Neisti - 23.12.1972, Qupperneq 6

Neisti - 23.12.1972, Qupperneq 6
6 N E I S T I 'v JÓLABLAÐ 1972 Pétur Pétursson, alþingismaður: Um atvinnuiiiál á Norðurlandi vestra Á þessum vetri hefur tals- vert verið rætt opinberlega um atvinnumál og atvinnu- horfur í Norðurlandskjör- dæmi vestra. Mestu fjaðra- foki hefur valdið þingsálykt- unartillaga, sem ég flutti á Allþingi í 'haust, um að út- gerðaraðilar og frystihús á Siglufirði, Hofsósi, Sauðár- króki og Skagaströnd sam- einuðust í einu stóru fyrir- tæki með minnihluta fram- lagi frá ríkissjóði eða Fram- kivæmdastofnun ríkisins. Þeg ar þessi tillaga kom fram, umhverfðust Sjálfs'tæðis- menn, og þó sér í lagi Eyj- ólfur Konráð Jónsson, rit- stjóri Morgunblaðsins, sem þá sat á Alþingi. Fannst honum þetta vera mikil „frekja og framihleypni", eins og hann orðaði það, og taldi, að hér væri verið að sigia beint inn í þjóðnýtingu þessarar atvinnugreinar á þessu svæði. Þetta vildi ég nú ekki samþykkja, og vil ekki enn. Það eina, sem vakti fyrir mér með þessum til- löguflutningi, var að koma með nýjar tillögur varðandi uppbyggingu atvinnulífsins i kjördæminu til frambúðar. Ég tók greinilega fram, að ef heimamenn vildu ekki hafa þennan hátt á, þá væri það auðvitað ekkert aðalatriði af minni IháJfu, að knýja fram þessháttar fyrirkomulag. Ég benti Eyjólfi Konráð á, að ef hann ihefði aðrar tillögur fram að færa, sem gætu tryggt atvinnulíf kjördæmis- ins til frambúðar, þá skyldi ég með mestu ánægju athuga þær tillögur, ef þær fælu i sér öryggi í atvinnumálum kjördæmisins. Þá sagði Eyj- ólfur Konráð, að það ætti að dæla fjármagni í þau fyrir- tæki, sem fyrir væru, og byggja þau upp á vegum eihkaf ramtaksins. Þessi aðferð, sem Eyjólf- ur Konráð bendir hér á, er nákvæmlega sú, sem farin hefur verið síðustu áratugi. Árangurinn er sá, að hvergi á landinu hefur verið jafn mikið ativinnuleysi síðasta áratug, eins og einmitt í Norðurlandskjördæmi vestra. Enn eru undirstöður atvinnu í þessum landshluta svo veik- ar, að hreint ekkert má korna fyrir til þess að þegar sé ekki komið bullandi at- vinnuleysi. Má sem dæmi nefna, að á síðastliðnu sumri bilaði bátur í Hofsós. Um leið varð hópur fullvinnu- færra karlmanna á þessurn stað afvinnulaus, og svo auð- vitað þær konur, sem unnu í frystihúsinu. Ef bátur eða bátar eru seldir frá einhverj- um stað, t. d. frá Siglufirði, er þar þegar fcomið atvinnu- leysi á þeim stað. Allt at- vinnulíf til sjávarins er byggt á sandi. Öryggi er ekkert til. Mín hugmynd var sú, að með þeim hætti, að ríkis- valdið yrði þátttakandi í at- vinnulífinu, væri ihægt að byggja traustan gninn fyrir áframhaldandi öryggi varð- andi atvinnu við sjávarútveg í kjördæminu. Það er ómót- mælanleg staðreynd, að ef efcki fæst utanaðkomandi fjármagn inn í kjördæmið til þess að treysta atviimu- lífið, þá verður áframhald- andi ö'ryggisleysi til staðar. Það er þetta öryggisleysi, sem ég er að reyna að úti- lofca með tillöguflutningi mínum. Fyrir ári síðan tók ríkis- valdið forystu um að byggja upp útgerðarfyrirtækið Þor- móð ramma á Siglufirði, og á ríkið þair verulegan meiri hluta hlutafjár. Þetta má kannski kalla ríkisfyrirtæki. En hinu má þó heldur ekki gleyma, að á Siglufirði hef- ur ríkið sjálft haft alla for- ystu um atvinnumál um ára- tuga skieið og staðið sig mis- jafnlega, svo ekki sé meira saigt. Ég hef sagt, að Norður- landskjördæmi vestra væri fátækasta kjördæmi lands- ins. Þangað til annað verður sannað, held ég því stíft fram. Mér finnst þess vegna ekki vera til of mikils mælst, þó að ríkisvaldið taki sér- staka afstöðu itil atvinnulífs- ins í þessu kjördæmi. Það, sem verður að gera, er að byggja undir atvinnulífið í framtíðinni á þann hátt, að það sé sæmilega öruggt. Að atvinnuleysi komi ekki aft- ur, jafnvel þó að eklki komi annað fyrir, heldur en að bátur bili í nokkrar vikur, eða að bátur sé seldur frá einhverjum stað. Riíkið hef- ur þegar viðurkennt þessa staðreynd með verulegri þátt töku 'í fyrirtækinu Þormóði ramma á Siglufirði. Það er nánast sama hugsun, sem ég vil útfæra til allra úitgerðar- staða kjördæmisins. Þó þann- ig, að ríkið eigi ekki meiri hluta, eins og í Þormóði ramma. Fólkið í þessu kjördæmi, eins og sjálfsagt víðar, er nægjusamt. En ég held þó, að það sé nægjusamara þarna, heldur en víðast hvar annars staðar. Satt að segja er það oft stórfurðulegt, á hverju margt af þessu fólki lifir. Og að slíkt öryggisleysi skuli fyrirfinnast á landinu nú á þessum tímum,, það er stórmerfcilegt, þegar alls sibaðar annars staðar er kall- að eftir vinnuafli, og fjöl- margir eru yfirborgaðir, svo stórum fjárhæðum nemur. Mér finnst það ekki vera forsvaranlegt fyrir þingmenn kjördæmisins að sitja og bíða og sjá 'hvað skeður. Ef at- vinnuleysi kemur, þá er það bara óþægileg staðreynd, sem efckert er hægt að gera við. Það er nefnilega ýmis- legt hægt að gera við hugs- anlegu atvinnuleysi. Það er t. d. hægt að byggja atvinnu- lífið upp það sterkt, að at- vinnuleysi komi ekki til greina, þó að á móiti blási á einhverjum sviðum. Ég skora á þingmenn Norðurl.'kjördæmis vestra að koma mieð aðrar tillögur, sem þjóni sama tilgangi eins og tillaga mín gerir ráð fyr- ir, framtíðaröryggi atvinnu- lífsins í kjördæminu. Ef þeir gera það ekki, væri sæmst fyrir þá að samþykkjia þá til- lögu, sem ég hef lagt fram. Allt annað er ábyrgðarleysi. Ég veit mæta vel, að þing- menn kjördæmisins vilja vinna því allt hið bezta, sem þeir geta. En það er sitt hvað að vilja og framkvæma. Ég tel, að grunnur undir at- vinnumálum kjördæmisins sé svo óendanlega veikur, að það verði að gera einhverjar ákveðnar og kannski dálítið róititækar ráðstafanir. Og mér finnst það mjög miður, að formaður Alþýðubanda- lagsins, Ragnar Arnalds, skuli ekki taka undir tillög- ur imínar í þessum efnum, hvað þá koma með nýjar. En ég vil vona, í lengstu lög, að samkomulag náist um ein- hverjar þær aðgerðir, sem treysta atvinnulífið í kjör- dæminu. Að lokum vil ég óska öll- um íbúum Norðurlandskjör- dæmis vestra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, svo og landsmönnum öllum. Pétur Pétursson DANSLEIKIR HÖTEL HÖFN auglýsir jóla- og áramótadansleiki: 26. desember (annan í jólum) kl. 22—02 e. miðn. Borðapantanir kl. 5—6 sarna dag. 31. desember. Gamlaárskvöldsdansleikur frá kl. 23—04 e. miðnætti. Borðapantanir kl. 4—5 sama dag. Miðasala á sömu 'tímum. Jólatrésskemmtanir: 27. desember kl. 4: Rótarý-barnaskemmtun. 28. desember ltl. 4: Kiwanis- barnaskemmtun. 29. desember kl. 4: Skagfirðinga-barnaskemmtun. Aðgöngumiðar að hverri skemmtun kostar kr. 80,00 fyrir barnið. ATI4UGIÐ að Skagfirðingaskemmtunin er ölluin opin. Hótel Höfn Innbú og innstæða Það er dýrt að stofna heimili og margt sem þarf að kaupa. Nú kemur Landsbankinn til móts við sparifjáreigendur með nýju sparilánakerfi Reglubundinn sparnaður skapar yður rétt tii lántöku á einfaldan og fljótlegan hátt. Ungt fólk getur gert áætlun um væntanlegan innbúskostnað. Síðan ákveður það hve mikið það vill spara mánaöarlega. Eftir umsaminn tíma tekur það út innstæðuna, ásamt vöxtum, og fær Sparilán til viðbótar. Reglubundinn sparnaður og reglu- semi i viðskiptum eru einu skilyröin. Kynnið yður þjónustu Landsbank- ans. Biðjiö bankann um bæklinginn um Sparilán. Baitki allra lamlsnumm

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.