Neisti - 21.06.1978, Blaðsíða 1

Neisti - 21.06.1978, Blaðsíða 1
Málgagn Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra 47. árgangur Miðvikudagurinn 21. júní 1978 5. tölublað 6 ÞINGMENN I STAÐ 5 I NORÐURLANDSKJÖRDÆMI VESTRA Allt frá því að núgild- andi kjördæmaskipun var tekin upp átti Al- þýðuf lokkurinn uppbót- arþingsæti í Norður- landskjördæmi vestra. f kosningunúm 1971 fékk flokkurinn 566 atkvæði og uppbótarmann. í kosningunum 1974 táp- aði Alþýðuflokkurinn nokkru fylgi og náði ekki uppbótarþingmanni. Við það fækkaði þingmönn- um kjördæmisins úr 6 í 5. Önnur breyting varð ekki á skipun þingsæta. í þeim kosningum, sem nú standa fyrir dyr- um er staðan alveg eins. Hinir 5 kjördæmakjörnu þingmenn hafa allir nægilegt fylgi að baki tii að vera öruggir með éndurkjör, jafnvel þótt einhverjar fylgisbreyt- ingar verði. Hinu er híns- vegar ósvarað hvort Al- þýðuflokkurinn endur- heimti uppbótarþing- sæti sitt. Hvort þingmenn kjördæmisins verði aftur 6. Alþýóflokurinn er nú í mikilli sókn. Á því leikur enginn vafi að hann fær í sinn hlut a.m.k. 4 upp- bótarþingsæti yfir land- ið, eins og hann hefur nú. Áf þessum 4 uppbótar- þingsætum verður 2 út- deílt á hlutfall atkvæða. Annað þeirra getur auð- veldlega falliö til Norður- landskjördæmis vestra. í þeim þrem byggðarlög- um hér í kjördæminu, sem Alþýðuflokkurinn bauð fram við sveitar- stjórnarkosningarnar fékk hann samtals 482 atkvæði. Fái Alþýðu- tlokkurinn u.þ.b. 100 at- kvæði annars staðar í kjördæminu má uppbót- arþingsæti heita mjög líklegt. Fái flokkurinn enn meira fylgi má upp- bótarþingsæti heita tryggt. Hér getur niður- staöan leíkið á örfáum atkvæðum, ef tii vill tíu, ef til vill fimm, ef tii vill aðeíns. einu atkvæði, f»ÍNU ATKýÆÐI. Kjósum Finn Torfa lands - kjörinn sjötta þingmann kjördæmisins

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.