Neisti - 21.06.1978, Side 4

Neisti - 21.06.1978, Side 4
4 NEISTI Miðvikudagurinn 21. júní 1978 ÁLIT FRAMBJÓÐENDA A - LISTANS Nú viku fyrir kosningar til Alþingis hafði tíðindamaður „NEISTA“ samband við nokkur þeirra sem skipa framboðslista Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra og leitaði álits þeirra á útliti og horfum í komandi kosningum, frá framboðsfundum o.fl. Nokkuð um að fólk sé á báðum áttum Elín H. Njálsdóttir, póstmaður og húsmóðir á Skagaströnd, skipar 4. sæti listans. Er mikið rætt um væntanlegar þingkosn- ingar meðal Skagstrend- inga? Talsvert er nú rætt um þær en ekki gætir mikillar spennu, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Mér virðist nokkuð um að fólk sé á báðum áttum hvað gera skuli. Ef til vill breytist þetta síðustu dag- ana þegar fólk verður að gera upp hug sinn. Hvað vakti helst at- hygli þína á framboðs- fundinum . á Skaga- strönd? Helst vakti það athygli mína hve margir ræðu- menn voru lítt málefnaleg- ir og hve mikið var um persónulegar ádeilur. Þá fannst mér það ekki fara á milli mála að Finnur Torfi var sá ræðumaður sem mest var málefnalegur þeirra manna sem um þingsæti keppa. Allmikill hiti var í umræðum undir lokin og bar þar mest á átökum þeirra Ragnars Amalds og Eyjólfs Kon- ráðs. Hvað villt þú segja um horfur og möguleika Al- þýðuflokksins á Norður- landi vestra? Ég álít að Alþýðuflokkur inn vinni á og ég hef trú á að hann komi að uppbót- armanni. En þrátt fyrir góðar líkur má samt engin af stuðningsmönnum okk- ar liggja á liði sínu fram að kosningum, því baráttu- laust tekst okkur þetta ekki, Flokkurinn hefur verið meira til umræðu Guðni Óskarsson, kennari Hofsósi, skipar 6. sæti listans. Ég tel að hann eigi hér vaxandi fylgi að fagna og hann hefurgreinilega verið meira til umræðu en oft áður. Ýmislegt hefur orðið til að vekja athygli á hon- um t.d. prófkjörsfyrir- komulag o.fl. Guðni S. óskarsson Hvað viltu segja um stöðu Alþýðuflokksins í þínu byggðarlagi? Heldurðu að verði miklar breytingar á flokkafylgi í kjördæm- inu? Ekki geri ég ráð fyrir miklum breytingum. Stjórnarflokkarnir tapa trúlega nókkru fylgi til Al- þýðuflokks og Alþýðu- bandalags en Samtökin býst ég við að detti út. Al- þýðuflokkurinn ætti að geta bætt við sig það miklu að uppbótarþingsætið endurheimtist. Fólk hefur meiri trú á Alþýðu - flokknum núna Unnar Agnarsson, meinatæknir Blönduósi, skipar 7. sæti listans. Virðist þér áhugi fólks vera mikill fyrir komandi þingkosningum? Mér finnst hann vera talsvert meiri hér fyrir þingkosningunum en var fyrir sveitarstjórnarkosn- ingunum í maí. Fundar- sókn mun meiri á fram- boðsfundi vegna þing- kosninga sem haldin var hér 15 júní. Reyndar var yfirfullt hús hér og má það teljast til nokkurra tíðinda. Telurðu líklegt að styrkleikahlutföll flokka raskist verulega í þessu kjördæmi í kosningunum á sunnudaginn kemur? Líklega verður um sömu þingmenn að ræða nema hvað ég tel miklar líkur á að Alþ.fl. fái hér uppbót- arsæti. Stjómarflokkarnir munu tapa hér nokkru fylgi en þó varla svo miklu að þingsæti þeirra séu í hættu. Verður þú var við að Alþýðuflokknum aukist fylgi nú fyrir þessar kosningar? Það er nú kannski erfitt að meta það nákvœmlega, en allavega er talað meira um Alþýðuflokkinn nú en áður og mér virðist fólk hafa meiri trú á honum núna. Unnar Agnarsson Samgöngumálin fyrst og fremst ofarlega í huga okkar Þórarinn Tyrfingsson, héraðslæknir á Hvammstanga, skipar 5. sæti listans. Hvernig viltu skýra fylglsaukningu Alþ.fl. í nýafstöðnum sveitar- stjórnarkosningum? Fyrst og fremst út frá gangi landsmála og þá einkum slæmri efnhags- stjórn. Hvaða hagsmunamál eru Vestur - Húnvetningum einkum ofarlega í huga? Fyrst og fremst sam- göngumálin, einkum með tilliti til vetrarsamgangna. Þá er það brýnt hags- . , _ munamál að heilsueæslu- Þorannn Tyrfingsson stöð rísi hér sem fyrst því að á öllu Norðuríandi vestra eru Vestur - Hún- vetningar verst settir í þessum efnum. Mennta- málin má gjarnan nefna og við viljum fá skýr svör um framtíð Reykjaskóla. Telurðu líklegt að Al- þýðuflokkurinn fái upp- bótarsæti í kjördæminu í komandi þingkosning- unum? Já, ég tel það líklegt. Fylgi Alþýðuflokksins virðist mér fara hér vax- andi en sjálfstæðismenn eru í nokkurri hættu með sinn annan kjördæma- kjöma þingmann. Víkja sér undan að ræða höfuðvandamálin Jón K. Karisson, Form. vekam.fél. Fram Sauð- árkróki, skipar 3. sæti listans. Nú hefur þú starfað að vekalýðsmálum um ára- bil og því vel kunnugur mönnum sem þar starfa og málefnum verkalýðs- hreyfingarinnar. Hvað viltu segja um þá fullyrð- ingu (Mjölnir 14 júní) að Alþýðubandalagið verði eini málsvari verkalýðs- stéttarinnar á Alþingi eft- ir komandi kosningar? Það er mín skoðun að þar sem Alþýðuflokks- menn og Alþýðubanda- lagsmenn hafa starfað saman innan verkalýðs- hreyfingarinnar þar hefur samvinna verið mjög góð á Framhald á 3. síðu

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.