Neisti - 23.12.1980, Blaðsíða 1

Neisti - 23.12.1980, Blaðsíða 1
IV V? W HP A' JlH Wj M 9 JL il meðyður alla daga, “ (Matt. 2S:20;. Jólin koma. Hin hljóða nótt eða nóttin blíða, eins og segir í nýrri þýðingu af sálminum Heims um ból. Við erum leidd að lágreistri jötu, „hörðum stalli“ frelsarans og í ljóma hennar fá- um við að gleðjast með okkar nánasta fólki, — þeir, sem á annað borð mega það og geta. Sumir komast ekki heim fyrir jól. Það er jafnan viðmiðun á ís- landi að komast heim fyrir jólin og hvaða Siglfirðingur þekkir ekki þá viðmiðun. Menn leggja jafnvel á sig ferðir landa í millum til að komast heim um þessa ljóssins hátíð og slíkum föru- mönnum er fagnað eins og ný- fæddu bami. En svo eru þeir, sem ekki komast, vegna fjar- lægðar, vegna sjúkdóms, og sjúkravistar, — og sumir eiga hvergi heima, þrátt fyrir velmeg- un í landinu. Svona er þetta allt í kringum okkur. Líf hlaðið and- stæðum ríkdóms og örbirgðar, heilbrigðis og sjúkdóms, gleði og sorgar. En þótt þessu sé svo farið sem raun ber vitni, þá er ekki þar með sagt að það sé hið rétta lífs- munstur, sem okkur beri að sætta okkur við og viðhalda. Öðru nær. Bam jólanna var sent í þennan heim í öðrum tilgangi en þeim, að viðhalda þjóðfélagsskipan mannlegs breiskleika. Kristur birtist hér á jörð í þeim dlgangi að opna augu mannanna fyrir kærleika Guðs og kenna þeim að sjá tilgang lífsins af sjónarhóli þess er elskar og virðir, imber og vekur von. „Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“, (Jóh. 3:16). Jó- hannes guðspjallamaður segir um hann í hinum stórkostlega formála að guðspjalli sínu (Jóh. 1): „Hann kom til eignar sinnar og hans eigin menn tóku eigi við honum, en öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann réttinn til að vera Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans.“ Það eru stór orð og vekja óneitanlega til um- hugsunar. Við fögnum því á jólum að IJANN kom til eignar sinnar. Hvað felst í því? Hve sannur er sá atburður fyrir okkur hverju sinni? Það skiptir öllu að við sé- um einlæg í leit að svari. Er ég sá sem ekki tekur við honum eða má ég telja mig vera Guðs barn? Hverju trúi ég í öllu því umstangi sem jólum fylgir. Það er oft freistandi að víkja áleitnum spurningum til hliðar, það er svo margt annað að hugsa nú á tímum og tíminn er naumur í vitund hins ákafa og duglega athafnamanns verðbólguskeiðs. Og það er býsna erfitt fyrir at- hafnamann og hinn sjálfbjarga að finna fyrir því að Guðs sé þörf. Jól fyrir slíkum manni verða varla meira en hátíð, til- breyting, hvíld frá daglegu amstri stutta stund, — ekki gleðidagur, sem gjörbreytir öllu í lífinu, eins og fyrsta barn hverrar fjölskyldu. En víst er það þess virði að fara að boði englanna: „Farið og þér munuð finna ung- barn reifað og liggjandi í jötu“. Guð velur ekki úr, þegar hann býður okkur að vöggu sonar síns. Ekki heldur þegar hann leiðir okkur að krossi hans. Öllum er sá réttur til reiðu fyrir nafn Jesú, öll erum við Guðs börn, en því miður erum við ekki öll reiðu- Sr. Birgir Ásgeirsson búin að meðtaka þá blessun. í frásögn Lúkasar af jólavið- burðinum (Lúk.2) er vitnað í dýrðarsöng englanna er ómaði fyrir eyrum fjárhirðanna: „Dýrð sé Guði föður og friður á jörðu með mönnunum, sem hann hef- ur velþóknun á.“ Þessi samsöng- ur englanna hefur einmitt valdið mörgum heilabrotum, því svo sýnist, að Guð fari hér í mann- greinarálitog hafi ekki velþókn- un nema á vissum mönnum. Vera má að þýðingin valdi mis- skilningi, en hér er þó sagt að friður sé yfir mönnunum, en á þeim hefur Guð einmitt vel- þóknun. Einmitt af þeim ástæð- um minnumst við þess, að Guð hefur opnað faðm.. sinn fyrir manninum og við megum njóta nafnsins, sem öllum nöfnum er æðra, Drottins Jesú. Að trúa á nafn hans er ekki aðeins fólgið í því að þekkja þetta nafn af afspurn, heldur fyrst og fremst það að þekkja persónu Jesú, eiginleika hans, kærleika hans, viðbrögð hans, er hinir þjáðu leita hans, svör hans er leiða átti hann í gildru, kenn- ingu hans og starf hans, en þó umfram allt fórn hans okkur til handa. Það er hlutverk okkar að börn þessa heims fari ekki á mis við þá blessun og þann fyrirgef- andi mátt, sem í þessu nafni jól- anna felst. Stúlka ein yfirgaf unnusta sinn og hugðist hverfa úr landi. Hún taldi sér trú um fyrir áhrif ann- arra, að hún gæti aldrei gengið með honum alla ævi upp frá því. En þegar frá leið sá hún eftir ákvörðun sinni, því hún fann~að hugur hennar í hans garð var bundinn sterkari böndum en hún hafði búist við. En nú virtist það um seinan og stolt hennar bann- aði henni að fara sjálf og leita fyrirgefningar. Hún vissi ekki að unnusti hennar sat eftir með brostið hjarta og þráði þaó að hitta stúlkuna sína aftur. Nú ákvað stúlkan þó að senda þess- um unnusta sínum jólagjöf í þeirri von að hann skildi, að hún sæi eftir öllu. Pakkinn var myndarlegur og stór og unnust- inn flýtti sér að opna hann, af því að munnleg skilaboð fylgdu frá hverjum hann væri. I pakkanum var verðmikill fallegur hlutur, en af því að pilturinn hélt að þetta væri einhver sárabót frá fyrrver- andi unnustu sinni varð hlutur- inn harla lítils virði fyrir honum. En þá rak hann augum í örlítið kort fyrir tilviljun, sem smeygt hafði verið í pakkann. A því stóð: „Má ég koma heim?“ Nú fekk jólapakkinn skyndilega nýtt gildi og það sem áður hafði verið haldlítil sárabót varð nú að heitri og mikilvægri ástarjátningu. í flýti hélt ungi maðurinn niður að höfn. Þar beið stúlkan þess að skipið léti úr höfn, vonlaus um að tilraun hennar bæri árangur. En vonleysið snerist í óumræðilegan fögnuð, þegar þessir tveir elsk- endur héldu heim á leið tilbúnir að bjóða öllu birginn, sem gerði tilraun til að spilla samlífi þeirra og ást. Það er oft mikið átak að leita sátta og ómældan kjark þarf til að opinbera innstu tilfinningar sínar og stundum verður að gefa gaum að hinu smá, og fyrirferð- arlitla til að finna dýrmætustu gjöfina. Megi jólabarnið vekja þá helgu löngun og trú í brjóstum okkar, sem fær okkur til að ganga á vit ljóssins og friðarins, sem frá gjöf himnanna stafar. Það væri okkur öllum blessun, börnum okkar og ástvinum, ef við fynd- um okkur eiga heima í þeim ranni, sem hýsti lágreista jötu og lítið barn, sem Guð gaf í þennan heim um leið og hann gaf okkur réttinn til að kallast Guðs börn fyrir nafn þessa litla barns jól- anna. Þá erum við heima hjá þeim, sem okkur elskar og fagnar komu okkar. Þá eruð við í faðmi þess er aldrei bregst og veitir líkn í hverri raun, lífi og dauða. GLEÐILEG JÓL.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.