Neisti - 22.12.1966, Page 10
NEISTI
JÖLABLAÐ 1966
Nýja sjúkrahúsið tekið í notkun
Listaverk Höllu Haraldsdóttur, er prýðir anddyri nýja
sjúkrahússins.
Þann 15. des. s.l. var nýja
sjúkrahúsið vígt og afhent
Siglufjarðarkaupstað til nm-
sjónar og reksturs.
Byrjað var að grafa fyrir
grunni hússins 17. nóvember
1958, en 1960 hófst bygg-
ingin fyrir alvöru. í fyrstu
var fyrirhugað að byggja
við gamla sjúkrahúsið, en
frá því var fljótlega horfið,
og hafði Vilmundur Jónsson
þáverandi landlæknir for-
ustu í því.
Nýja sjúkrahúsið er að
stærð 860 fermetrar, rúm-
mál um 8000 rúmmetrar.
Byggingarkostnaður mun
nú vera um 20 millj. króna.
Samkvæmt lögum leggur
ríkissjóður fram 60% af
kostnaðarverði hússins, en
bæjarsjóður 40%.
1 sjúkrahúsinu eru 40
rúm, 26 á miðhæð, sem er
aðalsjúkradeild hússins og á
efstu hæðinni 14 rúm, sem
einkum eru ætluð eldra fólki.
Allar teikningar af hús-
inu hefur Sigurjón Sveinsson
arkitekit, gert, og hefur hann
og systkini hans gefið teikn-
ingamar og aðra vinnu hans
í sambandi við bygginguna,
til minningar um foreldra
þeirra, Geirlaugu Sigfúsdótt-
ur og Svein Jónsson tré-
smíðameistara. Hafa þau
Fyrsti spyrðuklúbburinn
Fremri röð frá vinstri: Valírerður Landmark, Guðrún Sig'urðardóttir, Jóna B. Möller, Aaðalbjörg
Friðvinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Sigríður Sigurðardóttir, Petra Landmark,
'Sigurbjörg Hólm, Anna Gunnlaugsdóttir, Freyja Jónsdóttir
Innan Kvenfélagsins ,Von‘
hefur verið starfandi til
f jölda ára svonefndur Spyrðu
klúbbur. Konumar í klúbbn-
um hnýta spyrður og selja
þær skreiðarframleiðendum
í bænum, aðallega S. R. Á-
góðann af þessari vinnu
sinni hafa kvenfélagskonurn-
ar lagt í sérstakan sjóð.
Þann 9. júlí í sumar af-
henti frú Sigríður Jónsdóttir
125 þús. kr. úr sjóðnum til
elliheimilisdeildar sjúkra-
hússins nýja, til minningar
um frú Sigurbjörgu Hólm,
er lengi var formaður Kven-
félagsins ,,Von“ og um lang-
an tíma aðal drifkrafturinn
í starfsemi Spyrðu-klúbbs-
ins. Starfsemi Spyrðuklúbbs-
ins heldur áfram og nú nýt-
ur hann handleiðslu frú Ól-
afar Kristinsdóttur.
mí IfPH | J
Ólafur Þ. Þorsteinsson, Iæknir, formaður byggingarnefndar
ný.ja sjúkrahússins, afhendir Sigurjóni Sveinssyni, arkitekt,
gjöf frá nefndinni.
systkinin með þessari gjöf
sinni heiðrað foreldra sína
að verðleikum, en þau vom
með merkari borgurum
þessa bæjar.
Byggingarmeistari er Skúli
Jónasson, múrarameistarar
Baldur Ólafsson og Sigurð-
ur Magnússon, raflagnameist
arar Jóhann Jóhannesson,
Sverrir Sveinsson og Birgir
Gestsson, málarameistari
Herbert Sigfússon og pípu-
lagningameistari Jón Dýr-
fjörð.
Form. bygginganefndar
undanfarin ár hefur verið
Ólafur Þ. Þorsteinsson,
sjúkrahússlæknir.
Ýmis félagasamtök í bæn-
um, svo og einstaklingar,
hafa stutt byggingu sjúkra-
hússins með stómm fjár-
framlögum frá upphafi, og
er þar stærstur hlutur Kven-
félags Sjúkrahússins, er nú
hefur lagt fram til bygging-
ar sjúkrahússins á þriðju
milljón króna. Form. Kven-
félags Sjúkrahússins hefur
verið frú Hildur Svavars-
dóttir, þar til í haust, að frú
Kristine Þorsteinsson tók við
því starfi.
Þá hefur Kvenfélagið
„Von“ lagt af mörkum til
sjúkrahússbyggingarinnar
um hálfa milljón króna.
Margir einstaklingar hafa,
eins og áður segir, stutt
bygginguna með stórum
fjárfúlgum, og er framlag
Elísabetar Erlendsdóttur,
fyrrverandi yfirhjúkmnar-
konu gamla sjúkrahússins,
þar stærst, en hún hefur
gefið til byggingarinnar um
350 þús. kr.
1 nýja sjúkrahúsinu getur
að líta marga muni, er fé-
lagasamtök og einstaklingar
Framhald inni í blaðinu
r
„Móðurklukkan“, er stjórnar
19 klukkum, sem staðsettar
eru á ýmsum stöðum í
sjúkrahúsinu.