Neisti - 21.12.1964, Page 8
Minnzt látinna Siglfirðinga
ÁGOST E1NAR SIEBY
V
Fœddur 9. febrúar 1891. — Dáinn 28. okt. 1964.
Aðfaranótt sunnudagsins 28.
akt. s.l. lézt að heimili son-
ar síns, iVilhelms, Hávegi 5,
Ágúst Einar Sæby, 73 ára
að aldri. Hann var iborinn
og barnfæddur Siglfirðingur,
vann hann imestmegnis við
höfnina.
Það rúm, sem Ágúst skip-
aði, þótti vel skipað, hvort
sem hann var á sjó eða landi
— og nauit hann Itrausts og
fæddur 9. febr. 1891.
Árið 1911 giftist Ágúst,
Steinþóru Barðadótltur, mik-
ilhæfri konu, og eignuðust
þau fimm börn, og eru fjög-
ur þeirra á lífi og öll búsett
hér.
Ágúst stundaði sjósökn
framan af ævi og oft sem
formaður, en í seinni tíð
virðingar samferðamanna í
ríkum mæli.
Við fráfall Ágústs má
segja með réttu, að horfinn
sé einn af hinum ágætu al-
þýðumönnum, sem helga
þjóðfélaginu krafta sína háv
aðalaust, en með elju og trú-
lyndi í starfi.
Blessuð sé minning hans.
OLE OLSEN
Fœddur 8. nóv. 1899.
Laugardaginn 21. marz
s.l. gekk Ole Olsen, Máva-
hlíð 11, Rieykjavík, hress og
glaðlegur heiman frá sér til
sinnar daglegu vinnu, en er
þangað kom, var hann að
lítilli stundu hðinni, lífvana.
slíkt eru snögg umskipti, er
hljóta að hafa djúptæk áhrif
á nánustu ástvini og f jöl-
skyldulíf á hvaða heimili,
sem það kemur fyrir. — Er
nauðsynlegt fyrir átsvini að
- Dáinn 21. marz 1964.
geta tekið slíkum atburðum
imeð sltillingu hins andlega
sterka manns, og mun svo
hafa verið í þessu tilfelli.
Að heilsast og kveðjast
það er lífsins saga.
Ole Olsen var fæddur 28.
nóv. 1899 í Skálavík á Sand-
ey í Færeyjum.
Hingað til landsins flutt-
ist hann 1928 og settist að
í Vestmannaeyjum, þar sem
ihann stundaði sjósókn, og
þótti afburða góður sjó-
maður. Til Siglufjarðar flutt-
ist hann 1931, og það sama
ár giftist ihann eftirlifandi
konu sinni, Þuríði Pálsdótt-
ur, þingeyskri að uppruna,
sem nú er búsett í Hafnar-
firði.
Þau hjónin eignuðust tvo
syni, Kjartan vélvirkja, sem
nú er giftur og búsettur í
Keflavík og iPál húsgagna-
bólstrara, sem nú er giftur
og búsettur í Hafnarfirði.
Fyrstu árin hér var Ole til
sjós, gerðist síðan starfs-
maður hjá Síldarverksmiðj-
um ríkisins, en síðustu árin
áður en hann fluttist til
Reykjavíkur starfaði hann
ihjá ísafold s.f.
Öll störf sín leysti Ole af
höndum með trúmennSku og
dugnaði, þannig, iað hann var
eftirsóttur starfsmaður, og
tryggur og góður félagi.
Þau hjónin eignuðust 'gott
og myndarlegt heimili að
Hafnargötu 8. Þangað var
gott að ikoma. Húsmóðirin
dugleg og myndarleg í öll-
um verkum og húsbóndinn
kátur og fjörugur, enda nutu
margir Siglfirðingar hinnar
alkunnu gestrisni þeirra
hjóna. Oft vor-u þá bridge-
spilin tekin upp á dimmum
haust- og vetrarkvöldum og
eiga margir Bakkabúar
ánægjulegar minningar frá
þeim kvöldum.
Ole Olsen var sérstakur
aufúsuigestur á beimili for-
eldra minna að Hafnargötu
4 og var alla tíð frábær vin-
átta milli þessara tveggja
heimila. Fyrir þessa vináttu
vil ég nú þaikka þér, Ole, og
öll góðu og ihúgljúfu kynnin.
Þótt Ole væri fæddur og
uppalinn í fjarlægu landi
reyndist hann góður og nýt-
ur íslenzkur ríkisborgari, er
undi hér vel hag sínum og
var gæfumaður-
Til Reykjavíkur fluttist
hann 1957 og segir mér svo
hugur, að oft hafi hugur
hans leitað þaðan og hingað
til Sigluf jarðar, og í sumar-
leyfum sínum vildi hann allt-
af helzt fara hingað, til þess
að leita uppi gamla vini og
kunningja og vera i sigl-
firzku umhverfi.
Eiginkonu, svo og sonum,
aldraðri móður, syStkinum
og öðrum ástvinum hins
látna votta ég samúð 'mána
og hluttekningu.
Það fflun ætáð verða bjart
yfir minningu Ole Olsen.
Blessuð sé minnig hans.
Jóhann G. Möller
Myndarleg gjöf
Nýlega barst Kvenfélagi
Sjúkrahússins rausnarleg
gjöf að upphæð kr. 100,000
til Sjúkraliússbyggingarinn-
ar í Siglufirði. Gjöf þessi er
frá velunnara byggingarinn-
ar, sem óskar ekki eftir að
láta nafns síns getið, og
mun vera búsettur sunnan-
lands.
Kvenfélag Sjúkrahússins
og byggingarstjórn þess
hafa beðið blaðið að koma á
framfæri iimilegasta þakk-
læti fyrir þessa stórmann-
legu gjöf.
0 Ljósmynd af Siglufirði á
forsíðu er tekin af Ólafi
Ragnarssyni. Öll myndamót
eru gerð í Siglufjarðarprent-
smiðju li.f.
Síldaiílutningai
Að undanförnu hafa farið fram miklar umræður
um það á hvern hátt hinar miklu síldveiðar fyrir
Austurlandi verði sem bezt hagnýttar fyrir þjóðar-
búskapinn.
Sýnt þykir nú, að síldarverksmiðjurnar á Austur-
landi geta hvergi nærri tekið á móti því síldarmagni,
sem þar veiðist, en á sama tíma er hinn mikli verk-
smiðjukostur á Norðurlandi ónothæfur. Mannekla
við verksmiðjurnar fyrir austan kemur nú veg fyrir
full afköst þeirra, en hér norðanlands, t.d. á Siglu-
firði, er nægilegt vinnuafl fyrir hendi, til þess að
fullnýta verksmiðjurnar hér, hvort sem um er að
ræða yfir sumar- eða haustmánuðina.
Á fundum í stjórn SR, sem voru haldnir í Reykja-
vík urn mánaðamótin nóv.—des. s.l. voru þessi mál
all ýtarlega rædd og flutti þá fulltrúi Alþýðuflokks-
ins í stjórn SR, Jóh- G. Möller, eftirfarandi tillögu:
„Verksmiðjustjórnin telur, að með stórauknu
þróarrými við síldarverksmiðju S.R. á Seyðis-
firði, með afskipunarmöguleikum í flutuinga-
skip, verði hægt næsta sumar að auka all veru-
lega síldarflutninga til verksm. S.R. á Norðurl.
Jafnframt þessu telur verksmiðjustjórnin
nauðsynlegt að taka á leigu tankskip, útbúið
síldardælu, sem getur flutt 15—20 þús. mál
síldar, til þess að fá úr því skorið, hvort slík
skip henti ekki bezt til síldarflutninga, og um
leið veitt síldarflotanum bætta þjónustu og
komið í stað nýrra verksmiðja.
Verksmiðjustjórnin samþykkir að fela fram-
kvæmdastjórum framkvæmdir í málinu.
Samþykkt var í stjórn S.R. að vísa þessari tillögu
til umsagnar framkvæmdastjóranna, og má búast við
umsögnum þeirra upp úr áramótunum.
I
MERKISAFMÆLI
Anton Jóhannsson 75 ára
Þann 3. október sl. átti
Aniton Jóhannsson, Lindar-
götu 20B, 75 ára afmæli.
Anton er fæddur Siglfirð-
ingur, og hefur hér dvalið
allan sinn aldur.
Áður fyrr stundaði hann
sjósókn, m.a. á hákarlaskip-
um, og þótti traustur og
góður sjómaður.
Síðar gerðist hann starfs-
maður ihjá S.R., og befur
þar gegnt ýmsum störfum
með Itrúmennsku og skyldu-
rækni.svo til fyrirmyndar er.
Beztu hamingjuóskir.
Gunnlaugur Hjálmarsson, sextugur
Vinur iminn, Gunnlaugur
Hjálmarsson, isem nú er bú-
settur á Akranesi, átiti sex-
tugsafmæli þann 11. des. s.l.
I tilefni af þessum merku
tímamótum, vil ég með fáum
orðum þa'kka ihonum heilla-
ríkt stanf fyrir siglfirzka
verkalýðshreyfingu og í Al-
þýðuflofcknum uim margra
ára skeið.
Allt frá unglingsárum
hefur Gunnlaugur unnið
Gleðileg jól
Farsœlt komandi ár
Þökk íyrir viöskipliri
Þórarinn og Birgir
Trésmíðaverkstæði
ihörðum höndum, sér og sín-
um til lífsviðurværis, en ætíð
átlti hann að afloknum
ströngum vinnudegi, tíma
til þess að belga siglfirzkri
venkalýðshreyfingu og mál-
öfnum jafnaðarmanna starfs
krafta sína, sem ætíð var til
góðs, enda er Gunnlaugur
greindur vel og gjörhugull.
Gunnlaugur Hjálmarsson
má ekki vamm sitt vita í
neinu, og því drengur hinn
bezti í þess orðs fyllztu
merkingu, enda gott til vina.
Eg er þess fullviss, að
gömlu samherjamir þínir í
verkalýðshreyfingunni og Al-
þýðufiokknum hér, óska þér
alls hins bezta á komandi ár-
um, með þökk fyrir fórn-
fúsu störfin, sem aldrei
verða þér fullþökkuð.
Lifðu heill!
Jóhann G- Möller