsins, fengju það bætt úr Jöfmmarsjóði. 2) Að útsvar af rfkisfyrirtækj- um (og þar með einnig af Síldarverksmiðjum ríkisins), yrðu iy2 af brúttóúflutn- ingi. 3) Að á ailla starfrækslu S. R., aðra en sildarbræðslu, yrði lagt aðstöðugjáld (veltuút- svar). Ted ég ekki ástæðu til þess að gera nánar grein fyrir þessum breytingum, en tel að frumvarpið sé viðunandi fyrir Sigluf jörð, eins og það var endanlega afgreitt frá Aiþingi. Hugmyndin um landsút- svör hefur verið lengi á dagskrá hjá Sambandi íslenzkra sveitar- félaga og verður tvímælalaust til mikiMa hagsbóta fyrir sveiitarfé- iögin, þegar ilandsútsvör verða tekin af öilurn þeim fyrirtækjum, sem Samiband íslenzkra sveitar- félaga hefur lagt til að gert verði. 2. Bátakaup. Eins og kunnugt er, auglýsti bæjarstjóm Siglufjarðar eftir tii- boðum í tvo fiskibáta, sem sam- þykkt hafði verið að kaupa. — Margir virtust hafa áhuga á að láta smíða þessi skip og höfðu samband við mig um þessi mál. Hafa nú borizt 16 tilboð frá 7 iöndum. Bæjarstjórn á eftir að ákveða hvaða tilboði verður tekið, en smíði þessara báta imun taka eitt ár og má vænta þess að þeir verði tilbúnir á veiðar vorið 1963, fyrir síldarvertíð. 3. Samkomulag við ríkissjóð. Til þess að möguileiki sé á því fjárhagslega, að kaupa þessi fiskiskip, sem fyrirhugað er, þurfti að ná samkomulagi við rík- isstjórn um að fá til ráðstöfunar verulegan hluta af því fjármagni, sem ríkissjóður gerði kröfu til af tryggingarfé b.v. Elliða. Kröfur ríkissjóðs í tryggingaféð námu kr. 8.177.385,56. Af þessu fé stað hér í blaðinu, náðist mjög hagstætt samkomulag við fjár- málaráðherra um að gefa eftir að sinni greiðslur til ríkissjóðs, af því fjármagni, sem rfkissjóður gerði kröfu til í tryggingafé b.v. Elliða. Verða ca. 5,3 millj. af þessu fé sett á reikning til ráð- stöfunar vegna væntanlegra báta- kaupa, þ. e. 2,6 millj. af atvinnu- fékkst kr. 5.312.003,16 sett á sér- stakan biðreikning, til ráðstöfun- ar fyrir Sigluf jarðarkaupstað, þegar þessi væntanllegu skipakaup fara fram. To'garanefndinni hefur verið ljóst frá upphafi, að fjár- hagsundirstaða fyrir bátakaupin væri undir því komin hvaða samn- inga væri hægt að fá við rfkis- stjórnina. Nú hefur fjármálaráð- herra afgreitt þetta á þann hátt, sem telja verður mjög hagstæðan fyrir áframhald þessa máls. Til ráðstöfunar til bátakaupanna um- fram ofangreinda upphæð, er tryggingariðgjald b.v. Elliða fyrir árið 1962, 1,5 rnillj kr., sem greið- ist úr Útflutningssjóði 1963, en tryggingariðgjaldið varð að greiða fyrir alllt árið 1962, þótt Elliði færist í byrjun árs. Auk þess mun svo koma uppbætur úr Aflatryggingasjóði fyrir árin 1960 og 1961 fyrir báða togarana, og nemur sú upphæð væntanfega um 2 mil'lj. króna, og eru möguleikar á, að eitthvað af þeirri upphæð verði til ráðstöfunar fyrir hinn fyrirfiugaða bátaútveg. Til ráð- stöfunar vegna bátakaupanna ættu því að vera a. m. k. 7 millj. króna, auk rekstrarfjár. Við Sigurður Jónsson, fram- bótafé, 2 millj. af reikningsupp- hæðinni sem greiða skyldi og um 700 þús. kr. í vexti. Hinn góði skilningur ráðherra á þessum mál- efnum Siglfirðinga gerir væntan- feg skipakaup framkvæmanleg, að öðrum kosti er óvíst að af nokkrum skipakaupum hefði get- að orðið. Samkomulag við fjármálaráð- herra fer hér á eftir: víkur til að ganga frá uppgjöri vegna b.v. Bliliða dagana 3.—7. maí og mun yfirlit yfir það verða lagt fyrir ibæjarstjórn. 4. Sameign um frystihús SR og skip Siglufjarðar- kaupstaðar. Eins og bæjarstjóm er kunnugt skipaði sjávarútvegsmálaráðherra þriggja manna nefnd þ. 26. okt. 1960, til þess að gera tillögur um rekstur togaranna Elliða og Haf- liða og irekstur hraðfrystihúss Síldarverksmiðja ríkisins. Skyldu tillögurnar miðast við, að „togar- arnir og frystihúsið verði rekið af einum og sama aðila og togar- arnir gerðir út frá Siglufirði“. Nefndin skilaði áhti 7. maí 1961 og varð ekki sammála og endan- leg afgreiðsla hefur ekki borizt frá rfkisstjórn. Vegna hinna breyttu viðhorfa, er b.v. Elliði fórst, óskaði sjávar- útvegsmálaráðherra eftir að nefndin kæmi saman á ný og skil- aði áliti, og gerði nefndin það hinn 15. apríl s. 1. Ekki náðist samkomuiag innan nefndarinnar í þetta sinn frekar en í fyrra skiptið og skiluðu Birgir Finns- son og undirritaður eftirfarandi tililögum: ,,l)i Um frystihús S. R. og fiski- báta Siglufjarðarkaupstaðar verði myndað sameignarfé- lag, og verði eignahluitföll í því í samræmi við þau verð- mæti, sem hvor aðili fyrir sig leggur til. 2) Um 'togarann Hafliða verði myndað hlutafélag, með þátttöku frystihúss S. R. og bæjarsjóðs. Áður en það verður gert, verði samið um skuldir, sem á togaranum hvíla, eða þær afskrifaðar eins og fært er. Sameignar- félag frystihússins og fiski- bátanna annist rekstur tog- arans“. Bkki heffur enn komið af- greiðsla frá ríkisstjóm á itillögum iþessum, en væntanlega verður þess ekki langt að bíða, að málið fái endanlega afgreiðslu. 5. Lántaka vegna hafnarframkvœmda. Þá tókst að fá lán úr Atvinnu- leysistryggingasjóði, að upþhæð kr. 1.000,000,00, og á það fé að fara til hafnargerðair Innri-ihafn- ar, en bæjarstjóm hafði áður samþykkt að taka lán til þessara framfcvæmda. 6. Flugvallargerð. Þá vann ég nokkuð að því við Flugmálastjórn, að hafizt yrði handa um byggingu flugvallar hér í Siglu'firði hið a'llra fyrsta. Á meðan ég dvaldi í Reykjavík lét Flugmálastjórn fara firam reynsluflug, til þess að kanna hvont möguleikar væra á að flug- vélar af Douglas-gerð gætu lent hér á hinni fyrirhuguðu flug- braut. En sú flugbraut var ákveð- in ea. 1350 m, og átti að liggja frá Fjarðarvegi og út á yztu brún Skútugranda. Því miður reyndist svo, að vegna þrengsla í firðinum töldu flugmenn og sérfræðingar Framhald á bls. 2. Bœjarstjórinn, Siglufirði. I sambandi við uppgjör vátryggingarf jár b.v, Elliða skal yður hér með tjáð, að ráðuneytið samþykkir eftirfarandi: 1) Að ca. 282 þús. kr., sem ógreiddar eru af veðskuldum skipsins, verði ekki greiddar af vátryggingarfénu, enda standi Siglufjarðarkaupstaður áfram straum af eftirstöðvum þessum. 2) Vextir af útlögðu fé úr ríkissjóði og af atvinnubóta- lánum verði aðeins reiknaðir fyrir 2 ár og vaxtafót- ur 5% p.a. 3) Atvinnubótalán, kr. 2.600.000,00, verði lögð á bið- reikning, ásamt tilheyrandi vöxtum kr. 260.000,00. Verði fé þetta síðar lánað til byggingar tveggja báta, en trygging fyrir lánunum verði áfram í b.v. Hafliða. 4) Af útlögðu fé ríkissjóðs, sem endurgreitt verður af tryggingarfénu, skulu kr. 2.000.000,00 lagðar á sér- reikning, ásamt vöxtum af öllu hinu útlagða fé, og skal fé þetta geymt þar til séð verður hvort næsta alþingi sinnir málaleitun Siglfirðinga um ráðstöfunar- heimild á þessari fjárhæð. 5) Bæjarútgerðin gefur ráðuneytinu ávísun á trygg- ingarféð samkvæmt ofanrituðu, sbr. og bréf ráðu- neytisins til Almennra trygginga h.f., dags. 20. febr. síðastliðinn. F. h. r. Sigtryggur Klemenzson. kvæmdastjóri, fómm til Reykja- Hagstætt samkomulag við fjármálaráðherra um fjármagn til skipakaupa Eins og frá er skýrt á öðmm

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.