Neisti - 23.12.1972, Blaðsíða 1

Neisti - 23.12.1972, Blaðsíða 1
Séra Kristján Róbertsson Hugsað til vina Sjaldan verður manni eins hugsað til fjarlægra vina sem á jólum. ‘Að því legti er jólahátíðin mikill hvati. mannlegra tengsla, að hún færir Ímennina nær hver öðrum, þó að fjar- lægðir skilji. Ég minnist ekki þeirra jóla, að mér hafi ekki einhverntíma orðið hugsað til gamalla kynna og Ijúfra stunda á liðinni tíð. Minningar frá liðnum jólum eiga alltaf veglegt sæti í safni því, sem ! árin eru stöðugt að hæta við. Eg minn- ist aðfangadagskvölda í Siglufirði og þeirrar helgi, sem þá virtist hafa tek- ið sér bólfestu í þessum tígulega, norðlæga fjallasal. Ég minnist klukkna hljómsins frá turninum, sem barst út yfir bæinn í húminu. Eg minnist lofsöngsins í kirkjunni og safnaðar- Iins, sem ávalt er fegursta skrautið í hverju Drottins musteri. Eg er þakklátur fyrir þessar minn- ingar. Eg er þakklátur fyrir árin — tvisvar sinnum þrjú — sem ég átti með Siglfirðingum. Þau ár voru mikil- vægir áfangar, sem auðguðu líf mitt að kynnum, reynslu og minningum. Söfnun jarðneskra fjársjóða hefur einlægt gengið í hálfgerðu basli fyrir mér, og eykst mér lítt búhyggja með árunum. Um söfnun þeirra fjársjóða, sem mölur og ryð fá ekki grandað, er hins vegar ekki mitt að dæma. En eitt get ég fullyrt: Eg tel mig ríkan mann vegna margra góðra minninga, sem ég á frá mínum mörgu dvalar- stöðum og því góða fólki, sem mér hefur auðnazt að kynnast. Þeim fjáir- sjóðum mun ég halda áfram að safna og njóta, meðan Guð gefur mér tíma og tækifæri. Það er því af einlægum huga, að við hjónin og börn okkar sendum Siglfirðingum kveðjur og óskir um blessunarríka jólahátíð og farsæld á komandi árum. Skammdegismyrkrið herðir nú tök sín á tilveru okkar. Það er heldur ekki bjart yfir, þegar litið er til heimsins í heild. Aldrei hefur fram- tíð mannkyns og menningar virzt jafntvísýn og nú. Og yfir okkar eigin þjóð hvíla skuggar margra og tor- leystra vandamála. En „stjarna er fyrir stafni stýrið í Drottins nafni.“ Ef við fylgjum dæmi þeirra vitru manna, sem létu stjörnu Jesú ráða leið sinni, mun för okkar inn í fram- tíðina takast og aftur birta yfir leið- um okkar. Gleðilega hátíð. Kristján Róbertsson. koaiki á kaitu/n núnum Ég kveiki’ á kertum mínum við krossins helga tré. I öllum sálmum sínom hinn seki beygir kné. Ég villtist oft af vegi. Ég vakti oft og bað. — Nú hallar helgum degi á Hausaskeljastað. í gegnum móðu' og mistur ég mikil undur sé. Ég sé þig koma, Kristur, með krossins þunga tré. Af enni daggir drjúpa, og dýrð úr augum skín. Á klettinn vil ég krjúpa og kyssa sporin þín. Þín braut er þyrnum þakin, hver þyrnir falskur koss. Ég sé þig negldan nakinn sem níðing upp á kross. Ég sé þig hæddan hanga á Hausaskeljastað. — Þann lausnardaginn langa var líf þitt fullkomnað. — Ég bíð unz birtir yfir og bjarminn roðar tind. Hvert barn, hvert Ijóð, sem lifir, skal lúta krossins mynd. Hann var og verður kysstur. Hann vermir kalda sál. Þitt líf og kvalir, Kristur, er krossins þögla mál. Ég fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hverja rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar Ijós. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.