Neisti - 28.11.1976, Blaðsíða 3

Neisti - 28.11.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 28. nóvember 1976. NEISTI 3 ------------------------- Mjólkur- og rjómaís - Allar tegundir Dragið ekki tii síðustu daga fyrir jól að kaupa til hátíðanna. Mjólkursamsalan Siglufirði Siglfirðingar! HJÓMPLÖTUR SPORTVÖRUR . FILMUR MYNDAVÉLAR HEIMILISTÆKI LJÓSAÚRVAL hvergi betra * NÝ OG VISTLEG HÚSAKYNNI RAFBÆR s.f. Síðasti gjalddagi þinggjalda 1976 Síðasti gjalddagi þinggjalda er 1. desem- ber. Þeir gjaldendur, sem þá hafa ekki gert að fullu skil á gjöldum sínum mega því búast við að gjöldin verði innheimt með lögtaki á þeirra kostnað, þegar eftir þann tíma, án frekari fyrirvara. BÆJARFÓGETINN Á SIGLUFIRÐI Siglufjarðarkaupstaðnr Starf bæjarritara er hér með augiýst laust til umsóknar frá og með 1. janúar 1977. Tilskilið er að umsækjandi sé viðskipta- fræðingur eða löggiltur endurskoðandi. Umsóknum skal skilað fyrir 10. desemebr n.k. til bæjarstjórans á Siglufirði, sem veitir allar nánari upplýsingar. Siglufirði, 15. nóvember 1976. Bæjarstjórinn í Siglufirði Bjarni Þór Jónsson - Viötal við Rnn Tnrfa eru aknennt mjög hlutdræg- ir og háðir stjómmálaflokk- um, hagsmunahópum eða sjálfu ríkisvaldinu. Þegar á reynir er engum fjölmiðli hérlendis treystandi til að segja satt og rétt frá, þegar viðkvæm pólitísk mál eru á döfinni. Jafnvel ríkisútvarp- ið er ekki laust við þennan ágalla, enda er þáttiun um stjómmál í útvarpi og sjón- varpi stjórnað af mönnum, sem frekar líta á sig sem upprennandi stjómmála- menn en fréttamenn. Afleið- ingin er sú að fólk getur aldrei verið öruggt um hverjum má treysta. Þessu er mjög mikilvægt að breyta. iÉg tel að hér þurfi að vera til fjölmiðlar sem eru fullkomlega lausir við póhtísk áhrif, og unnt er að treysta til að segja satt og rétt frá og veita stjórnmálamönnum strangt málefnalegt aðhald. Slíkir fjölmiðlar eru til víða er- lendis og þeir ættu einnig að vera hér. Auðvitað er erfitt að breyta þessu á skömmum tíma en margt bendir til að nú séu að skapast forsend- ur fjn'ir slíkri breytingu. Með því að skrifa í Vísi finnst mér ég sýna viðleitni til að rjúfa flokksbönd blað- anna, enda þótt í litlu sé, og stuðla þannig að réttri þró- un. — Hver eru að þínu áliti mildlvægustu hagsmimamál kjördæmisins? — Ef einn málaflokkur er nefndur öðrum frernur, þá held ég að atvinnumálin séu mikilvægust. Sem betur fer virðist atvinna nú vera við- unandi, en verkefnið er að tryggja varanlegt öryggi í atvinnumálum og koma í veg fyrir sveiflur. Til þess þarf að auka fjölbreytni atvinnu- lifsins, jafnframt því sem hefðbundnar atvinnugreinar eru efldar. Núverandi ríkis- stjórn hefur að mínu viti of litið sinnt uppbyggingu atvinnulífs og sumar ráð- stafanir hennar verði frekar til hins verra. Þannig held ég t. d. að verðbinding stofn- lána landbúnaðarins sé fyrst og fremst til þess fallinn að auka verðbólgu, auk þess sem landbúnaður er atvinnu- grein, sem ekki þolir háa vexti. — I umræðum um þau margvíslegu spillingarmál, sem upp hafa komið á valda- tíma núverandi ríkisstjórnar hafa sumir talið Framsókn- arflokkinn spilltari en aðra flokka? — Mér virðist það hvorki sanngjarnt né réttmætt að kenna Framsóknarfiokkn- um einum um spillinguna, þótt við blasi, að hann á við mikinn vanda að etja í þeim efnum. Þá finnst mér rétt að taka fram, að ég hef aldrei trúað því að Ölafur Jóhannesson dómsmálaráð- herra hafi haft ósæmileg af- skipti af hinum ýmsu glæpa- málum. Hitt virðist ljóst að hann hefur alið nöðrur við brjóst sér, og ekki tekist að slíta þær af sér með öllu enn og er það miður. — Hvernig líst þér á að vera í framboði í þessu kjör- dæmi? — ÍÉg er sjálfur alinn upp í sjávarplássi við þá lifnaðar hætti sem hér tíðkast og var í sveit á sumrum. Föð- urætt mín er héðan runn- in. Mér finnst þess vegna ég ekki vera neinn utangarðs- maður. Hér er víða fagurt 7nn að litast og fólk það sem ég þekki er viðmótsgott. Eg vona að ég eigi eftir að eiga gott samstarf við sem flesta hér og auðnist að vinna kjör dæminu gagn, fari svo að ég sitji á Alþingi sem full- trúi þess. ÚR OG SKARTGRIPIR Svavar Kristinsson úrsmiður

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.