Neisti


Neisti - 23.12.1978, Qupperneq 8

Neisti - 23.12.1978, Qupperneq 8
Jólablað 1978 N E I S T 5 Óskum landsmönnum öllum gledilegra jóla árs og fridar. bökkum vidskiptin á lidnum árum BRINHBATAIÉUG ÍSLANDS Umbodsmenn um land allt Föstudaginn 4. nóvember hófst nýr þáttur í Ameríkuflugi Flugleiða sem um alllangt skeið (Loftleiðir) hafa haft áætlunar- flug til New York og Chicago. Nýr áfangastaður vestan hafs var tekinn inn í flugáætlun fé- lagsins — Balti- more/Washington. Flestir boðsgesta Flugleiða í þessari fyrstu ferð voru fulltrú- ar ýmissa fjölmiðla og þar á meðal landsmálablaða víðs- vegar að af landinu, alls um 60 manns. Ferðaáætlun var nokk- uð ströng en greinilega vel skipulögð enda nauðsynlegt að nýta vel þann tíma (rúman sólarhring) sem ætlaður var til viðstöðu vestan hafs. Áætlað var að ieggja upp frá Keflavíkurflugvelli kl. 17.45 á föstudag. Tveim stundum fyrir brottför voru boðsgestir mættir á flugafgreiðslunni að Hótel Loftleiðum þar sem fararstjór- inn Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi tók á móti hópn- um. Skömmu síðar kom í ljós að brottför mundi seinka vegna mikillar þoku á meginlandi Evrópu ,en þaðan átti vél sú að koma sem flytja skyldi hópinn vestur um haf. Við slíku var auðvitað ekkert að gera og menn létu það heldur ekki á sig fá samankomnir í góðum fé- lagsskap. Eftir um 3ja klst. seinkun var vél okkar. komin í loftið og framundafi var um 6 tíma flug til Baltimore. Farkosturinn var DC 8 þota en þær taka um 240 farþega. Það var því vel rúmt um þá 110 farþega sem voru með í þessari fyrstu ferð til Baltimore. Forráðamenn flug- félagsins voru með í þessari ferð og gerðu sér far um að blanda geði við gesti sína á leiðinni eins og háttur er góðra gestgjafa. Margir þáðu boð flugstjórans um að koma fram í stjórnklefa og fylgjast með starfi fluglið- ánna og skoða sig um. Fyrstu sýnilegu merki þess að við vær- um að nálgast voru ljósin á strönd Nýfundnalands, nokkru síðar er flogið yfir Boston og brátt er New York í sjónmáli. Það var vissulega mikilfenglegt að standa frammi í stjórnklef- anum og virða fyrir sér Ijósa- dýrð stórborgarinnar en það tók að mér fannst, talsverðan tíma að fljúga yfir þetta ljóshaf. Flugmennirnir eru hér öllum hnútum kunnugir og ólatir við að svara spurningum og benda á ýmsa staði svo sem Manhatt- an, Brooklyn, Empire State - bygginguna o.fl. Við nálgumst nú áfangastað okkar og innan skamms tilkynnir flugstjórinn lendingu á Balti- more/Washington flugvelli eft- ir nokkrar mínútur. Flugvöllur þessi, sem þjónað hefur fyrst og fremst innanlandsflugi og þá einkum áðurnefndum tveim borgum og nágrenni, er í 16 km. fjarlægð frá Baltimore og 48 km. frá Washington. Fulltrúar flugmálayfirvalda Maryland- fylkis tóku á móti hópnum í flugstöðinni og óskuðu Flug- leiðum til hamingju með þenn- an áfanga í starfi félagsins. Flugleiðir er fyrsta erlenda flugfélagið sem hefur reglu- bundið áætlunarflug til Balti- more /Washington. Þessar borgir teljast ekki stórar á am- erískan mælikvarða báðar með íbúatölu undir 1 milj. (7-800.000) en talsvert þéttbýli er þó í nágrenninu. Þannig er talið að á því svæði er hag hefir af beinu Evrópuflugi frá Balti- more búi um 6 miljónir manna þar af helmingur á höfuðborg- arsvæðinu Frá flugvellinum var haldið eftir venjulega vegabréfaskoð- un til gististaðarins sem var „International Hotel“ skammt frá flugstöðinni: Eftir að menn höfðu komið sér fyrir á vistleg- um herbergjum, skolað af sér ,Jerðarykið“ og. haft fataskipti var komið saman í einum sal hótelsins þar sem gestgjafarnir buðu til veislu. Um miðnætti fóru gestir að tínast til her- bergja sinna enda hljóðaði dagskipun morgundagsins upp á all stranga dagskrá og daginn skyldi taka snemma. A laugar- dagsmorgun var vakið kl. 7.15 og eftir ágætan morgunverð var lagt af stað í 2 langferðabílum áleiðis til Washington, en það var tæplega klukkutíma akstur. Dvölin í Washington hófst síðan með rúmlega 2ja tíma skoðunarferð um miðborgina. Staldrað var við nokkrar mín- útur framan við þinghúsið og við minnismerki um forsetana Georg Washington og Abra- ham Lincoln en ekið fram hjá ýmsum öðrum merkisstöðum eins og Hvíta húsinu o.fl. Washington er um margt ólík Úr Ameríkuferð hinum eiginlegu stórborgum Bandaríkjanna, þar eru engir skýjakljúfar, byggð nokkuð dreifð og mikið um opin svæði þar sem boltaleikir eru stund- aðir og margir „trimmarar“ sá- ust þar á skokki enda er mikill áhugi á slíku þar vestra. Að skoðunarferð lokinni var snæddur hádegisverður á litl- um veitingastað í gömlum stíl. Veitingastaðurinn „Evans farm“ var áður sveitabær frá 18. öld og hefur að mestu hald- ið sínu svipmóti jafnt utan dyra sem innan, jafnvel klæðaburð- ur þjónanna. Nú notuðu ýmsir tækifærið, meðan á borðhaldi stóð, til að þakka fyrir gott boð og flytja flugfélaginu árnaðaróskir. Vel á sig kominn eftir afbragðs- máltíð hélt hópurinn þessu næst til „Tysons Corner“ sem er stór verslunarmiðstöð með ým- is önnur þjónustufyrirtæki undir sama þaki svo sem veit- ingahús, kvikmyndahús og fleira. Þarna var verslað næstu 2 tíma eða svo og mátti gera þar allgóð kaup í einstaka vörum en fjölmargt var þó með svipuðu verði og hér heima. Á tilskyld- um tíma mættu menn mis- hlaðnir pinklum þar sem bíl- arnir biðu til að flytja okkur til íslenska sendiráðsins. Ánægjulegri móttöku í sendi- ráðinu lauk eftir um 1 klst. við- dvöl með því að Stefán Jason- arson frá Vorsbæ kvaddi sér hljóðs og flutti sendiherrahjón- unum þakkir fyrir hönd gesta auk þess að færa sendiherra- frúnni að gjöf postulíns „platta“ Landbúnaðarsýning- arinnar. Var nú komið að lokum dvalarinnar í Washington og frá sendiráðinu var ekið aftur til „Hotel International“ pakkað niður og haldið til flugvallarins. I flugstöðvarbyggingunni hafði flugmálastjórn Marylandríkis móttöku fyrir Flugleiðamenn og gesti þeirra. Eftir að hafa notið ágætrar gestrisni þessara aðila var farið í gegnum hlið lögreglu- og tolleftirlits út í flugvél. Þeir sem ekki höfðu áður. kynnst meðhöndlun vopnaleitartækja urðu nú nokkurs vísari um þann búnað en þarna þykir síkt sjálfsagt öryggiseftirlit. Heimferðin er hafin og í þetta sinn er vélin fullsetin eða því sem næst og flestir þeirra halda áfram til Luxemborgar eft.ir skamma viðdvöl á Keflavíkurflugvelli. Flugferðin til Keflavíkur gekk tíðindalítið fyrir sig enda ekki laust við að þreytu væri farið að gæta í hópi lslending- anna og það var kærkomið að geta blundað svolítið. Lent var á Keflavíkurflug- velli snemma á sunnudags- morguninn um það bil lVi sólahring eftir að lagt var upp í þessa ferð. Eftir verslun í fríhöfninni og tollskoðun var haldið til Reykjavíkur þar sem leiðir samferðamanna skildu á Hótel Loftleiðum og hver hélt til síns heima. Við Siglfirðingamir flugum til Akureyrar síðdegis sama dag og þaðan starx áfram til Siglufjarðar. Stuttri en óvenju ánægjulegri ferð var lokið og það verður að segja eins og er að nýting þessa stutta tíma var aldeilis frábær. Þegar ferðaáætlunin var skoð- uð í upphafi var ekki laust við að efasemdir vöknuðu um að hún stæðist miðað við hina ströngu tímatöflu. Þokan á meginlandinu var hið eina sem raskaði áætlun því öll skipulagning og fararstjóm var til fyrirmyndar. Að lokum vil ég þakka Flug- leiðum þetta ánægjulega boð, áhöfn vélar einstaka umönnun og síðast en ekki síst okkar ágæta farastjóra Sveini Sæmundssyni blaðafulltrúa lipra, örugga og í alla staði frá- bæra fararstjóm Anton V. Jóhannsson. LAUNAFOLK! Markmið Alþýðubankans h.f. er m.a. að efla menningarlega og félagslega starfseml verkaiýðshreyfingarinnar á fslandi og treysta atvinnu- öryggi verkafólks. Alþýðubankinn h.f. óskar lesendum blaðsins gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. I i REYNIÐ VIÐSKIPTIN 1 BANKANUM YKKAR. Alþýöubanklnn Ivf. Laugaveg 31 sími 28-700

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.